Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 93 við Fjallalind dags. 2. október 2008. Erindið varðar tillögu um stækkun byggingarreits til suðurs og norðurs. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun Fjallalind 93 um 60,0 m² og verður heildarstærð hússins 232,0 m² og nýtingarhlutfall eykst úr 0,36 í 0,48.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur .
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu að nefndri breytingu, enda liggi fyrir samþykki nágranna.
Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt samþykki nágranna og deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fjallalindar 49, 51, 53, 55, 57, 59, 60, 63, 85, 87, 89, 91, 97, 99, 101, 103, 105, 107, 109, og 111.
Kynning stóð frá 8. janúar til 10. febrúar 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 17. mars 2009.
Hafnað á grundvelli umsagnar.
á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram nýtt erindi.
17.903113 - Glaðheimar, breytt deiliskipulag.
Á fundi skipulagsnefndar 28. júní 2006 var lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi Glaðheimasvæðisins.
Á fundi skipulagsnefndar 1. ágúst 2006 var lögð fram tillaga KRark. að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á Glaðheimasvæðinu.
Á fundi skipulagsnefndar 7. nóvember 2006 er tillagan samþykkt ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 30. október 2006 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er fallið frá tillögunni vegna breytinga á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 ? 2024.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 eru lögð fram til kynningar drög bæjarskipulags Kópavogs að deiliskipulagi Glaðheimasvæðisins, sem byggir á hugmyndum lóðarhafa norðursvæðis reitsins um útfærslur sem unnar hafa verið af teiknistofunni Arkís og lagðar eru til grundvallar skipulags norðursvæðisins. Deiliskipulagstillagan nær til suður- og norðursvæðisins.
Deiliskipulagssvæðið nær til 12,5 ha lands og afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Bæjarlind í norður, Bæjarlind 1-3 og athafnasvæði við Akra- og Askalind til austurs og fyrirhuguðum Arnarnesvegi til suðurs. Innan marka þess er nú athafnasvæði Hestamannafélagsins Gusts; hesthús og gerði, skeiðvöllur og reiðskemma. Samkvæmt fasteignamatsskrá eru á svæðinu um 12,500 m2 í sérhæfðu húsnæði. Í tillögunni felst að opið svæði til sérstakra nota (hesthúsahverfi) er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu.
Aðkoma verður að svæðinu frá Bæjarlind, Lindarvegi og frá Arnarnesvegi. Einnig er gert ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut fyrir bæði gangandi og akandi umferð frá Hæðasmára. Um svæðið liggur ný tengibraut frá Arnarnesvegi að Bæjarlind.
Áætlað er að á svæðinu verði byggðir um 100.000 m2 í húsnæði sem verður 2ja hæða og allt að 32 hæðir. Einnig er áætlað að byggðar verði um 245 íbúðir í austurhluta norðursvæðis. Áætluð nýting svæðisins er 1,25 en nýting einstakra reita eða lóða innan þess verður á bilinu 1,0 til 2,3. Áætlað er að á svæðinu verði um 4,200 bílastæði eða 1 stæði á hverja 35 m2 í húsnæði. Miðað er við að stór hluti bílastæða verði í bílgeymslum neðanjarðar.
Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 10 mars 2009.
Vísað er jafnframt í áfangaskýrslu um umferðarsköpun og áhrif á gatnakerfi dags. desember 2007 frá Almennu verkfræðistofunni, minnisblað um umferð dags. 6. október 2008 um deiliskipulag Reykjanesbrautar og greinargerð með breytingu á Svæðisskiplagi höfuðborgarsvæðisins 2001 ? 2024.
Tillagan byggir á Aðalskipulagi Kópavogs 2000 ? 2012 með síðari breytingum samþykkt í B ? deild Stjórnartíðinda 16. febrúar 2009. Þar er gert ráð fyrir því að opið svæði til sérstakra nota er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu og áætlað að á svæðinu verði byggt í heildina um 130.000 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis, sem verður að hluta háreist. Gert er ráð fyrir um 28.000 m2 í íbúðarhúsnæði eða um 245 íbúðum.
Tillagan er lögð fram og kynnt.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er málið lagt fram á ný. Lögð fram greinargerð Eflu verkfræðistofu dags. mars 2009 ,,Mat á loftgæðum og vöktunaráætlun." Lögð fram tillaga Mannvits verkfræðistofu að ,,Matslýsingu vegna umhverfismats deiliskipulagstillögu Glaðheimasvæðis" dags. apríl 2009.
19.701061 - Auðbrekka 14, kynning sbr.7. mgr.43.gr.laga 73/97.
Á fundi skipulagsnefndar 6. nóvember 2007 er lagt fram erindi Odds Kr. Finnbjarnarsonar dags. 8. október 2007, varðandi stækkun á 2. og 3. hæð hússins. Tillagan gerir ráð fyrir að 2. hæð stækki um 118.3 m2 og 3. hæð um 120.0 m2 , jafnframt verði gert ráð fyrir flóttastiga utan á ætlaða stækkun.
Meðfylgjandi: Teikningar í mkv. 1:100 og 1:1000 dags. 8. október 2007.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Auðbrekku 8, 9, 10, 11, 12, 16, 17, 18, 19, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32. Löngubrekku 41, 43, 45 og 47. Álfhólsveg 19, 21, 23 og 25.
Kynning fór fram 11. mars til 9. apríl 2009. Engar athugasemdir bárust.
á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju.
20.902150 - Austurkór 161, breytt deiliskipulag.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 161 við Austurkór dags. 20. janúar 2009. Erindið varðar tillögu um stækkun á byggingarreit. Tillagan gerir ráð fyrir að byggt sé út í ytri byggingarreit og auk þess 2 m út fyrir ytri byggingarreit á austurhlið og 3 m út fyrir ytri byggingarreit á 10 m kafla á suðurhlið húss. Grunnflötur íbúðar með bílgeymslu verði 409,7 m². Gert verði ráð fyrir kjallara með bílgeymslu, alls 115,8 m². Skipulagsskilmálar gera ráð fyrir allt að 250 m² á einni hæð og heimild til að hafa geymslur í kjallara undir hluta hússins. Hámarks flatarmál stækkar úr 250 m2 í 410 m2. Nýtingarhlutfall breytist úr 0.29 í 0.49.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. í janúar 2009 .
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 86,88,90,92,149, 151, 153, 155, 157, 159, 163 og 165.
Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn tillögunni og vísa til úrskurðar Úrskurðarnefndar um að breyting á deiliskipulagi í nýjum hverfum verði að fylgja skipulagsleg rök.
Kynning fór fram 19. mars til 20. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
21.902153 - Hlíðarvegur 29, deiliskipulag.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 29 við Hlíðarveg dags. 16. desember 2008. Erindið varðar beiðni um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í þrjár íbúðir. Samþykkir meðeigenda liggur fyrir dags. 2. desember 2008. Erindið er í samræmi við Aðalskipulags Kópavogs staðfest af umhverfisráðherra 23. apríl 2002
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 2. desember 2009 .
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Hlíðarvegar 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29a, 30, 31, 32, 33, 33a og 34. Hrauntungu 10 og 42. Grænatungu 8.
Kynning fór fram 19. mars til 20. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
24.711394 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag
Á fundi skipulagsnefndar 4. desember 2007 er lagt fram erindi Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 27. nóvember 2007 fh. lóðarhafa nr. 6 við Austurkór. Í erindi felst að óskað er eftir breyttri aðkomu að bílageymslu. Heildarflatarmál húss aukist um 95 m2. Bygging fer að verulegu leiti út fyrir byggingarreit á suður, vestur, norður og austurhlið. Einnig fer bygging upp úr byggingarreit vestan og austan megin. Sótt er um stækkun lóðar.
Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. nóvember 2007 .
Frestað. Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um það sem fram kom á fundinum.
Á fundi skipulagsnefndar er erindið lagt fram að nýju og samþykkt að senda það í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70. Kynningartími stóð frá 14. janúar til 15. febrúar 2008.
Á fundi skipulagsnefndar 19. febrúar 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum. Frestað og bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 4. mars 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 4. mars 2008.
Frestað. Skipulagsstjóra falið að halda fund með aðilum málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu dags. 19. janúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70.
Kynnig fór fram 23. febrúar til 24. mars 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. apríl 2009.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Hafnað.