Skipulagsnefnd

1266. fundur 05. október 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1509217 - Markavegur 2-9. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram bréf Lögmannstofunnar Rökstólar, dags. 1.10.2015, f.h. Gunnars M. Zophaníassonar, Sigríðar Kristbjörnsdóttur og Svövu Pétursdóttur vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsbreytingar Markavegar 2-9.
Lagt fram. Vísað til úrvinnslu bæjarlögmanns.

2.1505366 - Nordic Built Cities. Hugmyndasamkeppni. Kársnes

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Kynnt.

3.1509916 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun.

Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 29.9.2105 varðandi þá þætti sem breyta þarf í Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 m.a. með tilvísan í nýstaðfest Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Með tilvísan í ofangreint minnisblað samþykkti skipulagsnefnd að hefja undirbúning að endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3.
Nánar til tekið nær tillagan til Nýbýlavegar 2-12, Auðbrekku 1-13, Auðbrekku 29, Skeljabrekku 4 og Dalbrekku 2-10.

Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 og skipulagslýsingu dags. 4. maí 2015 samþykkta í bæjarstjórn 12. maí 2015 og tillögu ASK arkitekta frá desember 2014 um heildaryfirbragð þróunarsvæðisins.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að heimila aukið byggingarmagn á ofangreindum svæðum með því markmiði að koma fyrir blandaðri byggð þar sem horft verður til fyrstu íbúða kaupenda og að koma til móts við óskir þeirra sem koma til með að búa og starfa á Auðbrekkusvæðinu um að nota "grænar lausnir" þegar kemur að bílaeign, ferðamáta og sorpflokkun.

Í tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði 1 (Nýbýlavegur 2-12 og Auðbrekka 29) er gert ráð fyrir byggt verði við núverandi húsnæði að Nýbýlavegi 2, 4, 6, 8 og 12, 47 íbúðir auk verslunar og þjónusturými en í stað tvíbýlishúss að Auðbrekku 29 og atvinnuhúsnæðis að Nýbýlavegi 10 komi 42 íbúðir auk verslunar og þjónustu. Gert er ráð fyrir að heildarbyggingarmagn íbúða og atvinnuhúsnæðis (verslun og þjónustu) verði um 26.000 m2 þarf af um 16.700 í atvinnuhúsnæði auk niðurgrafinna bílageymslna sem áætlaðar eru um 5.700 m2 að stærð. Heildarbyggingarmagn er því áætlað um 31.600 m2. Gert er ráð fyrir bílakjallara undir fyrirhuguðum byggingum og miðað er við 1,3 stæði á íbúð og 1,0 stæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði. Núverandi byggingarmagn á svæði 1 er um 12.000 m2 að stærð. Stofnuð verður ný sameiginleg lóð Nýbýlavegur 2-12 fyrir bílastæði og kjallara með kvöð um aðkomu og samnýtingu. Í tillögu að deiliskipulagi svæðisins er miðað við að meðalstærð íbúða sé um 100 m2 brúttó þ.e. með sameign (stigagangar og geymslur) en birt meðalstærð íbúða er áætluð um 80-85 m2. Í skipulagi svæðis 1 er því lögð áhersla á blandaða byggð þar sem horft verður til fyrstu íbúða kaupenda. Ennfremur felst í því möguleiki á að skoðaðar verði nýjar "kaupleiguleiðir" á húsnæðismarkaðinum, í samræmi við áherslur Kópavogsbæjar.

Í tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði 2 (Auðbrekka 1, 3 og 5 og Skeljabrekka 4 (Krókslóðin)) er gert ráð fyrir um 16.500 m2 í atvinnuhúsnæði auk bílgeymslu neðanjarðar sem er áætluð um 5.500 m2 að flatarmáli. Heildarbyggingarmagn á svæði 2 er því áætlað að hámarki 22.000 m2. Núverandi byggingarmagn á svæði 2 (Auðbrekka 1, 3 og 5) er samanlagt um 3.500 m2.

Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi á svæði 3 (Dalbrekka 2, 4 og 6 og Auðbrekka 7, 9-11 og 13-15) er miðað við að byggðar verði 76 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heildarbyggingarmagn á svæði 3 er áætlað um 15.500 m2 þar af um 7.000 m2 í verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir bílakjallara undir fyrirhuguðum byggingum og miðað er við 1,3 stæði á íbúð og 1,0 stæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði. Á svæði 3 eru nú um 2.300 m2 í atvinnuhúsnæði. Í tillögu að deiliskipulagi svæðisins er miðað við að meðalstærð íbúða sé um 110 m2 brúttó þ.e. með sameign (stigagangar og geymslur) en birt meðalstærð íbúða er áætluð um 90-95 m2.

Tillögunni fylgir húsakönnun dags. í desember 2014 og umhverfisskýrsla frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 23. ágúst 2015 þar sem fram koma áhrif breytingarinnar á umhverfisþættina andrúmsloft, ásýnd, útsýni, samfélag og eignir.

Tillaga er sett fram í skipulagsskilmálum og á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greindargerð dags. 10. ágúst 2015 í mkv 1:1000.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Að lokinni kynninu er lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar (suðursvæði Smáralindar) dags. 22.6.2015. Tillagan er sett fram í uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greingargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var samþykkt með tilvísan til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 að auglýsa framlagða tillögu. Tillagan var auglýst frá 10. ágúst til 21. september 2015. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 8. ágúst og í Lögbirtingarblaðinu 10. ágúst. Athugasemdir bárust frá Björgu Aradóttur, Gullsmára 10, dags. 20.9.2015; frá Hjörleifi B. Kvaran f.h. Nýs Norðurturns hf. (NNT), dags. 21.9.2015 ásamt samantekt verkfræðistofunnar Eflu dags. 14.9.2015; frá íbúum Gullsmára 10, dags. 21.9.2015; frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 21.9.2015.
Lagt fram og frestað. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs og bæjarlögmanns.

6.812106 - Þríhnúkagígur

Lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulagsverkefnis og matslýsing vegna deiliskipulags Þríhnúkagígs og nágrennis í Kópavogi dags. í september 2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða lýsingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1510039 - Naustavör 32-42 og 44-50. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Arkís arkitekta dags. 5.10.2015 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 32-42 og 44-50. Í breytingunni felst að 2/3 hluti þakflatar fjölbýlishúsanna nr. 32-34, 36-42 og 44-50 fer 0,5 meter uppfyrir bygginarreit og þriðjungur þakflatar fer 0,1 meter upp fyrir hámarkshæð byggingarreitar. Fyrirkomulag bílastæða, aðkoma og lóðarmörk breytast sbr. uppdráttum Arkís arkitekta dags. 5.10.2015. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt dags. 22. mars 2005 m.s.br. 14. apríl, 8. september og 22. september 2015.
Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Frá bæjarráði:
Lagt fram bréf frá Tennisfélagi Kópavogs og Tennishöllinni, dags. 8.9.2015, vegna stækkunar Tennishallarinnar þar sem óskað er eftir að framlagðar tillögur að nýju útliti og stækkunar Tennishallarinnar fái afgreiðslu hjá skipulagsnefnd, sjá mál nr. 1509276.

Þá lagður fram uppdráttur mótt. 28.9.2015 sem sýnir fyrirhugaða stækkun Tennishallarinnar. Við austurhlið núverandi tennishallar kemur 2100 m2 viðbygging, 44,5 metrar x 49 metrar að stærð, hæð viðbyggingar verður 10 metrar. Tengibygging úr gleri verður á suðurhlið viðbyggingar sbr. uppdrætti mótt. 28.9.2015.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson og Sigríður Kristjánsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Ég legg til að hafin verði vinna við að deiliskipuleggja vesturhluta Kópavogsdals.
Margrét Júlía Rafnsdóttir.
Helga Elínborg Jónsdóttir, Sverrir Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur Geirdal tóku undir bókun Margrétar.

9.1409191 - Þinghólsbraut 55. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Davíðs Kristjáns Pitt, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.12.2014. Kynningu lauk 7.8.2015. Athugasemdir bárust frá Sverri Þórólfssyni og Þórdísi Gissurardóttur, Þinghólsbraut 58, dags. 4.8.2015; frá Baltasar Samper og Kristjönu Samper, Þinghólsbraut 57, dags. 5.8.2015; frá Gyðu Stefánsdóttur, Þinghólsbraut 53, dags. 7.8.2015; frá Helga Sigurðssyni, Þinghólsbraut 59, dags. 6.8.2015; frá Ólafi Tómassyni og Stefaníu Maríu Pétursdóttur, Þinghólsbraut 60, dags. 7.8.2015.

Þá lagt fram erindi lóðarhafa dags. 30.9.2015 þar sem umsókn um breytingar að Þinghólsbraut 55 er dregin til baka.
Með tilvísan í ofangreint vísar skipulagsnefnd málinu frá.

10.1504137 - Þorrasalir 9-11. Athugasemdir við teikningar og samþykktir.

Lagt fram erindi Huldu Rósar Rúriksdóttur, hrl., f.h. húsfélagsins Þorrasölum 9-11 dags. 28.9.2015 þar sem gerð er krafa um að innkeyrsla að bílastæðageymslu Þorrasala 13-15 verði fjarlægð.
Lagt fram. Vísað til bæjarlögmanns.

11.1509014 - Bæjarráð - 2788. Fundur haldinn 17. september 2014.

1509004F - Skipulagsnefnd, dags. 14. september 2015.1265. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum. Lagt fram.

15061922 - Austurkór 4 og 6. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1505721 - Digranesvegur 32. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1509183 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili.
Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri umsókn um gistiheimili í Hamraborg 3 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15062063 - Helgubraut 13. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15062339 - Hrauntunga 62. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1503337 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu ásamt umsögn og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1509308 - Naustavör 22-30. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1504558 - Nýbýlavegur 28. Grenndarkynning
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15062169 - Skólagerði 40. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1509356 - Vatnsendablettur 72. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.1410307 - Kársnesbraut 19. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi KRark, dags.15.10.2014, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að reisa tveggja hæða fjórbýli á lóðinni við Kársnesbraut 19. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5.10.2015
Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu með vísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5.10.2015. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson var andvígur því að hafna tillögunni.

13.1403302 - Furugrund 3. Breyting á aðalskipulagi

Frá bæjarráði:
Lagt fram bréf frá eiganda Furugrundar 3, Magna ehf., dags. 18.9.2015 þar sem fallið er frá beiðni um breytta landnotkun lóðarinnar við Furugrund 3.
Lagt fram.

Helga Elínborg Jónsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

14.1510008 - Þorrasalir 31. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga lóðarhafa dags. 1.10.2015 að breyttu deiliskipulagi Þorrasala 31. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á tveimur hæðum verði byggt einbýlishús á einni hæð. Útveggur vesturhliðar fer 0,6m út fyrir byggingarreit á 5 m kafla frá suðurhlið. Á norðuausturhorni fer útveggur 0,6 m út fyrir byggingarreit. Gólfkóti hússins hækkar um 20 cm sbr. uppdrætti dags. 1.10.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þorrasala 2, 4, 29 og 33; Þrúðsala 12, 14 og 16.

15.1510036 - Lyngbrekka 18. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Ártúns ehf, f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015. Í erindi er óskað eftir að setja handrið úr gleri ofan á bílskúrsþak og timburpall ásamt tröppum sunnan- og vestanmegin við bílskúrinn sbr. uppdráttum dags. 28.9.2015.

Þá lagt fram skriflegt samþykki hluta aðliggjandi nágranna og samþykki meðeiganda.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Lyngbrekku 15, 16 og 20; Álfhólsvegar 77, 79a, 79b, 79c og 79d.

16.1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10.

Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 9.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Í breytingunni felst m.a. að íbúðum er fjölgað úr 68 í 103. Hafnarbraut 13-15 verði fimm hæðir í stað fjögurra, efsta hæðin verði inndregin án þess að hámarkshæð fari upp úr samþykktum byggingarreit sbr. tillögum dags. 9.9.2015.
Þórir Kjartansson, framkvæmdarstjóri Íslenskra fasteigna ehf., og Sigríður Magnúsdóttir, Teiknistofunni Tröð, gerðu grein fyrir tillögunni.

Lagt fram og kynnt. Frestað.

17.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Í breytingunni felst að lóðinni verður skipt í tvær lóðir, Brekkuhvarf 20 og 20a. Nýja lóðin, Brekkuhvarf 20a, verður 937,7 m2 að stærð. Á lóðinni verður byggingarreitur fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum með hámarksnýtingarhlutfall 0,3. Heildarbyggingarmagn yrði um 280 m2, hámarkshæð suðvesturhliðar (að götu) verður 5 m en hámarkshæð norðausturhliðar (bakhlið) verður 8 m. Nýbygging rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits Brekkuhvarfs 20 sbr. uppdrætti dags. 28.9.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 1, 2, 4, 5, 6, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 22 og 24; Grundarhvarfs 15, 17, 19, 21, 23 og 25.

18.15082228 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Hildar Bjarndadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa Álftraðar 1 dags. 15.9.2015. Á lóðinni í dag stendur tveggja hæða tvíbýli ásamt stakstæðum bílskúr. Óskað er eftir heimild til að stækka bílskúr á norðvesturhorni lóðarinnar um 47m2 og verður hann 115 m2 eftir breytingu. Skv. tillögu verða innréttaðar tvær íbúðir í bílskúrnum, tvö bílastæði fyrir framan bílskúr tilheyra nýjum íbúðum. Bílskúr hækkar ekki og verður dreginn þrjá metra frá lóðamörkum til vesturs. Að auki verður byggður stigi á austurhlið íbúðarhússins og svölum bætt við til suðurs á 2. hæð. Fjórum nýjum bílastæðum er bætt við á austurhlið lóðarinnar sbr. uppdráttum dags. 15.9.2015.
Lagt fram að kynnt. Frestað.

19.1509019 - Bæjarstjórn - 1123. Fundur haldinn 22. september 2015.

1509014F - Bæjarráð, dags. 17. september 2015.

2788. fundur bæjarráðs í 20. liðum. Lagt fram.

15061922 - Austurkór 4 og 6. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1505721 - Digranesvegur 32. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1509183 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili.
Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri umsókn um gistiheimili í Hamraborg 3 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

15062063 - Helgubraut 13. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

15062339 - Hrauntunga 62. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1503337 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu ásamt umsögn og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1509308 - Naustavör 22-30. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1504558 - Nýbýlavegur 28. Grenndarkynning

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

15062169 - Skólagerði 40. Grenndarkynning.Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1509356 - Vatnsendablettur 72. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

Fundi slitið.