Skipulagsnefnd

1219. fundur 04. desember 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason embættismaður
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl varafulltrúi
  • Þóra Hrönn Ólafsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Smári M. Smárason
Dagskrá

1.1211016 - Bæjarráð - 2663 fundur haldinn 22. nóvember 2012.

1210026F - Skipulagsnefnd, 20. nóvember 1218. fundur.
Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.
Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

2.1211017 - Bæjarstjórn - 1067 fundur haldinn 27. nóvember 2012.

1210026F - Skipulagsnefnd, 20. nóvember 1218. fundur
Forseti óskað eftir heimild fundarins til að gefa Birgi Sigurðssyni, skipulagsstjóra, orðið til að gera grein fyrir skipulagsmálum sem til afgreiðslu eru á fundinum. Var það samþykkt. Þá tók Birgir Sigurðsson til máls og gerði grein fyrir skipulagstillögum.
Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri.



1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag. Á fundi bæjarráðs 1. nóvember 2012 liður 7 var meðfylgjandi erindi þar sem óskað er staðfestingar bæjarráðs á þeim leiðréttingum sem gerðar voru á breyttu deiliskipulagi Kársneshafnar samþykktar. Bæjarráð samþykkti erindið.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.



1208050 - Álfatún 16, breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.



1210213 - Helgubraut 10 - breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings, f.h. lóðarhafa. Sótt er um að byggja 16,5 m2 sólskála við suðurhlið hússins sbr. uppdráttum, dags. 17. september 2012 í mkv. 1:100. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.



1210195 - Örvasalir 16 - breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Jóhanns Sigurðssonar, arkitekts, um deiliskipulagsbreytingu f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst hækkun á hluta byggingarreits við útvegg um 70cm til austurs og 50cm til vesturs. Einnig er sótt um að gerð verði breyting á byggingarreit til suðurs þannig að hann rúmi tröppur frá verönd niður í garð sbr. uppdrætti dags. 17. september 2012 í mkv. 1:100 og 1:200. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.



1210287 - Austurkór 2, 63-77 - breytt deiliskipulag
Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 28 í 41, byggingarreitir breytast ásamt hæðum húsa og fyrirkomulagi bílastæða. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í október 2012. Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var samþykkt að kynna málið fyrir lóðarhöfum Austurkórs 4, 6, 8, 10, 55, 57, 59, 61 og 79 ásamt Auðnukór 1. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.



1210479 - Nýbýlavegur 2, umsókn um byggingarleyfi.
Lagt fram erindi Arkís arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að setja tvö skilti á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 24.10.2012 í mkv. 1:500 og 1:100. Skipulagsnefnd hafnar erindinu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu einróma.



1210414 - Austurkór 109-115, breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun á raðhúsunum úr 180m2 í 200m2, byggingin er alfarið innan byggingarreits sbr. uppdrætti dags. 9.10.2012. í mkv. 1:20. Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.



1210564 - Lundur 5. Breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að færa norðaustur vegg á efstu hæð húss númer 5, út í veggbrún í samræmi við hús nr. 4. Að auki er útskotum bætt við á efri hæðum hússins sbr. uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 21. október 2012. Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.



1210563 - Lundur 17-23. Breytt deiliskipulag.
Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að fá að fjölga íbúðum á 1. hæð á vesturgafli húss nr. 19 og hins vegar á suðausturgafli húss nr. 21. Að auki er inndregnum þakhæðum í númer 19 og 21 breytt líkt og í áður samþykktu húsi nr. 88-90 og útskotum bætt við efri hæðir húsa nr. 17, 19, 21 og 23 sbr. uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 21.10.2012. Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.



1209390 - Boðaþing 11 - 13 breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir einróma að tillagan verði auglýst með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



1205197 - Öldusalir 3-5, Stígur
Skipulagsnefnd hafnar erindinu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með átta atkvæðum en einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði gegn afgreiðslu skipulagsnefndar og tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.



0905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 20. nóvember 2012 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með sjö atkvæðum en fjórir sátu hjá.



1203180 - Furugrund 44, tillaga að nýbyggingu.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 20. nóvember 2012 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.



1207167 - Holtsgöng, breyting á svæðisskipulagi
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að breyttu Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsgangna og byggingarmagns á byggingarreit 5. Samþykkt einróma.



1202610 - Beiðni um fjölgun funda skipulagsnefndar
Skipulagsnefnd óskar eftir að fundum nefndarinnar verði fjölgað úr 17 í 20 vegna aukningar vinnu vegna aðalskipulags sem og fjölgunar mála.
Bæjarstjórn samþykkir ósk skipulagsnefndar með sjö atkvæðum en fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Skipulagsnefnd vill vekja athygli á afgreiðslu skipulagsnefndar frá 20. nóvember og bæjarstjórnar frá 27. nóvember 2012 þar sem einróma var samþykkt að hafna uppsetningu auglýsingaskilta að Nýbýlavegi 2 þá hafa lóðarhafar engu að síður sett skiltin upp.

 

3.1211280 - Örvasalir 14. Deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Jóhanns Sigurðssonar, arkitekt f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir hækkun á hluta byggingarreits við útvegg um 70 sm til austur og 50 sm til vestur sbr. uppdrátt í mkv. 100 dags. 14. nóvember 2012. Þá lagt fram erindi lóðarhafa Örvasala 16 dags. 3. desember 2012 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við framlagða tillögu.
Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1210263 - Þorrasalir 17 - breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Mannverks ehf. dags. 12.10.2012 þar sem óskað er eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 20 í 26, hámarksgrunnflötur stækkar úr 1400 m2 í 1511 m2, hámarks flatarmál húss stækkar úr 2700 m2 í liðlega 3700 m2. Bílastæði á lóð verða 29 og fjölgar því um 7 stæði. Húsið fer út fyrir byggingarreit á norðaustur horni þess og svalir fara lítillega út fyrir reitinn á vestur-, suður- og norðurhlið þess s.br. uppdráttum dags. í okt. 2012 í mkv. 1:200. Tillagan var kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Þrymsala 1, 2, 3, Þorrasala 13, 15. Kynningartíma lauk 28. nóvember 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Herdísi Björk Brynjarsdóttir, Þrymsölum 2 dags. 13. nóvember 2012.

Lögð fram árituð kynningargögn þar sem ekki eru gerðar athugasemdir eða ábendingar við framlagða tillögu: frá lóðarhafa Þorrasala 13-15 Leigugörðum ehf. dags. 12. nóvember 2012;frá Sæunni Ólafsdóttir og Benedikt Arnarsyni, Þrymsölum 3 dags. 7. nóvember 2012; frá Írisi R. Möller Arinbjarnardóttir, Arinbirni Snorrasyni og Friðný Möller, Þrymsölum 1 dags. 11. nóvember 2012.

Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar við athugasemdir og ábendingar er bárust er ofangreind tillaga var kynnt. Er umsögni dags. 4. desember 2012.

Enn fremur lögð fram ný tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Þorrasölum 17. Í breytingartillögunni, sem er í mkv. 1:500 og 1:1000 og dags. 4. desember 2012 er komið til móts við athugasemd varðandi hæð fyrirhugaðrar byggingar í klasa 1 (syðsta hluta fyrirhugaðs fjölbýlishúss að Þorrasölum 17) Í breytingartillögunni er hámarkshæð fyrirhugaðs klasa 1 lækkuð um 0,8 m miðað við kynnta tillögu og ekki er gert ráð fyrir viðbótaraðkomu að lóðinni frá Þrymsölum.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu dags. 4. desember 2012 ásamt umsögn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1203211 - Vatnsendahvarf, Tóna- og Turnahvarf, breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í norðarverðu Vatnsendahvarfi, nánar tiltekið við Tóna- og Turnahvarf.

Frestað.

Guðmundur Örn Jónsson bókar: Betur færi að allt óbyggt svæð á toppi Vatnsendahvarfs yrði skipulagt í heild sinni frekar en að skipulag miðist einungis við það svæði þar sem þegar hafa verið lagðir vegir.

6.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lögð fram drög að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 dags. 27. nóvember 2012. Enn fremur lagðar fram eftirfarandi athugasemdir og ábendingar sem borist hafa:

Nónhæð:

1.
Frá Gústafi Kristinssyni, sbr. tölvupóst dags. 22. nóvember 2012; frá Óskari Árna Hilmarssyni sbr. tölvupóst dags. 23. nóvember 2012; frá Ögmundi Jóhannessyni, sbr. tölvupóst frá 25. nóvember 2012; frá Tómasi J. Gestssyni,Rósu Geirsdóttur og Geir Tómssyni, sbr. tölvupóst dags. 25. nóvember 2012; frá Einari Hafsteinssyni og Ásrúnu Hauksdóttir sbr. tölvupíst dags. 26. nóvember 2012; frá Bjarna Sigfússyni og Guðrúnu Ásbjörgu Magnúsdóttur, sbr. tölvupósti dags. 26. nóvember 2012; frá Lilju Kristjánsdóttur, sbr. tölvupósti dags. 26. nóvember 2012; frá Guðmundi Árnasyni, sbr. tölvupósti dags. 26. nóvember 2012; frá Guðmundi Harðarsyni og Rögnu Maríu Ragnarsdóttur , sbr. tölvupósti dags. 26. nóvember 2012; frá Elínu Blöndal og Þorsteini Þorkelssyni , sbr. tölvupósti dags. 26. nóvember 2012; frá maríu Ragnarsdóttir, sbr. tölvupóst dags. 26. nóvember 2012; frá Ásbirni Jónssyni, sbr. tölvupóst dags. 26. nóvember 2012; frá Ævari Þorsteinssyni sbr. tölvupóst dags. 26. nóvember 2012; frá Guðrúnu Benediktsdóttir, sbr. tölvupóst dags. 26. nóvember 2012; frá Jónasi G. Halldórssyni og Magneu S. Jónsdóttur, sbr. tölvupósti dags. 27. nóvember 2012; Valdimar F. Valdimarsson, sbr. tölvupósti dags. 27. nóvember 2012; frá Hirti Erlendssyni, sbr. tölvupósti dags. 28. nóvember 2012; frá Hallgerði Önnu Jóhannesdóttur, sbr. tölvupósti dags. 28. nóvember 2012; frá Birnu Kristínu Kristjánsdóttur, sbr. tölvupósti dags. 28. nóvember 2012;frá Borghildi Sigurðardóttir, sbr. tölvupóst dags. 29. nóvember 2012; frá Gunnhlildi Björgvinsdóttir, sbr. tölvupóst dags. 29. nóvember 2012; Halldóri Arnarsyni, sbr. tölvupóst dags. 29. nóvember 2012; frá brynju Dagbjartsdóttir og Þorleifi Sigurðssyni, sbr. tölvupóst frá 30. nóvember 2012.

2.
Lagt fram bréf frá stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð; Guðrúnu Benediktsdóttur formanni og Ásmundi Hilmarssyni varaformanni mótt. 27. nóvember 2012. Einnig lögð fram bréf stíluð á nefndarmenn og starfsmenn.

Greint frá samráðsfundi sem haldinn var 29. nóvember í Fannborg 6 með fulltrúm stjórnar Betri byggðar í Nónhæð.

Vatnsendi:

1.
Erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. fh. Þorsteins Hjaltested sbr. tölvupóst dags. 15. nóvember 2012 ásamt útskrift af bæjarstjórnarfundi Kópavogs frá 23. janúar 2007.

2.
Erindi frá Kristni Ragnarssyni, arkitekt fh. lóðarhafa Vatnsendabletti 1b dags. 29. nóvember 2012.

3.
Lagðar fram að nýju athugasemdir frá stjórn Betri byggðar á Kársnesi dags. 12. nóvember 2012.

4.
Lagt fram að nýju erindi vegna Waldorfskólanna í Lækjarbotnum, frá Guðjóni T. Árnasyni dags. 15. nóvember 2012.

5.
Lagt fram að nýju erindi frá Magnúsi Ingjaldssynidags. 19. nóvember 2012 varðandi hugmyndir um íbúðarbyggð við Dalveg og Sorpu.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.1210479 - Auglýsingaskilti

Undir liðnum önnur mál óskaði skipulagsnefnd eftir því að tekið verði á dagskrá nefndarinnar verklag bæjarins í ákvarðanatöku um auglýsingaskilti.

Fundi slitið - kl. 18:30.