Skipulagsnefnd

1218. fundur 20. nóvember 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason embættismaður
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Hreggviður Norðdahl varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Þóra Hrönn Ólafsdóttir varafulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson
  • Þuríður Björk Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1210563 - Lundur 17-23. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að fá að fjölga íbúðum á 1. hæð á vesturgafli húss nr. 19 og hins vegar á suð-austurgafli húss nr. 21. Að auki er inndregnum þakhæðum í númer 19 og 21 breytt líkt og í áður samþykktu húsi nr. 88-90 og útskotum bætt við efri hæðir húsa nr. 17, 19, 21 og 23 sbr. uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 21.10.2012.

Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lögð fram að nýju drög að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

A.
Greint frá borgarafundi sem haldinn var 1. nóvember 2012 í Hörðuvallaskóla þar sem ofangreind drög voru kynnt. Á fundinn mættu um 60 manns.

B.
Lögð fram niðurstaða úr viðhorfskönnun sem lögð var fyrir fundarmenn í lok fundar.

C.
Á kynningarfundinum í Hörðuvallaskóla var jafnframt óskað eftir því að bæjaryfirvöldum bærust athugasemdir og ábendingar við kynnt drög að aðalskipulagi bæjarins fyrir 15. nóvember 2012.

Eftirfarandi athugasemdir og ábendingar bárust:

1)
Vegna hugmynda um breytta landnotkun í Nónhæð: frá Sigurrósu Jónu Oddsdóttir, sbr. tölvupósti dags. 14.11.2012; frá Guðrúnu Benediktsdóttir f.h. íbúasamtakanna Betri Nónhæð, sbr. tölvupósti dags. 14.11.2012; frá Jóhannesi Birgi Jenssyni, sbr. tölvupósti dags. 14.11.2012; frá Ragnhildi Guðnýju Hermansdóttir, sbr. tölvupósti dags. 15. nóvember 2012; frá Hirti Pálssyni, sbr. tölvupósti dags. 14.11.2012; frá Sigurlínu Hauksdóttir, sbr. tölvupósti dags. 13.11.2012; frá Helga M. Baldvinssyni, sbr. tölvupósti dags. 14.11.2012; frá Aðalsteini Snorrasyni, sbr. bréfi dagsett 12.11.2012; frá Friðjóni Guðjohnsen, sbr. tölvupósti dags. 12. nóvember 2012; frá Valdimari F. Valdimarssyni, sbr. tölvupósti dags. 12. nóvember 2012.

2)
Vegna hugmynda að breyttu skipulagi á Kársnesi frá Örnu Harðardóttur, f.h. betri byggðar á Kársnesi (BBK), sbr. tölvupóst dags. 12.11.2012.

3)
Vegna Waldorfskólanna í Lækjarbotnum frá Guðjóni T. Árnasyni f.h. Ásmegin, sbr. tölvupóst dags. 15. nóvember 2012.

4)
Íbúðarbyggð við Dalveg og Sorpa frá Magnúsi Ingjaldsyni dags. 19. nóvember 2012.

D.
Greint frá samráðfundi Skipulagsstofnunar og starfsmanna skipulags- og byggingardeildar 15. nóvember 2012 um efni og framsetningu fyrirliggjandi draga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

E.
Lagðar fram tillögur a og b að umbroti og mögulegu útliti greinargerðar aðalskipulagsins.

F. Lögð fram drög að verkáætlun um næstu skref.

G. Skipulagsstjóri óskar heimildar til að efna til kynningar með lögboðnum umsagnaraðilum.

Skipulagsnefnd samþykkir ósk skipulagsstjóra um heimild til að boða til kynningar með lögboðnum umsagnaraðilum.

Skipulagsnefnd óskar eftir því við bæjarráð og bæjarstjórn að fundum nefndarinnar verði fjölgað úr 17 í 20 á árinu 2012. Fjölgun funda umfram áætlun má rekja til vinnu vegna aðalskipulags sem og fjölgunar mála.

3.1209450 - Landskipulagsstefna 2013-2024. Tillaga

Lagt fram erindi Einars Jónssonar f.h. Skipulagsstofnunar varðandi landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Óskað er eftir umsögn um skýrsluna og tillöguna.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu.

4.1207167 - Holtsgöng, breyting á svæðisskipulagi

Á fundi skipulagsnefndar 17. júlí 2012 var lagt fram erindi samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dags. maí 2012, br. 4. júlí 2012 um breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Einnig var lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla dags. 1. apríl 2012.
Í tillögunni er lagt til að fella út stofnbraut (Holtsgögn) innan Reykjavíkur og hinsvegar að breyta byggingarmagni á byggðarsvæði nr. 5. (Landsspítalalóð) sbr. töflu 3.2 í greinargerð svæðisskipulagsins.

Skipulagsnefnd vísaði til afgreiðslu nefndarinnar frá 16. maí 2012 og bæjarstjórnar Kópavogs frá 22. maí 2012. Skipulagsnefnd Kópavogs setti jafnframt fram fyrirvara við það verklag sem haft hefur verið við málsmeðferð varðandi Holtsgöng og aukið byggingamagn á byggingasvæði nr. 5 (Landsspítalalóð) þar sem lítil umræða hefur farið fram á svæðisvísu um staðsetningu Landsspítalans og stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins hvað varðar Holtsgöng. Skipulagsnefnd beindi því til samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins að sú umræða fari fram áður en gengið verður endanlega frá umræddum breytingum á svæðisskipulaginu.

Á fundi bæjarráðs 1. nóvember 2012 var lagt fram erindi SSH dags. 27. október 2012: Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Holtsgöng, breyting á gatnakerfi og breyting á byggingarmagni á byggingarreit 5. Bæjarráð vísaði erindinu til úrvinnslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að umrædd tillaga að breyttu Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsganga og byggingarmagns á byggingarreit 5 verði vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Skipulagsnefnd Kópavogs telur að bókun nefndarinnar frá 17. júlí 2012 hafi um margt skerpt umræður í svæðisskipulagsnefndinni og undirstrikað hve brýnt það er að ígrunda vel þær ákvarðanir sem þar eru teknar. Á þetta sérstaklega við í þeim málum sem varðar heildarhagsmuni íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsins alls.

5.1210236 - Stofnun þjóðlendu í lögsögu Kópavogs

Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu dags. 5. október 2012 varðandi umsókn um stofnun þjóðlendu á afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna, nú Kópavogsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarneskaupstaðar. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði eftir umsögn bæjarlögmanns.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarlögmanns dags. 19. nóvember 2012.

Frestað.

6.1211218 - Skipulagsstofnun. Tilkynning varðandi gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum 2

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2012 þar sem frem kemur tilkynning varðandi gildi deiliskipulags sem birt var í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012.

Lagt fram og kynnt.

7.1110186 - Deiliskipulag Arnarness

Lagt fram bréf frá skipulagsstjóra Garðabæjar ásamt greinargerð um innkomnar athugasemdir varðandi deiliskipulag Arnarness. Skipulagsnefnd Kópavogs gerði ekki athugasemdir við auglýst deiliskipulag eins og fram kemur í bréfi dags. 20.10.2011 og vísað er til í greinargerð.

Lagt fram og kynnt.

8.1203180 - Furugrund 44, tillaga að nýbyggingu.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að byggingu fjölbýlishús með sjö íbúðum á þremur hæðum. Tillagan gerir ráð fyrir fjórum íbúðum yfir 80 m2 og þremur undir 80 m2. Bílastæði á lóð verða 12 og nýtingarhlutfall er áætlað 1,15 sbr. uppdráttum dags. 11. júlí 2012 í mkv. 1:1000 og 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrundar 36, 38, 40, 42, 46, 48, 50, 52, 54 og 56. Kynningu lauk 14. ágúst 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Hildi Rafnsdóttur, Furugrund 42 dags. 3.ágúst 2012, mótt. 7. ágúst 2012; frá Stefáni Rafni Elínbergssyni, Guðmundi Ævari Guðmundssyni og Aðalheiði Jóhannsdóttur, íbúum á Furugrund 42 dags. og mótt. 9.ágúst 2012; frá Ara V. Axelssyni, eiganda íbúðar í Furugrund 40 dags. og mótt. 13. ágúst 2012; frá Húsfélagi Furugrundar 36-38 dags. og mótt. 14. ágúst 2012; Frá Sigríði Óladóttur, Furugrund 56 dags. og mótt. 14. ágúst 2012.

Lagt fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum og ábendingu. Enn fremur gerð grein fyrir samráðsfundum sem haldnir voru 15. nóvember og 19. nóvember 2012 með þeim íbúum sem sendu inn athugasemdir og ábendingar er tillagan var auglýst.

Lögð fram tillaga að breytingu á kynntri tillögu að nýbyggingu á lóðinni Furugrund 44. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 20. nóvember 2012. Miðað við kynnta tillögu eru eftirfarandi breytingar lagðar til í samræmi við niðurstöðu ofangreindra samráðsfunda:

- Íbúðum er fækkað um eina og verða því 6 í stað 7.
- Byggingarreit fyrirhugaðs húss er snúið um 90° og hann minnkaður.
- Byggingarmagn minnkar um tæplega 100 m2.
- Jarðhæð fyrirhugaðs húss er 1,3 m undir hæð Furugrundar.
- Gert er ráð fyrir 5 bílastæðum í bílskýli á jarðhæð undir fyrirhugðu húsi.
- Fimm bílastæði á lóð norðan við fyrirhugað hús verða auðkennd sem almenn stæði.
- Yfirbragð fyrirhugaðs húss skal taka mið af fjölbýlishúsunum við Furugrund 46-50.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 20. nóvember 2012 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1205205 - Heimalind 24 - Viðbygging

Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts dags. 10. maí 2012 f.h. lóðarhafa að viðbyggingu við Heimalind 24. Á fundi skipulagsnefndar 16.5.2012 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Heimalindar 7, 9, 11, 18, 20, 22, 26 og 28. Kynningu lauk 24. júlí 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Helga G. Jónssyni og Elvi Baldursdóttur, lóðarhöfum Heimalindar 26, dags. 16. júlí 2012. Frá Þórhalli Matthíassyni, Heimalind 11, dags. 23. júlí 2012, síðar dregin til baka sbr. tölvupósti dags. 7. ágúst 2012. Á fundi skipulagsnefndar 21.8.2012 var tillagan lögð fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum og ábendingu. Skipulagsnefnd frestaði málinu og fól skipulags- og byggingadeild að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir og ábendingar.

Lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingadeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dagsett 20. nóvember 2012.

Kynnt og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Skipulagsnefnd óskar eftir því að tillaga skipulags- og byggingardeildar verði kynnt málsaðilum.

10.905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Stefáns Hallssonar, byggingatæknifræðings, að breyttu deiliskipulagi við Ástún 6. Á fundi skipulagsnefndar 16.10.2012 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Ástún 6. Athugasemdafrestur rann út þann 4.9.2012. Athugasemdir bárust frá Jóhanni Ísak Péturssyni og Þóru Sæunni Úlfarsdóttur, Daltúni 14; Tómasi Birni Ólafssyni, Daltúni 13.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingadeildar um framkomnar athugasemdir dags. 20. nóvember 2012. Greint frá samráðsfundi sem haldinn var 15. nóvember 20012 með Jóhanni Ísak Péturssyni Daltúni 14 og Tómasi Birni Ólafssyni, Daltúni 13 sbr. minnispunktum.

Lögð fram tillaga að breytingu á kynntri deiliskipulagstillögu fyrir lóðina að Ástúni 6. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt geinargerð og skýringarmyndum dags. 20. nóvember 2012. Miðað við kynnta tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar er í samræmi við framkomnar athugasemdir og ábendingar lagðar til eftirfarandi breytingar:

- Aðkomukóti fyrirhugaðs fjölbýlishúss verði 36,2 í stað 37,15 og hámarkshæð (mænishæð) verði 49,06 í stað 50,65.
- Miðað verði við 2 stæði á hverja íbúð eða samtals 28 stæði þar af verði 14 stæði í bílskýli austan við fyrirhugað fjölbýli.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 20. nóvember 2012 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1210539 - Kópavogsbærinn og Hælið - ákvörðun um friðun. Tilkynning frá Húsfriðunarnefnd

Lagt fram erindi forstöðumanns Húsafriðunarnefndar dags. 25. október 2012 þar sem tilkynnt er að mennta- og menningarmálaráðherra hafi að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar friðað ytra byrði húsasamstæðu gamla Kópavogsbæjarins. Enn fremur lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti dags. 22. október 2012 þar sem fram kemur að ráðherra hafi friðað innra og ytra byrði Hressingarhælisins (fastanúmer 2063364).

Lagt fram og kynnt.

12.1205197 - Öldusalir 3-5 og Örvasalir 22-24. Stígur

Á fundi skipulagsnefndar 17. júlí 2012 var lögð fram að lokinni kynningu, tillaga Skipulags- og byggingardeildar dags. í maí 2012 þar sem lagt var til að fella út úr deiliskipulagi stíg milli Öldusala 3 og 5.

Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Öldusali og Örvasali.
Kynningu lauk 30. júní 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Gísla Snæbjörnssyni og Evu Björk Aðalgeirsdóttur, Örvasölum 2 sbr. bréfi dags. 4. júní 2012; Ragnari Baldurssyni og Bergrúnu Svövu Jónsdóttur, Örvasölum 18 sbr. bréfi dags. 4. júní 2012; Önnu Maríu Kristjánsdóttur og Ágústi Má Ármann, Öldursölum 3, sbr. bréfi dags. 6. júní 2012; Gauki Garðarssyni og Bergdísi Rósantsdóttur, Örvasölum 22, Vilhjálmi Björnssyni og Jónu Bryndísi Gísladóttur, Örvasölum 24, Andra Þór Gestssyni og Sigurborgu Önnu Ólafsdóttur, Örvasölum 26, Einari Sigurðssyni og Þóreyju Haraldsdóttur, Örvasölum 11 sbr. bréfi dags. 11. júní 2012. Málinu var hafnað og því vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Lagt fram erindi Rúnars Höskuldssonar Öldusölum 5. dags. 5 október 2012 ásamt ljósmyndum. Enn fremur lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar þar sem fallið er frá gönguleiðum út úr hverfinu annars vegar milli Öldusala 3 og 5 og hins vegar milli Örvasala 22 og 24 þannig að göngutengingar út úr hverfinu verði tvær í stað fjögurra eins og sýnt er í gildandi deiliskipulagi.

Hafnað.

13.1205195 - Þorrasalir 29, einbýli á einni hæð.

Lagt fram að nýju erindi ES teiknistofu f.h. lóðarhafa að Þorrasölum 29. Á fundi skipulagsnefndar 16.5.2012 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 27, 31, Þrúðsala 10, 12 og 14. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Í kjölfar mótmæla íbúa í hverfinu var haldinn var samráðsfundur þann 25. október 2012 á skipulags- og byggingardeild.

Lögð fram ný tillaga þar sem húsið er 180m2 að stærð og stallast í hæð.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 2-37.

14.1210549 - Hlíðarvegur 29 - breytt notkun húsnæðis

Lagt fram erindi Kjartans Rafnssonar f.h. lóðarhafa varðandi breytta notkun á Hlíðarvegi 29. Í breytingunni felst að á 1. hæð verða þrjár íbúðir í stað tveggja atvinnueininga. Á austurhlið bætast við fjórir gluggar og hurð til vesturs breytist í glugga á íbúð 0102. Á vesturhlið, íbúð 0103, eru tveir gluggar stækkaðir. Ellefu bílastæði eru á lóð s.br. uppdráttum dags. 15.10.2012. í mkv. 1:100 og 1:500.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum að Hlíðarvegi 26, 27, 28, 29a, 30 og 31 Hrauntungu 10, 42 og Grænutungu 8.

15.1209390 - Boðaþing 11 - 13. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga THG arkitekta að breyttu deiliskipulagi: Vatnsendi - Þing. Hrafnista - Boðaþing 11-13. Í breytingunni felst að að sótt er um að hafa jarðhæð í stað kjallara að Boðaþingi 11-13 með tveimur 8 manna hjúkrunardeildum. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 24. október 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir að með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.1210018 - Bæjarstjórn - 1065 fundur haldinn 23. október 2012.

1208609 - Skjólbraut 13, umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar voru fjarverandi.

1208113 - Nýbýlavegur 24 - breytt deiliskipulag
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar voru fjarverandi.

1208124 - Austurkór 79 - breytt deiliskipulag
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar voru fjarverandi.

0701098 - Vindakór 2-8, breytt deiliskipulag
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

1210270 - Austurkór 141 - breytt deiliskipulag
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með ellefu atkvæðum.

17.1210564 - Lundur 5. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Guðmunds Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að færa norð-austur vegg á efstu hæð húss númer 5, út í veggbrún í samræmi við hús nr. 4. Að auki er útskotum bætt við á efri hæðum hússins s.br. uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 21. október 2012.

Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1210414 - Austurkór 109-115, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun á raðhúsunum úr 180m2 í 200m2, byggingin er alfarið innan byggingarreits s.br. uppdrætti dags. 9.10.2012. í mkv. 1:200

Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.1210574 - Austurkór 98. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Stefáns Hallssonar f.h. lóðarhafa Austurkórs 98. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar og byggð verður bílageymsla fyrir tvo bíla, 8,8m x 6m að stærð. Fyrirkomulag bílastæða á lóð breytist sbr. uppdráttum í mkv. 1:500 dags. í okt. 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Austurkór 100, 151, 165, 167 og 185.

20.1211047 - Smiðjuvegur 11, umsókn um byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Stefáns Hallssonar f.h. Vatnsvirkjans. Óskað er eftir tímabundnu leyfi til 12 mánaða fyrir bráðabirgða tjaldi á milli þriggja gáma á lóðinni við Smiðjuveg 11 sbr. uppdrætti dags. í október 2012 í mkv. 1:500 og 1:100.

Frestað.

21.1210479 - Nýbýlavegur 2, umsókn um byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Arkís arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að setja tvö skilti á norðuhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 24.10.2012 í mkv. 1:500 og 1:100.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Guðmundur Örn sat hjá.

22.1211244 - Grænatún 20, umsókn um byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Sótt er um leyfi til þess að hækka núverandi hús um eina hæð og hafa þrjár íbúðir í húsinu í stað tveggja. Einnig sótt um leyfi til að byggja bílskúr og geymslur á lóð sbr. uppdráttum dags. 12.11.2012 í mkv. 1:100. Þá lögð fram greinargerð um ástand hússins og götumyndar.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Granatúni 16, 18, 22, 24, Álfatúni 1, 3, Nýbýlavegi 100, 102 og 104.

23.1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Jóhannesar Alberts Sævarsonar, hrl., f.h. lóðarhafa Ennishvarfs 9. Með erindinu er beiðni frá 25. janúar 2012 um upptöku eldra erindis frá 17.11.2010 afturkölluð. Lóðarhafar óska eftir því að skráningu á húsinu við Ennishvarf 9 verði breytt úr einbýli í tvíbýli s.br. umsókn dags. 5.10.2012.

Frestað. Skipulagsnefnd óskar umsagnar lögmanns Umhverfissviðs. Lögmaður umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

24.1210287 - Austurkór 2, 63-77 - breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 28 í 41, byggingarreitir breytast ásamt hæðum húsa og fyrirkomulagi bílastæða. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í október 2012. Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var samþykkt að kynna málið fyrir lóðarhöfum Austurkórs 4, 6, 8, 10, 55, 57, 59, 61 og 79 ásamt Auðnukór 1. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

25.1210195 - Örvasalir 16 - breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jóhanns Sigurðssonar, arkitekts, um deiliskipulagsbreytingu f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst hækkun á hluta byggingarreits við útvegg um 70cm til austurs og 50cm til vesturs. Einnig stækkar byggingarreitur til suðurs þannig að hann rúmi tröppur frá verönd niður í garð sbr. uppdrætti dags. 17. september 2012 í mkv. 1:100 og 1:200. Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðahöfum Örvasala 9, 11, 14 og 18. Þá lagt fram bréf dags. 13. nóvember 2012 með undirritun ofangreindra lóðarhafa sem ekki gera athugasemd við breytinguna.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

26.1210213 - Helgubraut 10 - breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings, f.h. lóðarhafa. Sótt er um að byggja 17,5 m2 sólskála við suðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 17. september 2012 í mkv. 1:100. Á fundi skipulagsnefndar 16.10.2012 með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var samþykkt að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Helgubrautar 8. Þá lagt fram samþykki fyrrgreindra lóðarhafa.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

27.1208050 - Álfatún 16, breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að íbúð er bætt við á 1. hæð hússins þar sem áður var frístundarými og geymsla sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 dags. 8.6.2012. Þá lagt fram samþykki húseigenda að Álfatúni 14 og Álfatúni 18 dags. 10.9.2012. Á fundi skipulagsnefndar 18.9.2012 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álfatúns 14, 15, 17 og 18. Kynningu lauk 26. október 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

28.1206588 - Reynihvammur 35, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi
Luigi Bartolozzi arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 2. júlí 2012 þar sem sótt er um að stækka kjallara og byggja sólskála við vesturhlið íbúðarhúss. Flatarmál viðbyggingar er um 27m2. Viðbygging kjallara verður í samræmi við ytra byrði húss og sólskáli verður úr stáli með tvöföldu K-gleri sbr. teikningar í mkv. 1:1000 og 1:100 dags. 2. júlí 2012.
Á fundi skipulagsnefndar 17.7.2012 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Reynihvamms 33, 34, 37; Hlíðarvegar 48, 50 og 52. Kynningu lauk 31. október 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu byggingafulltrúa.

29.1210024 - Bæjarráð - 2660 fundur haldinn 1. nóvember 2012.

1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag. Frá skipulagsstjóra, dags. 31. október, óskað staðfestingar bæjarráðs á leiðréttingum á breyttu deiliskipulagi Kársneshafnar, sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september sl.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

1210539 - Kópavogsbærinn - ákvörðun um friðun. Tilkynning frá Húsfriðunarnefnd
Frá Húsafriðunarnefnd, dags. 25. október, tilkynning um að samþykkt hafi verið tillaga Kópavogsbæjar um friðun á gamla Kópavogsbænum.
Bæjarráð fagnar friðun gamla Kópavogsbæjarins.
Lagt fram.

1210535 - Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Holtsgöng, breytingar á gatnaskipulagi. Breytingar á byggingarmagni á byggingasvæði nr. 5. Frá SSH, dags. 27. október, breyting á svæðisskipulagi hbsv. 2001 - 2024, Holtsgöng.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.
Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

30.1210021 - Bæjarráð - 2659 fundur haldinn 25. október 2012.

1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024
Skipulagsnefnd óskar heimildar bæjarstjórnar til að boða til borgarafundar þar sem ofangreind drög að greinargerð og þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins verða kynnt og rædd.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm samhljóða greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.