Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs, dags. 14.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Markarvegar 2-9. Í breytingunni felst að staðsetning bílastæða sunnan heshúsalóðanna nr. 2-9 breytist. Bílastæði sem eru innan lóða færast út fyrir lóðarmörk hesthúsalóða og verða samsíða Markarvegi. Lóðarmörk heshúsalóða breytast og bílastæðum fækkar úr 44 í 29 sbr. uppdrætti dags. 14.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.9.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Markavegar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9; Hlíðarenda 1 og 2; Hæðarenda 1, 2 og 3 ásamt Kórnum. Kynningu lauk 9.11.2015. Athugasemdir bárust frá Jónasi Fr. Jónssyni hdl., f.h. umráðenda Markavegar 1, dags. 29.10.2015; frá Erni Þorvaldssyni, lóðarhafa Markavegar 9, dags. 15.10.2015.