Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 20 við Reynihvamm, dags. 3. september 2008. Erindið varðar beiðni lóðarhafa til að stækka anddyri og svalir á efri hæð, setja glugga á austurhlið neðri hæðar og setja á húsið valmaþak.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 14. maí ´08.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Reynihvammi 14, 16, 17, 18, 19, 19a, 21, 22, 23, 24, 25 og 27. Birkihvammi 15, 17 og 19.
Kynning stóð frá 20. janúar til 18. febrúar 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.