Skipulagsnefnd

1215. fundur 05. september 2012 kl. 16:30 - 21:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri
  • Smári Magnús Smárason skipulagsstjóri
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Þóra Hrönn Ólafsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1207228 - Digranesvegur 62, umsókn um byggingarleyfi

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga VSB verkfræðistofu f.h. lóðarhafa um að byggja bílageymslu á lóðamörkum Digranesvegar 64 sem verður sambyggð fyrihugaðri bílageymslu Digranesvegar 64. Vegna landhalla verðu bílageymslan á tveimur hæðum og er fyrirhugaða að nýta neðri hæð sem geymslu. Heildar byggingarmagn viðbyggingar er áætlað 60 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags.18. júní 2012.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 61, 63, 64, Hrauntungu 75, 83 og 91. Kynningu lauk 27. ágúst 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

2.1206431 - Digranesvegur 64, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga VSB verkfræðistofu f.h. lóðarhafa að stofu 35,5 m2 að stærð, byggða úr timbri, ofan á vesturhluta núverandi hús. Einnig sótt um að byggja bílageymslu á lóðamörkum Digranesvegar 62 sem verður sambyggð fyrihugaðri bílageymslu Digranesvegar 62. Vegna landhalla verðu bílageymslan á tveimur hæðum og er fyrirhugaða að nýta neðri hæð sem geymslu.Heildarbyggingarmagn bílageymslu er áætlað um 60 m2 og stofu um 36.5 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags.18. júní 2012.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 62, 63, 66, Hrauntungu 75, 83 og 91. Kynningu lauk 27. ágúst 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.1207122 - Álmakór 17 - breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Krisjáns Leifssonar lóðarhafa, dags. 9. júlí 2012 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi á lóðinni nr. 17 við Álmakór. Í breytingunni felst að á lóðinni verði byggt parhús á einni hæð í stað einbylishúss á tveimur hæðum, byggingarreitir stækka, nýtingarhlutfall sem og hámarks byggingarmagn breytist. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 9. júlí 2012. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum að Álmakór 9, 13, 15, 19, 21, Almannakór 9, 11, Arakór 8, 9 og 10. Kynningu lauk 30. ágúst 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

4.1208145 - Dalaþing 8, girðing og garðskýli.

Á fundi skipulagsnefndar 21. ágúst 2012 var lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergsson og Helgu Loftsdóttur, Dalaþingi 8, dags. 1. ágúst 2012 þar sem óskað er eftir samþykki Kópavogsbæjar til að reisa skjólgirðingu og smáhýsi á lóðarmörkum við opið svæði bæjarins.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Dalaþings 6 og 10.
Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofantaldra lóðarhafa þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

5.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lagt fram vinnuskjal dagsett 5. september 2012 að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024; umhverfismati aðalskipulagsins; staðardagskrá 21; hverfaskipulagi fyrir Kársnes, Digranes, Smára, Fífuhvamm og Vatnsenda. Ennfremur kynnt drög að fyrirhuguðum fundum með hverfaráðum og efni alm. borgarafundar þar sem drög að nýju aðalskipulagi bæjarins verða kynnt.

Fundinn sátu undir þessum lið Óskar Örn Gunnarsson og Yngvi Þór Loftsson frá Landmótun.

Hreggviður Norðdahl tók sæti Guðnýjar Dóru Gestsdóttur kl. 18:30. Þóra Hrönn Ólafsdóttir vék af fundi kl. 18:30.

Fundi slitið - kl. 21:00.