Skipulagsnefnd

1285. fundur 17. október 2016 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson
  • Jón Finnbogason
  • J. Júlíus Hafstein aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurbjörn T Vilhjálmsson
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Salvör Þórisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1610270 - Grænatunga 3. Viðbygging.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Albínu Thordarson, arkitekts fh. lóðarhafa að 50,4 m2 viðbyggingu auk 26,8 m2 tengibyggingu við Grænutungu 3, samtals 77,2 m2 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 5. október 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Grænutunngu 1, 5, Digranesvegi 40, 42 og 44.

2.1610162 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Norðlingaholt, fjölgun íbúða. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130 dags. í september 2016. Breytingin nær til Norðlingaholts, athafnasvæðis (AT3) sem verður íbúðarbyggð (ÍB47), fjölgun íbúða og skilgreiningar nýs byggingarreits íbúðarhúsnæðis.
Lagt fram.

3.16031031 - Smárinn deiliskipulag, kæra og krafa um stöðvun framkvæmda.

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. október 2016 þar sem tekin var fyrir kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs frá 24. nóvember 2015 um að samþykkja breytt deiliskipulag fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar. Úrskurðarörð eru eftirfarandi: "Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs frá 24. nóvember 2015 um að samþykkja breytt deiliskipulag fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar."
Lagt fram.

4.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram að nýju tillaga Arkstudio/Urban arkitekta/Tendra arkitekta um breytingu á deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Kópavogs. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 28. júní 2016 var samþykkt að kynna breytingu á deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Smárahvammsvegi í vestur, Fífuhvammsvegi í norður, Reykjanesbraut í austur og Hæðasmára í suður. Í breytingunni felst að íbúðum á svæðinu er fjölgað úr 500 í 620 íbúðir. Nýtingarhlutfall helst óbreytt sem og krafa um fjölda bílastæða á íbúð, þ.e. 1,0-1,2. Bílastæðum mun því fjölga samsvarandi fjölgun íbúða. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsmálum og skýringarmyndum dags. 23. júní 2016. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi bæjarins frá 28. júlí 2016 með athugasemdafrest til 15. september 2016. Jafnframt var boðað til kynningarfundar um tillöguna 1. september 2016. Athugasemdir bárust frá Hjörleifi B. Kvaran, hrl. fh. Nýs Norðurturns sbr. erindi dags. 13. september 2016.

Þá lagt fram minnisblað bæjarlögmanns dags. 14. október 2016 vegna athugasemda Nýja norðurturnsins; greinargerð Helga Jóhannessonar, hrl. dags. 29. september 2016 "Sjónarmið Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. vegna athugasemda Nýs Norðurturns ehf. við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kópavogsbæjar og deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar dags. 13. september sl."
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar deiliskipulagsuppdrátt í mkv. 1:1200 ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 23. júní 2016 ásamt minnisblaði bæjarlögmanns dags. 14. október 2016 um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 7. júní 2016 var samþykkt að kynna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 10. maí 2016 þar sem m.a. kemur fram að á svæðinu sunnan Smáralindar, á svæðum M-3 og M4 (ÞR-5) verði 620 íbúðir í stað 500 íbúða. Þrátt fyrir fjölgun íbúða er ekki gert ráð fyrir að breyting verði á fjölda byggðra fermetra íbúðarhúsnæðis á svæðinu. Tillögunni fylgir jafnframt minnisblað VSÓ dags. 24. júní 2016 þar sem m.a. kemur fram að umrædd fjölgun íbúða á svæðinu muni hafa óveruleg áhrif á umferð í kringum skipulagssvæðið. Í erindi Skipulagsstofnunar dags. 14. júlí 2016 kemur m.a. fram að stofnunin hafi farið yfir framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 28. júlí 2016 með athugasemdafrest til 15. september 2016. Jafnframt var boðað til kynningarfundar um tillöguna 1. september 2016. Tillagan var send bréflega lögboðunum umsagnaraðilum. Athugasemdir bárust frá Hjörleifi B. Kvaran, hrl. fh. Nýs Norðurturns sbr. erindi dags. 13. september 2016. Ennfremur báust erindi frá Mosfellsbæ sbr. erindi dags. 16. ágúst 2016 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna og frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 2. september 2016 þar sem fram kemur að heilbrigðisnefnd geri ekki athugasemd við tillöguna; frá Vegagerðinni sbr. erindi dags. 22. september 2016 þar sem m.a. kemur fram að ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagsbraytinguna. Ennfremur er lögð fram fundargerð Svæðisskipulagsnefndar SSH. frá 19. ágúst 2016 þar sem m.a. kemur fram að nefndin geri ekki athugasemd við tillöguna og hún feli ekki í sér ósamræmi við stefnu svæðisskipulagsins.

Þá lagt fram minnisblað bæjarlögmanns dags. 14. október 2016 vegna athugasemda Nýja norðurturnsins; greinargerð Helga Jóhannessonar, hrl. dags. 29. september 2016 "Sjónarmið Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. vegna athugasemda Nýs Norðurturns ehf. við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kópavogsbæjar og deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar dags. 13. september sl."
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt ofangreindu minnisblaði bæjarlögmanns og vísar tillögunni í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Vesturvör 38-50. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Vesturvarar 38-50. Í tillögunni er gert ráð fyrir að:

a) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 38a og stækka lóðina úr 5.000 m2 í 8.900 m2 og auka núverandi byggingarmagn úr 3.000 m2 í 12.000 m2 og færa hann til norðurs. Auk þess er nú gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu 6.800 m2 að stærð. Byggingarreitir og hámarks nýtingarhlutfall breytist. Hámarks mænishæð verður 15 metar.

b) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 38b og stækka lóðina úr 5.000 m2 í 11.300 m2 og auka núverandi byggingarmagn úr 3.000 m2 í 12.000 m2 og færa hann til norðurs. Auk þess er nú gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu 6.800 m2 að stærð. Byggingarreitir og hámarks nýtingarhlutfall breytist. Hámarks mænishæð verður 27 metar.

c) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 40, breyta heiti hennar í Vesturvör 40-42 og minnka hana úr 11.700 m2 í 8.400 m2 með því að færa norðurlóðarmörk til suðurs um 50 metra og breyta heiti lóðar í Vesturvör 40 til 42. Dregið er úr byggingarmagni sem var 6.000 m2 í 5.000 m2 og byggingarreitur færður til suðurs.
Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0.6. Ekki er gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 húsnæðis eða um 50 stæði.

d) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 42-48, breyta heiti hennar í Vesturvör 44 -48 og minnka hana úr 11.700 m2 í 9.000 m2 með því að færa norðurlóðarmörk til suðurs um 50 metra. Dregið er úr byggingarmagni sem var 6.000 m2 í 4.500 m2 og byggingarreitur færður til suðurs og rúmar byggingarreitur 3 innri byggingarreiti með nænisstefnur í austur ? vestur. Eftir breytinguna verður byggingarreiturinn um 32 x 124 metrar. Mænishæð og hámarks vegghæð er óbreytt þ.e.a.s hámarks vegghæð er 10 metrar og hámarks mænishæð er 12 metrar. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0.5. Ekki er gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 90 stæði.

Í tillögunni er lóðin að Vesturvör 50 óbreytt og er áætluð um 2900 m2 að flatarmáli og byggingareitur hennar rúmar hús sem er með hámarks mænishæð 9 metar. Fjöldi hæða er 1-2. Vegghæð er óbundin og ekki er gerð krafa um mænisstefnu en mælst er til þess að þak sé flatt. Hámarks flatarmál fyrirhugaðs húss er áætlað um 1500 m2 og grunnflötur 1000 m2. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er um 0.6 og miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða 30 stæði.
Að öðru leiti er vísað í gildandi skipulagsuppdrátt dags. 27. nóvember 2012
Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sigurbjörn Vilhjálmsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Undirrituð leggst gegn því að deiliskipuleggja norðvesturtá Kársnes, einvörðungu sem atvinnusvæði. Þar ætti að rísa blönduð byggð í anda Spot on, vinningstillögu Nordic Built samkeppninnar."

Bókun frá Ármanni Ólafssyni, Theódóru Þorsteinsdóttur, Andrési Péturssyni, Jóni Finnbogasyni og Júlíusi Hafstein:
"Hér er verið að vinna samkvæmt gildandi aðalskipulagi sem nýlega hefur tekið gildi og í samráði við höfunda verðlaunatillögunnar Spot On Kársnes."

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Breyttir tímar og ný sýn kalla á breytingu á aðalskipulagi."

7.16091001 - Brú yfir Fossvog,fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Aðal- og deiliskipulagslýsing.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur að aðal- og deiliskipulagslýsingu fyrir brú yfir Fossvog sem ætluð verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Lýsingin er dags. í september 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Ég legg til að þessu verði frestað."

8.1609380 - Kársnes þróunarsvæði. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Deiliskipulagslýsingin er dags. í október 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1610247 - Dalaþing 26. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Dalaþings 26 dags. 12. október 2016 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á 2 hæðum verði byggt parhús á tveimur hæðum, byggingarreitur færist ekki til, grunnflötur fyrirhugaðs húss er leyfilegur 260 m2 að grunnfleti með heildarbyggingarmagn að 400 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 13, 15, 17, 19, 20, 21, 23, 24, 25, 27, 28, 30, 32, 34, 36.

10.1610283 - Kópavogstún. Nýbygging. Deiliskipulag.

Lögð fram drög skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Kópavogstúns. Í breytingunni felst að íbúðarhúsin að Kópavogsbraut 9-11 eru rifin og fjölbýlishús byggt í þeirra stað. Hæð hússins er fyrirhugað 4 hæðir með inndreginni fimmtu hæð og 28 íbúðum. Hluti bílastæða í bílgeymslu neðanjarðar. Aðkoma frá Kópavogsbraut. Uppdráttur í mælikvarða 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð dags. í október 2016.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

11.1610194 - Auðbrekka 2. Breytt aðkoma að bílastæðum.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Helga M. Hermannssonar f.h. lóðarhafa Auðbrekku 2 dags. 26.9.2016 þar sem óskað er eftir að innkeyrslu verði breytt að þeim hluta Auðbrekku 2 sem kallað er bakhús, sbr. meðfylgjandi afstöðumynd sem sýnir æskilega staðsetningu innkeyrslu.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1610185 - Auðbrekka 16. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Jóns Davíðs Ásgeirssonar, arkitekts, dags. 2.9.2016, f.h. lóðarhafa vegna breytingu á Auðbrekku 16. Í breytingunni felst að annari hæð hússins verði breytt í tvær íbúðir og settar verði svalir á norðurhlið hússins og pallur með skjólveggi á suðurhlið sbr. uppdrætti dags. 2.9.2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32; Löngubrekku 45 og 47

13.1609021 - Bæjarráð - 2838

1605119 - Austurkór 179. Einbýlishús í parhús. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja parhús í stað einbýlishúss á lóðinni nr. 179 við Austurkór. Byggingarreitur fyrirhugaðs húss stækkar á allar hliðar um 1 m og grunnflötur hússins verður 269 m2 í stað 250 m2. Ennfremur lögð fram yfirlýsing lóðarhafa Austurkórs 181 dags. 2. maí 2016 þar sem fram kemur að lóðarhafi gerir ekki athugasemdir við ofangreind byggingaráform á lóðinni nr. 179 við Austurkór. Á fundi skipulagsnefndar 27. júní 2016 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 167, 169, 171, 173, 175, 177, 181, 183 og 185. Kynningartíma lauk 5. september 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16051122 - Álftröð 1. Stækkun Bílskúrs.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 20. maí 2016 þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúrum við Álftröð 1. Í breytingunni felst að stækka núverandi bílskúra um 39,5 m2. Eftir breytingu verður bílskúrinn 107,8 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,29 í 0,33 sbr. uppdráttum dags. 23.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álftraðar 3, 5 og 7; Skólatraðar 2, 4, 6 og 8. Kynningu lauk 25. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Guðrúnu Elvu Hjörleifsdóttur, Áfltröð 3 sbr. erindi dags. 24. og 25. júlí 2016 og Þórhöllu Kristjánsdóttur, Skólatröð 2 sbr. erindi dags. 20. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 15. ágúst 2016 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að umsögn. Er umsögnin dags. 19. september 2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1607207 - Brekkuhvarf 17. Breytt deiliskipulag.
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa í Brekkuhvarfi 17 dagsett í júlí 2016 þar sem óskað er eftir að vesturmörk lóðarinnar breytist þannig að lóðin stækki úr 1108 m2 samanber útgefið mæliblað frá 1. mars 1995 í 1427 m2. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir bílgeymslu í suðvestur hluta lóðarinnar. Uppdráttur í mælikvarða 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 15, 24 og Ennishvarfs 6, 8, 10 og 12. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1607142 - Dalaþing 5. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga fyrir hönd lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar númer 5 við Dalaþing, samanber erindi dagsett 13. júlí 2016. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á 2 hæðum verði byggt parhús á tveimur hæðum, byggingarreitur færist til um 2 metra til norðurs, grunnflötur fyrirhugaðs húss minnkar úr 250 m2 í 230 m2. Heildarbyggingarmagn eykst um 60 m2. Uppdrættir í mælikvarða 1:500 og 1:200 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dagsett 14. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþingi 1, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 9 og Frostaþingi 2, 2a, 4. Kynningartíma lauk 24. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1607156 - Digranesvegur 34. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa tillaga Benjamíns Magnússonar arkitekts, dagsett 9. júní 2016, þar sem óskað er eftir að gera íbúð í kjallara hússins númer 34 við Digranesveg. Uppdrættir mælikvarði 1:500 og 1:100. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegi 34 og 36. Kynningartíma lauk 2. september 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1605983 - Furugrund 3. Kynning á byggingarleyfi.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa tillaga Gríma arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á húsnæði Furugrundar 3. Í breytingunni felst að vegghæð hækkar um 2,5 m. en mænishæð er óbreytt. Í húsinu verða samtals 32 hótelíbúðir 30-45 m2 að flatarmáli ásamt móttöku, starfsmannaaðstöðu, línherbergi, þvottaaðstöðu og geymslum. Með tilkomu millilofts og stækkun útbyggingar á jarðhæð, eykst samanlagt gólfflatarmál á lóð um 520 m2 og verður því eftir breytingu alls 1540 m2. Gert er ráð fyrir útitröppum við báða gafla hússins auk lyftu við austurgaflinn. Fyrikomulag bílastæða á lóð breytist. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt grreinargerð dags. 13. júní 2016. Á fundi skipulagsnefndar 27. júní 2016 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrund 1, 56, 58, 60, 62, 64, 66, 71, 72, 73, 75, 76, 77, 79, 81 og Víðigrund 2. Kynningartíma lauk 1. september 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust. Ljóst sé af þeim fjölda athugasemda og ábendinga sem fram komu við kynnt byggingarleyfi fyrir Furugrund 3 að mikil andstaða er meðal hagsmunaaðila um téða breytingu húsnæðisnæðisins. Skipulagsnefnd hafnaði því erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15062191 - Sunnubraut 21-45 (oddatölur). Lóðaleigusamningar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, lögð fram að nýju tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs að breyttum lóðarmörkum Sunnubrautar 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43 og 45 vegna endurnýjunar á lóðaleigusamningum. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var málinu frestað og vísað til umsagnar bæjarlögmanns. Lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 20. júlí 2015; erindi Óskars Sigurðssonar hrl. fh. lóðarhafa Sunnubrautar 31, 35, 39, 43 og 45 dags. 21. desember 2015; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til Óskars Sigurðssonar hrl. dags. 5. janúar 2016; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til skipulagsnefndar dags. 7. janúar og 13. janúar 2016 og tölvupóstsamskipti Óskars Sigurðssonar hrl og sviðsstjóra umhverfissvið 8. og 9. febrúar 2016. Til umfjöllunar hefur verið í skipulagsnefnd tillaga að stækkun lóðanna Sunnubraut 21 til 45 (oddatölur), sbr. fundi skipulagsnefndar 18/1, 15/2, 11/4 og 27/6 2016. Fyrir liggur að endurnýja þarf lóðarleigusamninga fyrir umræddar lóðir. Núverandi afmörkun lóðanna er umfram upphaflega ætluð lóðarmörk og sýnd eru á þinglýstum lóðarleigusamningum og er ekki í samræmi við úthlutun lóðanna á sínum tíma. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að lóðamörkum ofangreindra lóða verði ekki breytt sbr. þinglýsta samninga en að viðkomandi lóðarhafa verði heimiluð, á hans ábyrgð, afnot þess lands sem hann hefur afmarkað sér, á meðan Kópavogsbær þarf ekki á því landi að halda (sem er umfram þinglýsta samninga) svo sem vegna framkvæmda við veitumannvirki og stígagerð. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1608101 - Þverbrekka 6. Breytt afmörkun lóðar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttum lóðamörkum Þverbrekku 6. Austurmörk lóðarinnar breytist og mun hún stækka úr 1.484,4 m2 skv. Fasteignaskrá í um 1.700 m2. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. í júlí 2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

14.1610231 - Jórsalir 2. Viðbygging. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að 25.5 m2 viðbyggingu til suðurs við Jórsali 2. Viðbyggingin er að stærstum hluta inna byggingarreits sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. í september 2016. Ennfremur lagt fram samþykki lóðarhafa Jórsala 1 og 4 dags. 11. 10. 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1610153 - Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Birgis Jóhannssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Álfhólsvegar 23 dags. 26. september 2016 þar sem óskað er eftir um að reisa fjölbýlishús á þremur hæðum með 6 íbúðum og 6 bílastæðum á lóð í stað einbýlishúss byggt 1957, samtals 160,0 m2. Stærð lóðar er 1.050 m2 að flatarmáli og núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er því 0,15. Áætlað byggingarmagn fyrirhugaðs húss er 771 m2 og nýtingarhlutfall því áætlað 0,7. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 10. 09. 2016.
Frestað.

16.1610189 - Langabrekka 5. Viðbygging, áföst bílgeymsla.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27.9.2016 þar sem óskað er eftir að byggja bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, 7, Álfhólsvegi 59 og 61.

17.1610149 - Fífuhvammur 11. Fyrirspurn.

Lagt fram erindi Sindra Freys Ólafssonar, lóðarhafa Fífuhvammi 11 dags. í september 2016 þar sem óskað er eftir leiðréttingu á skráningu fasteignar á þann veg að ósamþykkt íbúð verði skráð samþykkt og fái fastanúmer. Fífuhvammur 11 er fjölbýlishús með þremur samþykktum íbúðum, einni ósamþykktri og tveimur bílskúrum.
Frestað. Óskað eftir umsögn byggingarfulltrúa.

18.1607181 - Huldubraut 7. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar ehf. fyrir hönd lóðarhafa um að reisa fjórbýlishús á þremur hæðum með 6 bílastæðum á lóð í stað einbýlishúss byggt 1969, samtals 142,2 m2. Núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,12 miðað við lóðarstærð 1208,0 m2. Áætlað byggingarmagn fyrirhugaðs húss er 495 m2 og nýtingarhlutfall því áætlað 0,41. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Huldubrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 19. september 2016. Athugasemdir bárust frá Ásgeiri Konráðssyni, Huldubraut 16, dags. 12.9.2016; Einari Kjartanssyni og Þórhildi Gísladóttur, Huldubraut 10, dags. 13.9.2016; Vermundi Þórðarsyni og Mörtu Hilmarsdóttur, Huldubraut 12, dags. 14.9.2016; Brandi Guðmundssyni og Eddu Ríkharðsdóttur, Huldubraut 14, dags. 15.9.2016; Jóhanni Rafnssyni, Huldubraut 5, dags. 15.9.2016.
Á fundi skipulagsnefndar 19. september 2016 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Tillagan lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 17. október 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í niðurstöðu ofangreindrar umsagnar skipulags- og byggingardeildar dags. 17. okt. 2016. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Fjólu Halldórsdóttur, dagsett 5. júlí 2016, þar sem óskað er eftir að breyta hesthúsi á lóðinni í vinnustofu listamanns samkvæmt tillögu Sveins Ívarssonar, arkitekts, dagsett 5. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfi 17. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2016. Athugasemdir bárust frá Bjarna Þór Bjarnasyni LL.M., hdl. fyrir hönd lóðarhafa Breiðahvarfi 17.
Á fundi skipulagsnefndar 19. september 2016 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Tillagan lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar. Er umsögnin dags. 14. október 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.16041193 - Dalaþing 3. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarahafa. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri staðsetningu bílskúrs og hestagerðis á lóðinni. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 21. júní 2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Frostaþings 2, 2a, 4; Dalaþings 1, 2, 4 og 5. Kynningu lauk 29. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Valbirni Höskuldssyni og Krístínu Ýr Hrafnkelsdóttur, Frostaþingi 2 sbr. erindi dags. 6. júlí 2016.
Á fundi skipulagsnefndar 15. ágúst 2016 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Kynnt tillaga lögð fram að nýju með þeirri breytingu að fyrirhugað gerði við hesthús á lóðinni hefur verið fært austurfyrir fyrirhugað hesthús á lóðinni. Er breytingartillagan dags. 17. október 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 3 dags. 17. október 2016. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

21.1610003 - Bæjarstjórn - 1143

1605924 - Kársnesbraut 123. Viðbygging. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 4. október, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi VSB verkfræðistofu, dags. 28.4.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild fyrir breytingum á Kársnesbraut 123. Í breytingunni felst að byggt verði við húsið á norðvestur horni þess, tæpa 36 m2 viðbyggingu. Nýtt mænisþak verður sett ofan á núverandi þakflöt. Hæsti punktur nýs mænisþak verður 1,6 metrum hærri en núverandi þak sbr. uppdráttum dags. 28.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 30. maí 2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 121 og 125; Holtagerðis 66, 68 og 70. Kynningartíma lauk 5. september 2016. Athugasemdir bárust frá Holtagerði 70, dags. 5.9.2016. Með bréfi dags. 26.9.2016 var framangreind athugasemd dregin til baka. Lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

22.1609022 - Bæjarstjórn - 1142

1605119 - Austurkór 179. Einbýlishús í parhús. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja parhús í stað einbýlishúss á lóðinni nr. 179 við Austurkór. Byggingarreitur fyrirhugaðs húss stækkar á allar hliðar um 1 m og grunnflötur hússins verður 269 m2 í stað 250 m2. Ennfremur lögð fram yfirlýsing lóðarhafa Austurkórs 181 dags. 2. maí 2016 þar sem fram kemur að lóðarhafi gerir ekki athugasemdir við ofangreind byggingaráform á lóðinni nr. 179 við Austurkór. Á fundi skipulagsnefndar 27. júní 2016 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 167, 169, 171, 173, 175, 177, 181, 183 og 185. Kynningartíma lauk 5. september 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

16051122 - Álftröð 1. Stækkun Bílskúrs.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 20. maí 2016 þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúrum við Álftröð 1. Í breytingunni felst að stækka núverandi bílskúra um 39,5 m2. Eftir breytingu verður bílskúrinn 107,8 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,29 í 0,33 sbr. uppdráttum dags. 23.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álftraðar 3, 5 og 7; Skólatraðar 2, 4, 6 og 8. Kynningu lauk 25. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Guðrúnu Elvu Hjörleifsdóttur, Áfltröð 3 sbr. erindi dags. 24. og 25. júlí 2016 og Þórhöllu Kristjánsdóttur, Skólatröð 2 sbr. erindi dags. 20. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 15. ágúst 2016 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að umsögn. Er umsögnin dags. 19. september 2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 7 atkvæðum Jóns Finnbogasonar, Margrétar Friðriksdóttur, Karenar E. Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar G. Geirdal, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kristínar Sævarsdóttur og hjásetu fjögurra, Sverris Óskarssonar, Ásu Richardsdóttur, Birkis J. Jónssonar og Margrétar J. Rafnsdóttur.

1607207 - Brekkuhvarf 17. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa í Brekkuhvarfi 17 dagsett í júlí 2016 þar sem óskað er eftir að vesturmörk lóðarinnar breytist þannig að lóðin stækki úr 1108 m2 samanber útgefið mæliblað frá 1. mars 1995 í 1427 m2. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir bílgeymslu í suðvestur hluta lóðarinnar. Uppdráttur í mælikvarða 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 15, 24 og Ennishvarfs 6, 8, 10 og 12. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1607142 - Dalaþing 5. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga fyrir hönd lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar númer 5 við Dalaþing, samanber erindi dagsett 13. júlí 2016. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á 2 hæðum verði byggt parhús á tveimur hæðum, byggingarreitur færist til um 2 metra til norðurs, grunnflötur fyrirhugaðs húss minnkar úr 250 m2 í 230 m2. Heildarbyggingarmagn eykst um 60 m2. Uppdrættir í mælikvarða 1:500 og 1:200 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dagsett 14. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþingi 1, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 9 og Frostaþingi 2, 2a, 4. Kynningartíma lauk 24. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1605983 - Furugrund 3. Kynning á byggingarleyfi.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa tillaga Gríma arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á húsnæði Furugrundar 3. Í breytingunni felst að vegghæð hækkar um 2,5 m. en mænishæð er óbreytt. Í húsinu verða samtals 32 hótelíbúðir 30-45 m2 að flatarmáli ásamt móttöku, starfsmannaaðstöðu, línherbergi, þvottaaðstöðu og geymslum. Með tilkomu millilofts og stækkun útbyggingar á jarðhæð, eykst samanlagt gólfflatarmál á lóð um 520 m2 og verður því eftir breytingu alls 1540 m2. Gert er ráð fyrir útitröppum við báða gafla hússins auk lyftu við austurgaflinn. Fyrikomulag bílastæða á lóð breytist. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt grreinargerð dags. 13. júní 2016. Á fundi skipulagsnefndar 27. júní 2016 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrund 1, 56, 58, 60, 62, 64, 66, 71, 72, 73, 75, 76, 77, 79, 81 og Víðigrund 2. Kynningartíma lauk 1. september 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust. Ljóst sé af þeim fjölda athugasemda og ábendinga sem fram komu við kynnt byggingarleyfi fyrir Furugrund 3 að mikil andstaða er meðal hagsmunaaðila um téða breytingu húsnæðisnæðisins. Skipulagsnefnd hafnaði því erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

15062191 - Sunnubraut 21-45 (oddatölur). Lóðaleigusamningar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, lögð fram að nýju tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs að breyttum lóðarmörkum Sunnubrautar 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43 og 45 vegna endurnýjunar á lóðaleigusamningum. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var málinu frestað og vísað til umsagnar bæjarlögmanns. Lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 20. júlí 2015; erindi Óskars Sigurðssonar hrl. fh. lóðarhafa Sunnubrautar 31, 35, 39, 43 og 45 dags. 21. desember 2015; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til Óskars Sigurðssonar hrl. dags. 5. janúar 2016; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til skipulagsnefndar dags. 7. janúar og 13. janúar 2016 og tölvupóstsamskipti Óskars Sigurðssonar hrl og sviðsstjóra umhverfissvið 8. og 9. febrúar 2016. Til umfjöllunar hefur verið í skipulagsnefnd tillaga að stækkun lóðanna Sunnubraut 21 til 45 (oddatölur), sbr. fundi skipulagsnefndar 18/1, 15/2, 11/4 og 27/6 2016. Fyrir liggur að endurnýja þarf lóðarleigusamninga fyrir umræddar lóðir. Núverandi afmörkun lóðanna er umfram upphaflega ætluð lóðarmörk og sýnd eru á þinglýstum lóðarleigusamningum og er ekki í samræmi við úthlutun lóðanna á sínum tíma. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að lóðamörkum ofangreindra lóða verði ekki breytt sbr. þinglýsta samninga en að viðkomandi lóðarhafa verði heimiluð, á hans ábyrgð, afnot þess lands sem hann hefur afmarkað sér, á meðan Kópavogsbær þarf ekki á því landi að halda (sem er umfram þinglýsta samninga) svo sem vegna framkvæmda við veitumannvirki og stígagerð. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1608101 - Þverbrekka 6. Breytt afmörkun lóðar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttum lóðamörkum Þverbrekku 6. Austurmörk lóðarinnar breytist og mun hún stækka úr 1.484,4 m2 skv. Fasteignaskrá í um 1.700 m2. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. í júlí 2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

23.1610002 - Bæjarráð - 2840

1605924 - Kársnesbraut 123. Viðbygging. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 4. október, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi VSB verkfræðistofu, dags. 28.4.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild fyrir breytingum á Kársnesbraut 123. Í breytingunni felst að byggt verði við húsið á norðvestur horni þess, tæpa 36 m2 viðbyggingu. Nýtt mænisþak verður sett ofan á núverandi þakflöt. Hæsti punktur nýs mænisþak verður 1,6 metrum hærri en núverandi þak sbr. uppdráttum dags. 28.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 30. maí 2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 121 og 125; Holtagerðis 66, 68 og 70. Kynningartíma lauk 5. september 2016. Athugasemdir bárust frá Holtagerði 70, dags. 5.9.2016. Með bréfi dags. 26.9.2016 var framangreind athugasemd dregin til baka. Lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.