Skipulagsnefnd

1268. fundur 09. nóvember 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1510547 - Glaðheimar. Álalind 2. Byggingaráform.

Lögð fram tillaga KRADS arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 2. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. í nóvember 2015.
Frestað.

2.1511182 - Hagkvæmt íbúðarhúsnæði. Fyrirspurn frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur.

Óskað er eftir kynningu á hagkvæmum húsnæðislausnum.

3.1511136 - Uppbygging Glaðheimasvæðis. Frá Sverri Óskarssyni.

Frá Sverri Óskarssyni:
Í fylgiriti með samþykktu deiliskipulagi fyrir Glaðheimasvæði - Austurhluta, Skýringarhefti B, eru gerðar kröfur til byggingaraðila um vandaða hönnun og góðan frágang á úthlutuðum lóðum á deiliskipulagssvæðinu. Í ljósi þess telur skipulagsnefnd rétt að bæjaryfirvöld sýni metnað þegar kemur að hönnun bæjarlandsins á svæðinu. Skipulagsnefnd óskar eftir nánari útfærslu á hönnun bæjarlandsins þar sem lögð verði áhersla á vandaða hönnun og góðan frágang á Glaðheimasvæði - Austurhluta.
Guðmundur Geirdal, Sigríður Kristjánsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson og Margrét Júlía Rafnsdóttir taka undir bókun Sverris Óskarssonar.

4.1510454 - Frumvarp til laga um breyt. á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál. Beiðni um umsögn

Umsögn bæjarlögmanns lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.

5.1112175 - Vatnsendablettur 25a. Kæra.

Lagður fram úrskurður dags. 29.10.2015 frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna Vatnsendabletts 25a.
Lagt fram og kynnt.

6.15082892 - Skógarlind 2. Fjölorkustöð. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn frá Festi ehf. þar sem óskað er eftir að reisa sjálfsafgreiðslustöð á bílastæði við Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöðin er hugsuð fyrir bensín en einnig aðra orkugjafa s.s. rafmagn. Í fyrirspurn eru nefndar tvær tillögur, annars vegar á austurhluta bílastæðis en hins vegar við suðurenda þess. Bílastæðum fækkar um 21-28 verði stöðin reist sbr. erindi og uppdráttum dags. 6.8.2012. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var erindið lagt fram og kynnt.
Kynnt.

7.1503247 - Sæbólsbraut 40. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 9.3.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Sæbólsbraut 40. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var erindinu frestað.

Lögð fram breytt tillaga Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa í samræmi við tillögu skipulagsstjóra þar sem komið er til móts við athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Tillagan er dags. 9.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu, með áorðnum breytingum þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.15082873 - Smiðjuvegur 3a. Smádreifistöð OR.

Lagt fram að nýju erindi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir að stofna nýja lóð að Smiðjuvegi 3a fyrir smádreifistöð. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var málinu frestað.

Lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var 5.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Anna María Bjarnadóttir, Kristinn Dagur Gissurarson og Guðmundur Geirdal voru hlynnt því að samþykkja tillöguna.

Margrét Júlía Rafnsdóttir og Helga Elínborg Jónsdóttir voru andsnúnar því að samþykkja tillöguna.

9.1502354 - Fífuhvammur 25. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram að nýju tillaga Verkfræðistofunnar Hamraborg, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir að reisa 56,8m2 viðbyggingu ofan á þegar byggðan bílskúr við Fífuhvamm 25. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var málinu frestað. Kynningu lauk 4.5.2015. Athugasemd barst frá Lárentsínusi Kristjánssyni, hrl., f.h. íbúa Fífuhvamms 27, dags. 30.4.2015.

Lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 4.11.2015.
Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu með vísan í minnisblað lögfræðisviðs. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Anna María Bjarnadóttir, Helga Elínborg Jónsdóttir og Guðmundur Geirdal voru samþykk því að hafna tillögunni.

Kristinn Dagur Gissurarson var andsnúinn því að hafna tillögunni.

10.1509217 - Markavegur 2-9. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs, dags. 14.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Markarvegar 2-9. Í breytingunni felst að staðsetning bílastæða sunnan heshúsalóðanna nr. 2-9 breytist. Bílastæði sem eru innan lóða færast út fyrir lóðarmörk hesthúsalóða og verða samsíða Markarvegi. Lóðarmörk heshúsalóða breytast og bílastæðum fækkar úr 44 í 29 sbr. uppdrætti dags. 14.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.9.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Markavegar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9; Hlíðarenda 1 og 2; Hæðarenda 1, 2 og 3 ásamt Kórnum. Kynningu lauk 9.11.2015. Athugasemdir bárust frá Jónasi Fr. Jónssyni hdl., f.h. umráðenda Markavegar 1, dags. 29.10.2015; frá Erni Þorvaldssyni, lóðarhafa Markavegar 9, dags. 15.10.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu bæjarlögmanns.

11.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa Breiðahvarfs 15 dags. 5.10.2015. Óskað er eftir að breyta hesthúsi á lóðinni í íbúð sbr. meðfylgjandi uppdrætti dags. 5.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var málinu frestað.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1510022 - Bæjarráð - 2794

1510009F - Skipulagsnefnd, dags. 26. október 2015. 1267. fundur skipulagsnefndar í 26. liðum.Lagt fram.

1510364 - Akralind 3. Breytt deiliskipulag.Stækkun er u.þ.b. 100 m2 að stærð. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísað afgreiðslu málsins til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15082228 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15082229 - Kársnesbraut 93. Grenndarkynning. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1503263 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Erindið var samþykkt á grundvelli minnisblaðs lögfræðideildar dags. 22. október 2015 og málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15062060 - Langabrekka 5. Grenndarkynning.Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15082225 - Víðihvammur 26. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1510700 - Varðandi úthlutaðar lóðir í bæjarfélaginu. Fyrirspurn frá Guðmundi Geirdal.

Guðmundur Geirdal lagði fram eftirfarandi bókun á fundi skipulagsnefndar:
"Skipulagsnefnd skorar á bæjarráð að nýta sér þau úrræði sem það hefur til að hvetja lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á lóðum sem þeim hefur verið úthlutað eða að öðrum kosti skila þeim inn."
Bæjarráð óskar eftir yfirliti yfir stöðu framkvæmda á lóðum.

13.1511074 - Glaðheimar. Álalind 1-3. Byggingaráform.

Lögð fram tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 1-3. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:400 og 1:500 ásamt skýringarmyndum mótt. 5.11.2015.
Frestað.

14.1511040 - Melgerði 34. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Hugsjón arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum við Melgerði 34. Á lóðinni í dag stendur íbúðarhús á einni hæð. Í breytingunum felst að byggð verður hæð ofan á núverandi hús, anddyri stækkað og byggð verður sólstofa við suðurhlið hússins. Ný íbúð verður á efri hæð og húsið verður því tvíbýli eftir breytingu. Heildarbyggingarmagn verður 220,1 m2 eftir breytingu sem er aukning um 121,3 m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,12 í 0,275 sbr. uppdráttum dags. 23.10.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 27, 29, 30, 31, 32, 33, 36, 38; Borgarholtsbrautar 45, 47, 49 og 51.

15.1510808 - Faldarhvarf 8, 10 og 12. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi A2 arkitekta f.h. lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12 þar sem óskað er eftir að breyttu deiliskipulagi lóðanna. Í breytingunni felst að bílskúr húss nr. 8 er færður af norðvesturhorni yfir á norðausturhorn þess. Einnig er óskað eftir að hækka hús nr. 12 um 80 cm og lækka hús nr. 10 um 20 cm sbr. uppdrætti dags. 14.10.2015. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísun til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu fyrir lóðarhöfum Faxahvarfs 1; Faldarhvarfs 9, 11, 13, 15 og 17.

16.1510363 - Aflakór 14. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Úti og inni arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 12.10.2015 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja aflokuð rými undir veröndum á suðaustur- og norðvesturhliðum hússins. Við breytinguna hækkar heildarbyggingarmagn úr 364,5 m2 í 421,5 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,44 í 0,51. sbr. uppdráttum dags. 14.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Aflakórs 12 og 16.

Þá lagt fram skriflegt samþykki lóðarhafa Aflakór 12 og 16 dags. 12.10.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu á deiliskipulagi Aflakórs 14 með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.1508151 - Austurkór 89a og 89b. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Úti Inni arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 24.8.2015, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 89. Í breytingunni felst að farið er 2,7 metra út fyrir byggingarreit á austurhlið húsanna. Lóðin skiptist í tvær lóðir, Austurkór 89a sem verður 438,6 m2 og Austurkór 89b sem verður 448,6 m2 að stærð. Heildarbyggingarmagn hvors húss verður 144m2 (samtals 288 m2) og nýtingarhlutfall um 0,3 pr. lóð sbr. uppdráttum dags. 6.5.2015. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 87, 91 og 93. Kynningu lauk 9.11.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar (suðursvæði Smáralindar), greinargerð, uppdráttur og skipulagsskilmálar dags. 22.6.2015. Tillagan var auglýst frá 10. ágúst til 21. september 2015. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu og voru þær lagðar fram á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015. Tillagan lögð fram að nýju með áorðnum breytingum dags. 9.11.2015.

Lagt fram bréf frá Reginn fasteignafélagi dags. 27.10.2015.

Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs og bæjarlögmanns dags. 6.11.2015 um athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans með áorðnum breytingum dags. 9.11.2015, greinargerð, uppdrættir og skipulagsskilmálar ásamt umsögn dags. 6.11.2015. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.1311250 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri, færði nefndarmönnum og starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar eintök af nýsamþykktu svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040.

20.1502159 - Kópavogsdalur. Framkvæmdir.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd:
Lögð fram til kynningar framkvæmdaáætlun fyrir Kópavogsdal 2016-2020 sem samþykkt var á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 29.9.2015.
Einnig lögð fram til kynningar tillaga að framkvæmdum fyrir sumarið 2016 í samræmi við framkvæmdaáætlun.
Fagnað er hugmyndum umhverfis- og samgöngunefndar hvað varðar Kópavogsdalinn en viljum við stíga varlega til jarðar og velja vandlega það sem í dalinn kemur. Tökum heilshugar undir með umhverfis- og samgöngunefnd um að endurskoða deiliskipulag dalsins.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sverrir Óskarsson, Guðmundur Geirdal og Helga Elínborg Jónsdóttir.

Lagt fram og kynnt.

21.1511147 - Naustavör 2-18 og Naustavör 20. Breytt húsnúmer.

Frá byggingarfulltrúa:
Við nánari útfærslu teikninga á fjölbýlishúsum með jafnar tölur, m.t.t fjölda stigahúsa við Naustarvör, hafa orðið eftirfarandi breytingar á húsnúmerum:

Naustavör 2-18 verður Naustavör 2-12
Naustavör 20 verður Naustavör 14.
Samþykkt.

22.1504610 - Smiðjuhverfi. Götuheiti

Lagt fram minnisblað nafnanefndar dags. 4.11.2015 vegna hugmyndasamkeppnar um ný götuheiti í Smiðjuhverfinu ásamt minnisblaði byggingarfulltrúa dags. 5.11.2015.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið.