1210026F - Skipulagsnefnd, 20. nóvember 1218. fundur
Forseti óskað eftir heimild fundarins til að gefa Birgi Sigurðssyni, skipulagsstjóra, orðið til að gera grein fyrir skipulagsmálum sem til afgreiðslu eru á fundinum. Var það samþykkt. Þá tók Birgir Sigurðsson til máls og gerði grein fyrir skipulagstillögum.
Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri.
1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag. Á fundi bæjarráðs 1. nóvember 2012 liður 7 var meðfylgjandi erindi þar sem óskað er staðfestingar bæjarráðs á þeim leiðréttingum sem gerðar voru á breyttu deiliskipulagi Kársneshafnar samþykktar. Bæjarráð samþykkti erindið.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs einróma.
1208050 - Álfatún 16, breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.
1210213 - Helgubraut 10 - breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings, f.h. lóðarhafa. Sótt er um að byggja 16,5 m2 sólskála við suðurhlið hússins sbr. uppdráttum, dags. 17. september 2012 í mkv. 1:100. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.
1210195 - Örvasalir 16 - breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Jóhanns Sigurðssonar, arkitekts, um deiliskipulagsbreytingu f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst hækkun á hluta byggingarreits við útvegg um 70cm til austurs og 50cm til vesturs. Einnig er sótt um að gerð verði breyting á byggingarreit til suðurs þannig að hann rúmi tröppur frá verönd niður í garð sbr. uppdrætti dags. 17. september 2012 í mkv. 1:100 og 1:200. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.
1210287 - Austurkór 2, 63-77 - breytt deiliskipulag
Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 28 í 41, byggingarreitir breytast ásamt hæðum húsa og fyrirkomulagi bílastæða. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í október 2012. Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var samþykkt að kynna málið fyrir lóðarhöfum Austurkórs 4, 6, 8, 10, 55, 57, 59, 61 og 79 ásamt Auðnukór 1. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.
1210479 - Nýbýlavegur 2, umsókn um byggingarleyfi.
Lagt fram erindi Arkís arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að setja tvö skilti á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 24.10.2012 í mkv. 1:500 og 1:100. Skipulagsnefnd hafnar erindinu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu einróma.
1210414 - Austurkór 109-115, breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun á raðhúsunum úr 180m2 í 200m2, byggingin er alfarið innan byggingarreits sbr. uppdrætti dags. 9.10.2012. í mkv. 1:20. Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.
1210564 - Lundur 5. Breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að færa norðaustur vegg á efstu hæð húss númer 5, út í veggbrún í samræmi við hús nr. 4. Að auki er útskotum bætt við á efri hæðum hússins sbr. uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 21. október 2012. Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.
1210563 - Lundur 17-23. Breytt deiliskipulag.
Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að fá að fjölga íbúðum á 1. hæð á vesturgafli húss nr. 19 og hins vegar á suðausturgafli húss nr. 21. Að auki er inndregnum þakhæðum í númer 19 og 21 breytt líkt og í áður samþykktu húsi nr. 88-90 og útskotum bætt við efri hæðir húsa nr. 17, 19, 21 og 23 sbr. uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 21.10.2012. Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.
1209390 - Boðaþing 11 - 13 breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir einróma að tillagan verði auglýst með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1205197 - Öldusalir 3-5, Stígur
Skipulagsnefnd hafnar erindinu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með átta atkvæðum en einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði gegn afgreiðslu skipulagsnefndar og tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.
0905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 20. nóvember 2012 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með sjö atkvæðum en fjórir sátu hjá.
1203180 - Furugrund 44, tillaga að nýbyggingu.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 20. nóvember 2012 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.
1207167 - Holtsgöng, breyting á svæðisskipulagi
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að breyttu Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsgangna og byggingarmagns á byggingarreit 5. Samþykkt einróma.
1202610 - Beiðni um fjölgun funda skipulagsnefndar
Skipulagsnefnd óskar eftir að fundum nefndarinnar verði fjölgað úr 17 í 20 vegna aukningar vinnu vegna aðalskipulags sem og fjölgunar mála.
Bæjarstjórn samþykkir ósk skipulagsnefndar með sjö atkvæðum en fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.
Skipulagsnefnd vill vekja athygli á afgreiðslu skipulagsnefndar frá 20. nóvember og bæjarstjórnar frá 27. nóvember 2012 þar sem einróma var samþykkt að hafna uppsetningu auglýsingaskilta að Nýbýlavegi 2 þá hafa lóðarhafar engu að síður sett skiltin upp.