Skipulagsnefnd

1279. fundur 18. júlí 2016 kl. 16:30 - 18:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • J. Júlíus Hafstein aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.15082892 - Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöð. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram erindi VBV verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf. fyrir hönd lóðarhafa Skógarlindar 2 um mögulega staðsetningu fjölorkustöðvar á lóðinni, drög (tillaga 1 og 2) dagsett 13. júlí 2016. Ennfremur lagt fram áhættumat VERKÍS verkfræðistofu dagsett í júlí 2016.
Lagt fram og kynnt. Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

2.1607139 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Nauthólsvegur - Flugvallavegur. Breyting á aðalskipulagi.

Lagt fram erindi í Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dagsett í júlí 2016 um breytta landsnotkun og fjölgun íbúða á reit 15 í Öskjuhlíð-HR: tillaga að breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 (drög). Nauthólsvegur-Flugvallarvegur breyting nr. 8.
Lagt fram og kynnt.

3.1607207 - Brekkuhvarf 17. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa í Brekkuhvarfi 17 dagsett í júlí 2016 þar sem óskað er eftir að vesturmörk lóðarinnar breytist þannig að lóðin stækki úr 1108 m2 samanber útgefið mæliblað frá 1. mars 1995 í 1427 m2. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir bílgeymslu í suðvestur hluta lóðarinnar. Uppdráttur í mælikvarða 1:500
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 15, 24 og Ennishvarfs 6, 8, 10 og 12.

4.1607197 - Álmakór 11. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar númer 11 við Álmakór, fyrir hönd lóðarhafa samanber erindi dagsett 16. júlí 2016. Í breytingunni felst að byggja parhús í stað einbýlishús á lóðinni. Dregið er úr leyfilegum hámarksgrunnfleti á lóðinni skv. gildandi skipulagsskilmálum og er fyrirhugaður grunnflötur parhúsanna 220 m2 í stað 250 m2. Gert er ráð fyrir að svalir fari 2 metra út fyrir byggingarreit á vesturhlið húss. Bílastæðum fjölgar um eitt á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álmakór 1-23.

5.1607193 - Bakkabraut 7d.

Lagt fram erindi Sigurjóns Á. Einarssonar Bakkabraut 7d. dagsett 13. júlí 2016 ásamt erindi sama aðila dagsett 8. febrúar 2016 þar sem ókað er eftir að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsstjóra falið að svara erindinu.

6.1607188 - Borgarholtsbraut 67. Grenndarkynning.

Lögð fram áform lóðarhafa um að reisa tvílyft fjórbýlishús með 8 bílastæðum á lóð í stað einbýlishúss ásamt bílskúr byggt 1946 samtals 131,3 m2. Núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,17 miðað við lóðarstærð 778,0 m2. Áætlað byggingarmagn fyrirhugaðs húss er 412 m2 og nýtingarhlutfall því áætlað 0,53.
Skipulagsnefnd lítur jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

7.1607215 - Dalvegur 26. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga TRÍPÓLÍ arkitekta dagsett 22. júní 2016 fyrir hönd lóðarhafa þar sem að óskað er eftir að breyta hluta atvinnuhúsnæðis að Dalvegi 26 í gistiheimili í notkunarflokki 4 samanber uppdrætti í mælikvaraðnum 1:500 og 1:100. Í erindinu kemur fram m.a. að ráðgert er að í gistiheimilinu verði gistipláss fyrir 40 manns og 2-3 starfsmenn ásamt móttöku.
Frestað.

8.16041194 - Nýbýlavegur 1. Bensínstöð.

Lögð fram tillaga ASK arkitekta ehf. fyrir hönd lóðarhafa að sjálfsafgreiðslu bensínstöðvar OLÍS (fyrsti áfangi) á lóðinni númer 1 við Nýbýlaveg. Uppdrættir í mælikvarða 1:500 og 1:100 ásamt skýringarmyndum. Ennfremur lagt fram áhættumat EFLU verkfræðistofu dagsett í júní 2016.
Lagt fram og kynnt. Lögð fram tillaga um að málinu verði vísað til umsagnar umhverfissviðs. Theódóra Þorsteinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Andrés Pétursson, Guðmundur Geirdal, Kristinn Dagur Gissurarson og Júlíus Hafstein samþykktu tillöguna. Ása Richardsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur og Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Undirritaðar leggjast gegn byggingu eldsneytisstöðvar við Nýbýlaveg 1. Um er að ræða fyrsta áfanga af afar stórri þjónustumiðstöð Olís. Að setja jafn verðmætt land undir eldsneytistátöppun, svo nærri stórri íbúðabyggð, í grennd við dýrmæta útivistarperlu er tímaskekkja og ömurleg sending til íbúa Lundarhverfis. Átöppunarstöðvar framtíðar þurfa ekki slíkt landflæmi heldur geta verið hvar sem er, í tengslum við aðra þjónustu. Eignarhald Olís á lóðinni að Nýbýlavegi 1 þarf að leysa og finna landinu vistvænan tilgang".

Bókun frá Theódóru Þorsteinsdóttur og Júlíusi Hafstein:
"Það hefur legið fyrir í áratugi í skipulagi að þessi bensínstöð hefur átt að koma og eðlilegt er að umhverfissviðið skoði málið í samráði við eigendur lóðarinna".

9.1607181 - Huldubraut 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Landmótunar ehf. fyrir hönd lóðarhafa um að reisa fjórbýlishús á þremur hæðum með 6 bílastæðum á lóð í stað einbýlishúss byggt 1969, samtals 142,2 m2. Núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,12 miðað við lóðarstærð 1208,0 m2. Áætlað byggingarmagn fyrirhugaðs húss er 495 m2 og nýtingarhlutfall því áætlað 0,41.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Huldubrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 16, 18 og 20.

10.1606018 - Bæjarstjórn - 1140

1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 28. júní, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að stækkun tennishallarinnar frá Tennisfélagi Kópavogs og Tennishöllinni dags. 8.9.2015. Tillagan var til sýnis á skipulags- og byggingardeild frá 16.11.2015 til 11.1.2016. Þá var tillagan auglýst í Fréttablaðinu 13.11.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 16.11.2015. Þá var dreifibréf sent 17.11.2015 í íbúðarhús í nágrenni Tennihallarinnar til að vekja athygli á auglýstri tillögu. Kynningu lauk 11.1.2016. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Að auki bárust erindi til bæjaryfirvalda þar sem mælt var með stækkun Tennishallarinnar. Að auki barst undirskriftalisti með fyrirsögninni "Við styðjum stækkun Tennishallar" með 507 undirskriftum, mótt. 11.1.2016. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt að unnið yrði úr innsendum athugasemdum og málið lagt fyrir 1272. fund skipulagsnefndar til afgreiðslu. Lögð fram tillaga að umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.2.2016. Einnig lögð fram tillaga skipulagsstjóra að mögulegri lausn dags. 15.2.2016. Skipulagsnefnd samþykkti kynnta tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalsmára 13 og ofangreinda umsögn, og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður vill vekja athygli á að framlögð skipulagstillaga, sem hefur verið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd vegna Dalsmára 13 (Tennishöllin) stenst að mati undirritaðs ekki skipulagslög og er í andstöðu við aðalskipulag Kópavogs (sjá mynd á glæru 5 í fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 18. mars). Ekki er heimilt að byggja mannvirki á svæði sem skilgreint er sem opið svæði og fara með byggingar yfir óskylda landnotkunarflokka, sbr. aðalskipulag Kópavogs, 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kærumál úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2013. Farsælast væri að bjóða Tennisfélaginu og okkur sem höfum gaman af tennis nýja aðstöðu í nýju byggingarhverfi í efri byggðum Kópavogs, þar sem bæði er gott svæði fyrir svona hallir og aukið aðgengi fyrir íbúa í efri hverfum Kópavogs að tennisvöllum.
Sverrir Óskarsson"

Guðmundur Gísli Geirdal tekur undir bókun Sverris Óskarssonar.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Kópavogsdalurinn er hjarta höfuðborgarlandsins alls. Hann er ekki bara okkar, heldur allra íbúa höfuðborgarsvæðsins, landsmanna allra og getur orðið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem heimsækja Ísland. Verðmæti Kópavogsdals felast ekki í því að brjóta land dalsins, hversu mikið eða lítið það er, undir byggð eða mannvirki. Verðmæti dalsins felast í því að halda dalnum grænum og leyfa aðeins starfsemi og aðstöðu sem allur almenningur getur notið.
Ása Richardsdóttir"

Sverrir Óskarsson, Karen Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal tóku undir bókun Ásu Richardsdóttur.

Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Því hefur verið haldið fram að tillaga um stækkun Tennishallarinnar sér ósamrýmanleg aðalskipulagi Kópavogs og þar með gangi ekki upp. Í því sambandi og til rökstuðnings hefur verið bent á úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2013. Ákvörðun um hvort aðalskipulag og deiliskipulag séu í innbyrðis samræmi er matskennd ákvörðun. Engar lagabreytingar hafa orðið á skipulagslögum sem ætti að breyta fyrri framkvæmd. Aðalskipulag felur í sér stefnu og stefnumið fyrir allt sveitarfélagið og þannig hefur það alltaf verið unnið. Eðli aðalskipulags er að vera gróf áætlun en ekki nákvæm útfærsla með tilliti til staðbundinna aðstæðna. Horfa verður til þess að ákvörðun um ógildingu í úrskurði nr. 79/2013 byggir á orðalagi "að öllu framangreindu virtu" sem segir mér að meta þurfi margar forsendur í þeim úrskurði og er því ekki gott að byggja á honum einum og sér til þess að breyta fyrri framkvæmd skipulagsyfirvalda. Við þurfum mun skýrari úrskurð og/eða helst dóma.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir"

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi
"Hvet bæjarstjórn Kópavogs til að leita eftir áliti Skipulagsstofnunar á því hvernig túlka beri landnotkunarflokka.
Sverrir Óskarsson"

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn fimm. Atkvæði með tillögunni greiddu Margrét Friðriksdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Ólafur Þór Gunnarsson. Atkvæði gegn tillögunni greiddu Sverrir Óskarsson, Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Ása Richardsdóttir og Kristín Sævarsdóttir.

1409123 - Kársnesbraut 7 (Ásbraut 1-1a). Kynning á byggingarleyfi.
Frá skipulagsstjóra, dags. 28. júní, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga THG arkitekta dags. 26.11.2015 f.h. lóðarhafa að uppbyggingu við Kársnesbraut 7. Í breytingunni felst að byggja tvö stakstæð íbúðarhús með þremur íbúðum hvort. Bílastæði eru á milli húsanna tveggja og undir syðra húsinu. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna Tillögu C fyrir lóðarhöfum nærliggjandi lóða. Kynningu lauk 18.5.2016. Athugasemdir bárust við tillöguna. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingarnefndar að umsögn við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 24. júní 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og ofangreinda umsögn, og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Frá skipulagsstjóra, dags. 28. júní, lögð fram tillaga Arkstudio/Tendra arkitektar að breyttu deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar. Í tillögunni felst fjölgun íbúða á svæðinu sem nemur 120 íbúum. Byggingarmagn á svæðinu er óbreytt sem og krafa um fjölda bílastæða á íbúð, þ.e. 1,0-1,2 bílastæðum á svæðinu mun því fjölga samsvarandi uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum og skilmálum dags. í júní 2016. Skipulagsnefnd samþykkti að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

1602267 - Þverbrekka 8. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 28. júní, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa tillaga Sveins Ívarssonar arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 10.2.2016 þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði við Þverbrekku 8. Í breytingingunni felst að bætt er við einni hæð ofan á húsið og því breytt í fjölbýli með 12 íbúðum. Í kjallara verða 7 bílastæði og á lóð verða 12 bílastæði eða 1,6 stæði pr. íbúð. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum nærliggjandi lóða. Kynningu lauk 20.4.2016. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Þá lagt fram minnisblað með framkomnum athugasemdum og ábendingum ásamt tillögu að umsögn við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er minnisblaðið dags. 21. júní 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlögð byggingaráform að Þverbrekku 8 ásamt ofangreindu minnisblaði með umsögnum um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.
Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Vek athygli skipulagsnefndar að stækkun Tennishallar var samþykkt í bæjarstjórn þann 28. júní með aðeins 6 atkvæðum. 5 bæjarfulltrúar greiddu atkvæði á móti tillögunni". Margrét Júlía Rafnsdóttir tekur undir bókunina.

11.16041207 - Fagraþing 2. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram að lokinni kynningu tillaga Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar, dags. í janúar 2016, f.h. lóaðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Fagraþings 2. Í breytingunni felst að breyta núverandi húsi á lóðinni úr einbýli í tvíbýli. Ein íbúð verður í hvorum helming hússins með sér inngangi. Bílskýli suðvestan-megin á 1. hæð og verönd norðaustan-megin á 1. hæð verður breytt í bílgeymslur. Svölum suðvestan- og norðaustan-megin á 2. hæð verður lokað og verða hluti af íbúðum. Þremur svölum er bætt við á suðausturhlið hússins, allar 1,6 m á dýpt. Aukning á heildarbyggingarmagni er 190,6 m2 og verður húsið 539,2 m2 eftir breytingu sbr. uppdráttum dags. í jan. 2016. Á fundi skipulagsnefndar 2. maí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 3, 4, 5, 6, 8, 10, 12 og 14. Kynningartíma lauk 11. júlí 2016, athugasemdir og ábendingar bárust frá íbúum Fagraþings 4, 6, 8, 10, 10a, 12 og 14 dagsett 5. júlí 2016, 6. júlí 2016 og 10. júlí 2016.
Lagt fram að nýju ásamt framkomnum athugasemdum og ábendingum. Vísað til skipulags- og byggingardeildar til umsagnar.

12.1607144 - Austurkór 151. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 151 þar sem óskað er eftir að byggja einbýlishús á 1 hæð án kjallara, samanber meðfylgjandi skýringargögn dagsett 6. júlí 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkór 153, 155, 157, 159, 161, 163 og 165.

13.1607142 - Dalaþing 5. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga fyrir hönd lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar númer 5 við Dalaþing, samanber erindi dagsett 13. júlí 2016. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á 2 hæðum verði byggt parhús á tveimur hæðum, byggingarreitur færist til um 2 metra til norðurs, grunnflötur fyrirhugaðs húss minnkar úr 250 m2 í 230 m2. Heildarbyggingarmagn eykst um 60 m2. Uppdrættir í mælikvarða 1:500 og 1:200 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dagsett 14. júlí 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþingi 1, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 9 og Frostaþingi 2, 2a, 4.

14.1607156 - Digranesvegur 34. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Benjamíns Magnússonar arkitekts, dagsett 9. júní 2016, þar sem óskað er eftir að gera íbúð í kjallara hússins númer 34 við Digranesveg. Uppdrættir mælikvarði 1:500 og 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegi 34 og 36.

15.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðrúnar Fjólu Halldórsdóttur, dagsett 5. júlí 2016, þar sem óskað er eftir að breyta hesthúsi á lóðinni í vinnustofu listamanns samkvæmt tillögu Sveins Ívarssonar, arkitekts, dagsett 5. júlí 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfi 17.

16.1607149 - Þinghólsbraut 7. Bílastæði á lóð.

Lagt fram erindi Halldórs Halldórssonar, Þinghólsbraut 7, dagsett 10. júlí 2016 þar sem óskað er eftir að fjölga bílastæðum á lóð.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þingholtsbrautar 5, 6, 8, 9 og 10. Vakin er athygli á því að lóðarhafi/umsækjandi greiðir afleiddan kostnað af framkvæmdum á bæjarlandi, s.s. niðurtekt gangstéttar, færslu ljósastaurs eða annað það sem óhjákvæmilega getur þurft að breyta í kjölfar framkvæmda á einkalóðum. Jafnframt er gerð krafa um að bílastæði á lóð skulu lögð bundnu slitlagi.

17.1607162 - Naustavör 5, 5a, 7, 9, 28-34.

Lögð fram tillaga Archus teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 16. júlí 2016.
að breyttu deiliskipulagi Naustavarar 5, 7, 9 og 28 til 34 en auk þess er stofnuð ný lóð Naustavör 5a undir smáspennistöð.Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt m.s.br. 14. apríl og í september 2015. Í breytingunni felst eftirfarandi:

Naustavör 5.
Byggingarreitur fjölbýlishúss að Naustavör 5 er felldur út. Naustavör 1 og 3 verður eftir breytinguna Naustavör 1, 3 og 5. Í stað fyrirhugaðs fjölbýlishúss er gert ráð fyrir opnu svæði og legu göngu og hjólastígar. Þeim íbúðum sem gert hafði verið ráð fyrir í Naustavör 5 verða komið fyrir í Naustavör 9 og 28 til 34.

Naustavör 5a.
Stofnuð er ný lóð fyrir smáspennistöð austanvert við Naustavör 7. Lóðin verður 4x4 metrar.

Naustavör 7.
Í breytingunni felst að lóð er stækkuð til suðurs um 3 metra.

Naustavör 9.
Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 12 í 18 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 348 m2. Aðkoma að bílakjallara breytist. Bílastæðum fjölgar og verða 34 stæði á lóð þar af 9 í kjallara og 16 fyrir Naustavör 9 á lóðinni.

Naustavör 28 til 34.
Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarkshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 45 stæði á lóð og 43 stæði í kjallara.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagðar tillögur með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.