Skipulagsnefnd

1182. fundur 21. september 2010 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson
Dagskrá
Formaður gerði tillögu um að erindi varðandi Hlynsali 14 sé bætt á dagskrá fundarins og var það samþykkt, verður mál nr. 27.

Auk þessa gerir formaður grein fyrir þremur málum í liðnum: Önnur mál.

1.1008156 - Kópavogsbraut 115, bensínstöð Atlandsolíu.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 14. september 2010. Erindið varðar reksturs bensínstöðvar Atlandsolíu á lóðinni nr. 115 við Kópavogsbraut.

Sviðsstjóri fór yfir stöðu lóðar gagnvart skipulagi og greindi frá því að erindi hafi borist frá rekstraraðila dags. 14. september 2010, þar sem óskað er eftir því að aðalskipulagi verði breytt til samræmis við starfsemi á lóðinni. Á gildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir bensínstöð á lóðinni.

Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að halda fund með hagsmunaaðilum í næsta nágrenni við Kópavogsbraut 115, til að kanna viðhorf þeirra til umræddrar breytinga á skipulagi lóðarinnar. 

Einnig verði Heilbrigðiseftirliti svæðisins gerð grein fyrir afstöðu skipulagsnefndar.

 

2.1009237 - Hlynsalir 14, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Sturla Þ. Jónssonar arkitekts dags. 20. september 2010, fh. lóðarhafa nr. 14 við Hlynsali. í erindinu er óskað eftir stækkun kjallara hússins um 31,5 m² með handriði ofan á og tröppum niður á lóðina vestan verða.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 10. sept. ´10 í mkv. 1:200.

Skipulagsnefnd samþykkir skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Hlynsölum 12, 16, 18. Goðasölum 11, 13, 15, 17.

3.1009227 - Andarhvarf 7, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi KR ark arkitekta fh. lóðarhafa nr. 7 við Andahvarf dags. 17. september 2010. Í erindinu felst í ósk um að breytt deiliskipulag hússins sem stendur í vestur hluta lóðarinnar, íbúðum verði fjölgað úr fjórum í átta. Íbúðum fjölgi því alls úr 17 í 21 í íbúðaklasanum. Við þessa breytingu stækkar byggingarreitur til norð vesturs og austurs og breyting verður á fyrirkomulagi bílastæða.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur.

Skipulagsnefnd samþykkir skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Andarhvarfi.

4.1009225 - Álfhólsvegur 53, viðbygging.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 17. september 2010 varðandi nr. 53 við Álfhólsveg. Erindi varðar leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við húsið á tveimur hæðum alls um 197 m² með grunnfleti um 150 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 10. sept.´10 í mkv. 1:100.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 34, 36, 38, 40, 42, 47, 49, 51. Löngubrekku 11, 13, 15, 15a, 17, 19, 21.

Enda liggi fyrir samþykki lóðarhafa Álfhólsvegi 51 og Löngubrekku 15 og 15a.

5.1009219 - Ný skipulagslög

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 voru lögð fram og kynnt ný skipulagslög, sem afgreidd voru frá alþingi 9. september 2010. Lögin taka gildi 1. janúar 2011.

Sviðsstjóri lagði fram nýsamþykkt skipulagslög. Umræðu frestað til næsta fundar skipulagsnefndar.

6.1008087 - Nýbyggingarsvæði í Kópavogi, endurskoðun deiliskipulags.

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var lögð fram tillaga sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs dags. 12. ágúst 2010. Varðar heimild til að hefja endurskoðun á gildandi deiliskipulagi á nýbyggingarsvæðum bæjarins.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir upplýsingum um eignarhald og stöðu umræddra svæða.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 voru lagðar fram tillögur sbr. ofangreint fyrir Þorrasali 1-15, Rjúpnahæð vestur hluta og Vatnsendahlíð.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu tillagna og vinnu við endurskoðun deiliskipulags við Þorrasali, við Austurkór og í Vatnsendahlíð.

7.1009211 - Gulaþing 15 og 25

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi GP arkitekta dags. 10. september 2010 f.h. lóðarhafa Gulaþings 15 og 25. Varðar leyfi til að skipta lóðinni að Gulaþingi 25 í tvær lóðir og byggja parhús á hvorri lóð. Einnig er sótt um að byggja parhús á lóðinni nr. 15 við Gulaþing í stað einbýlishúss.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Gulaþingi.

8.1008125 - Álfhólsvegur 81, fjölgun íbúða og bílageymsla.

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa vegna nr. 81 við Álfhólsveg dags. 17. ágúst 2010. Erindið varðar, að lyfta þaki, fjölga íbúðum úr þremur í fjórar og byggingu bílageymslu.
Meðfylgjandi: skýringaruppdrættir dags. 10. ág.´10 í mkv. 1:100 og 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76, 77, 79a, 79b, 79c, 79d, 83, 85. Lyngbrekku 20. Selbrekku 2, 4, 6. Enda liggi fyrir samþykki meðeiganda.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 er erindið lagt fram a nýju þar sem fram kom villa í áður kynntri tillögu. Varðar hún fjölda íbúða sem eru þrjár en samkvæmt tillögunni er fyrirhugað að fjölga þeim í fimm en ekki fjórar eins og áður kynnt gögn segja til um.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76, 77, 79a, 79b, 79c, 79d, 83, 85. Lyngbrekku 20. Selbrekku 2, 4, 6. Enda liggi fyrir fullnægjandi samþykki meðeiganda.

Umferðarnefnd verði gerð grein fyrir erindinu.

9.1008238 - Metanorka. Ósk um aðstöðu fyrir afgreiðslustöð.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Metanorku ehf. dags. 30. ágúst 2010. Erindið var á dagskrá bæjarráðs 2. september 2010 og var vísað til sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar. Erindið varðar ósk um staðsetningu lóðar vegna afgreiðslustöðvar fyrir metan og aðra umhverfisvæna orku.

Sviðsstjóri skýrði málið og gerði grein fyrir frekari upplýsingum frá Metanorku ehf. Skipulagsnefnd lítur jákvætt á erindið. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn sviðsstjóra á næsta fundi nefndarinnar varðandi mögulega staðsetningar fyrir afgreiðslustöð. 

10.1008244 - Marbakkabraut 11, sólskáli

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 27. ágúst 2010 varðandi nr. 11 við Marbakkabraut. Erindið varðar leyfi til að byggja um 18,8 m² sólskála sunnan hússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 28. ág.´10 í mkv. 1:100

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Marbakkabraut 5, 7, 9, 15, 17.

11.1008207 - Öldusalir 1, lóðarstækkun

Á fundi skipulagsnefndar 21 september 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 1 við Öldusali. Erindið varðar leyfi til þess að stækka lóðina til suðvesturs um 57,5 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 26. ág.´10 í mkv. 1:200

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Öldusölum.

12.1008204 - Gata á milli Lindasmára og Lautasmára, endurskoðun.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs dags. í september 2010, er varðar endurskoðun skipulags götu milli Lindasmára og Lautasmára. Enn fremur lögð fram fundargerð umferðarnefndar frá 26. ágúst 2010.
Meðfylgjandi: Kynningargögn.

Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að vinna áfram að tillögu að breyttu skipulagi reitsins í samráði við umferðarnefnd og íbúa í næsta nágrenni.

13.1008188 - Grenndarkynningar, verklag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs dags. í september 2010. Erindið varðar verklag við grenndarkynningar, sbr 26. grein og 43. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Sviðsstjóri kynnti bætt verklag við grenndarkynningar sbr. 26. og 43. grein skipulags- og byggingarlaga.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu verklagi. Erindinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

14.1008180 - Fornahvarf 3, sólskáli

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 23. ágúst 2010. Erindið varðar leyfi til byggingar um 32,0 m² sólskála vestan íbúðarhússins nr. 3 við Fornahvarf.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 2. júlí 2010 í mkv. 1:500 og 1:100.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Fornahvarfi 1. Dimmuhvarfi 2, 4, 6, 8, 10.

15.1008013 - Bæjarráð - 2559, 26. ágúst 2010.

Skipulagsnefnd 17. ágúst 2010:

0903151 - Kársnesbraut 78 - 84, Vesturvör 7 og göng undir Vesturvör að bryggjuhverfi, deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1006448 - Grundarsmári, stækkun húss.

Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulagsnefndar.

1007054 - Svæðisskipulag, óveruleg breyting. Sjúkrahús Mosfellsbæ.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og gerir ekki athugasemd við erindið.

1008055 - Austurkór 92.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

1008087 - Nýbyggingarsvæði í Kópavogi, endurskoðun deiliskipulags.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar um að hefja endurskoðun á gildandi deiliskipulagi á nýbyggingarsvæðum.

 

16.1008154 - Kópavogsbakki Kópavogsbarð, áskorun.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagður fram undirskriftarlisti 28 einstaklinga, íbúa við Kópavogsbakka og Kópavogsbarð dags. 20. ágúst 2010. Um er að ræða áskorun til bæjaryfirvalda í Kópavogi um að byggingarframkvæmdum á svæðinu verði lokið sem allra fyrst. Erindið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs 26. ágúst 2010 og var þar vísað til sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs til úrvinnslu.

Sviðsstjóri greindi frá stöðu framkvæmda á svæðinu.

17.1008137 - Heiðmörk, Reykjavík. Deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Reykjavíkurborgar dags. 13. ágúst 2010. Erindið varðar deiliskipulag Heiðmerkur. Auglýsing um deiliskipulagið var birt í dagblöðum 11. ágúst 2010 og rennur athugasemdafrestur út 22. september 2010.
Meðfylgjandi: Deiliskipulagsuppdráttur, greinargerð dags. 9. ágúst 2010 og umhverfisskýrsla dags. 9. ágúst 2010.

Bókun: "Heiðmörkin er mikilvægur hlekkur útivistarsvæða höfðuborgarsvæðisins enda mikið notuð af Kópavogsbúum sem og öðrum íbúum svæðisins.  Heiðmerkursvæðið liggur að lögsögumörkum Kópavogs, sem nánast umlykja Heiðmerkursvæðið og því telur skipulagsnefnd Kópavogs að skort hafi á nauðsynlegt samráð í verkferli tillögunnar. Áður en að afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar kemur hjá borgaryfirvöldum og
bæjaryfirvöldum í Garðabæ óskar nefndin eftir því að efnt verði til samráðsfundar við bæjaryfirvöld í Kópavogi þ.e. skipulagsnefnd og umhverfisráð þar sem tillagan verður kynnt, einstakir þættir hennar yfirfarnir með tilliti til lögsögumarka Kópavogs/Reykjavíkur/Garðabæjar og mögulegar breytingar ræddar. Svo sem varðandi aðkomu að Heiðmerkursvæðinu."

18.1008115 - Kastalagerði 7, göngustígur

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Ás styrktarfélags dags. 10. ágúst 2010 varðandi göngustíg á lóðinni nr. 7 við Kastalagerði. Í erindinu er farið fram á viðræður um hugmyndir um tilfærslu stígsins. Lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. 25. ágúst 2010 um færslu göngustígs á lóðinni.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýst verði tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar dags. 25. ágúst 2010 á grundvelli 7. mgr. 43. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

19.1005072 - Vallakór 1-3, aðkoma

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi frá bæjarráði dags. 16. júní 2010. Erindið varðar skoðun á breyttri aðkomu að Kórnum og afmörkun bílastæða íbúðarhúsa við Vallakór.
Frestað. Skipulagsnefnd vísar erindinu til Skipulags- og umhverfissviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju.
Frestað. Skipulagsnefnd óskar umsagnar umferðarnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. í september 2010 að breyttri aðkomu að íþróttamannvirkjum í Kórnum ásamt samantekt um fjölda bílastæða. Enn fremur var lögð fram fundargerð umferðarnefndar frá 26. ágúst 2010.

Skipulagsnefnd samþykkir að Skipulags- og umhverfissvið vinni tillögu að breyttu deiliskipulagi svæðisins í samráði við umferðarnefnd. 

20.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs dags. 1. júlí 2010. Þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að leita álits Húsfriðunarnefndar um varðveislu Kópavogsbæjar og hælis og endurreisn þeirra.
Meðfylgjandi: Greinargerð Skipulags- og umhverfissviðs dags. júní 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir að mæla með við bæjarráð að leitað verði álits Húsfriðunarnefndar um varðveislu gamla Kópavogsbæjarins (Kópavogstún 14) og Kópavogshælis (Kópavogsgerði 9) og endurreisn þeirra.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs að friðun Kópavogshælis og gamla Kópavogsbæjarins dags. í september 2010 ásamt tilkynningu um að Húsfriðunarnefnd hafi fjallaði um erindið á fundi sínum 19. ágúst 2010 þar sem ""forstöðumanni var falið að undirbúa tillögu að friðun.""

Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að vinna tillögu að friðun í samráði við Húsfriðunarnefnd á grundvelli samþykktar nefndarinnar dags. 19. ágúst 2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

21.1006139 - Laufbrekka 13, einbýli í tvíbýli.

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 25. maí 2010. Erindið varðar óks um leyfi til að breyta einbýli í tvíbýli með bílskúr nr. 13 við Laufbrekku.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 18. maí 2010 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, til lóðarhafa Laufbrekku. Löngubrekku 10, 12, 14, 16. Enda liggi fyrir samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
Kynning fór fram 10. ágúst til 7. september 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.

Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

22.1007018 - Breiðahvarf 6, hesthús

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 6 við Breiðahvarf og varðar leyfi til byggingar hesthúss á lóðinni.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 1. júli 2010 í mkv. 1:100 og 1:500
Skipulagsnefnd samþykkir skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Breiðahvarfi 2, 4, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 15, 17. Faxahvarf 3, 12. Fákahvarf 13, 18.
Kynning fór fram 14. júlí til 16. ágúst 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn skipulags- og umhverfissviðs dags. 21. september 2010.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli umsagnar dags. 21. september 2010 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

23.1006448 - Grundarsmári 16, stækkun húss

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 16 við Grundarsmára dags. 25. júní 2010. Erindið varðar leyfi til stækkunar hússins til vesturs um 5 m² og tengja stækkunina við sólhýsi á suðurhlið.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 5. júní 2010 í mkv. 1:100
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, til lóðarhafa Grundarsmára 11, 13, 14, 15, 17, 18, 20. Grófarsmára 27, 29, 31, 33, 35.
Kynning fór fram 15. júlí til 16. ágúst 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 26. ágúst 2010 er samþykkt að vísa erindinu aftur til skipulagsnefndar.
Á fundi bæjarráðs 2. september 2010 er til umfjöllunar bréf nágranna dags. 25. ágúst 2010. Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt bréfi sem lóðarhafi Grundarsmára 15 og skipulagsstjóri undirrita, dags. 16. september 2010. Í bréfinu kemur fram að misskilnings hafi gætt varðandi túlkun á gildandi skipulagsskilmálum. Lóðarhafi Grundarsmára 15 setur sig ekki upp á móti tillögu að stækkun hússins.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

24.801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði

Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er lagt fram erindi Skotfélags Kópavogs dags. 11. mars 2010. Erindið var á dagskrá bæjarráðs 8. apríl 2010 og vísað til umsagnar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Meðfylgjandi erindinu eru gögn, sem Skotfélagið hefur látið vinna: Hjóðmælingar og Matslýsing.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skólanefndar, umhverfisráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Fulltrúi Samfylkingarinnar (KSJ) telur að skotsvæði á umræddum stað sé ósamrýmanlegt þeirri starfsemi sem nú þegar er á svæðinu.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögnum skólanefndar dags. 17. maí 2010, umhverfisráðs dags. 3. maí og íþrótta- og tómstundaráðs dags. 3. maí 2010

Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli fyrirliggjandi umsagna að hafna erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

25.1005063 - Þríhnúkagígur

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs varðandi Þríhnúkagíg, framvindu undirbúningsvinnu fyrir skilgreiningu og mótun friðlýsingar, breytingar á skipulagi og gerð umhverfisskýrslu.
Stefán Gunnar Thors, umhverfishagfræðingur VSÓ Ráðgjöf gerði grein fyrir málinu.
Skipulagsnefnd lagði til við bæjarráð að fela Skipulags- og umhverfissviði í samvinnu við Þríhnúka ehf. að hefja vinnu við friðlýsingu Þríhnúkagígs, breytingar á skipulagi og gerð umhverfisskýrslu.
Á fundi bæjarráðs 20. maí 2010 var afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt og erindinu vísað til Skipulags- og umhverfissviðs til úrvinnslu.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var erindið lagt fram að nýju og greint frá stöðu mála. Enn fremur lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjarfar dags. 13. september 2010 - Samanburður á friðlýsingu og hverfisvernd ásamt minnisblaði Skipulags- og umhverfissviðs dags. 27. ágúst 2010 um verklag fyrirhugaðrar skipulagsvinnu við Þríhnúka.

Skipulagsnefnd samþykkir að unnið verði áfram að framvindu undirbúningsvinnu.

26.910464 - Götureitur Kópavogsbraut, Kópavör, Þinghólsbraut, Suðurvör.

Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 var lagt fram erindi Ingibjargar Baldursdóttur fh. eigenda nr. 69 við Kópavogsbraut. Í erindi felst að óskað er eftir heimild til að skipta lóðinni í tvær lóðir, með annað hvort parhúsi eða tveimur einbýlishúsum.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir.
Skipulagsnefnd samþykkti að fela Skipulags- og umhverfissviði að vinna deiliskipulagstillögu fyrir götureitinn milli Kópavarar, Kópavogsbrautar, Þinghólsbrautar og Suðurvarar.
Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 var tillaga varðandi götureitinn lögð fram. Í tillögu skipulags- og umhverfissviðs dags. 4. desember 2009, kemur fram m.a. umfang skráðra bygginga í götureitnum, fjöldi íbúða, hæð byggingar og stærð lóða. Einnig eru sýndar hugmyndir að nýjum og breyttum byggingarreitum ásamt nýtingarhlutfalli hverrar lóðar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að leita eftir áliti hlutaðeigandi lóðarhafa á skipulagssvæðinu sbr. framlagða hugmynd.
Haldinn var kynningarfundur með hlutaðeigandi 28. janúar 2010, þar sem óskað var eftir hugmyndum lóðarhafa í götureitnum.
Í bréfi dags. 29. janúar 2010 til viðkomandi lóðarhafa var gefinn frestur til að skila erindum til 15. febrúar 2010.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt tillögu að deiliskipulagi reitsins dags. 12. mars 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: ""Fögnum því að barátta okkar í skipulagsnefnd fyrir bættum vinnubrögðum hafi borið árangur og hér eftir verði götureitir í ódeiliskipulögðum hverfum að jafnaði skipulagðir sem ein heild.""
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ""mótmælum því harðlega að ekki hafi verið ástunduð góð vinnubrögð við vinnu að skipulagsmálum í Kópavogi, hvort sem er í skipulagsnefnd eða á Skipulags- og umhverfissviði.""
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna ""fagnar því skrefi sem nú hefur verið stigið í átt til þess að deiliskipuleggja heila götureiti í stað einstakra lóða í ódeiliskipulögðum hverfum bæjarins.""
Fulltrúar Samfylkingar bóka: ""Samfylkingin harmar að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna skuli velja að snúa út úr okkar orðum með því að draga starfsmenn Skipulags- og umhverfissviðs inn í umræðuna. Við erum á engan hátt að saka starfsmenn Skipulags- og umhverfissviðs um ófagleg vinnubrögð. Hér er um að ræða pólitískan ágreining um framkvæmd skipulags, og hefur m.a. Úrskurðarnefnd skipulagsmála fellt úrskurð í samræmi við okkar sjónarmið.""
Á fundi bæjarráðs 18. mars 2010 var samþykkt að tillagan væri auglýst.
Tillagan var auglýst 30. mars til 4. maí 2010, með athugasemdafresti til 18. maí 2010. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var tillagan lögð fram á ný ásamt athugasemdum og ábendingum.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var tillagan lögð fram á ný.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var tillagan lögð fram á ný ásamt umsögn dags. 17. ágúst 2010.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram bréf Ingibjargar Baldursdóttur f.h. dánarbús Vilborgar Halldórsdóttur dags. 2. september 2010 og breytt tillaga dags. 21. september 2010 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Ennfremur lögð fram umsögn dags. 21. september 2010.






Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir götureitinn milli Kópavarar, Kópavogsbrautar, Þinghólsbrautar og Suðurvarar dags. 21. september 2010, þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og umsögn dags. 21. september 2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.  

27.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 var lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands, vesturhluta. Atvinnu- og íbúarsvæði sunnan Fífuhvammsvegar sem samþykkt var í bæjarstjórn 21. desember 1994 m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 11. apríl 1995. Í tillögunni felst að Lindarvegur breikkar um eina akrein við gatnamót Fífuhvammsvegar og Lindarvegar. Lega göngustíga og mana/ hljóðveggja breytist. Lögð fram drög að umhverfisskýrslu og matslýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lögð fram umhverfismatsskýrsla dags. mars 2010.
Skipulagsnefnd samþykkti umhverfismatsskýrslu dags. mars 2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. febrúar 2010 var samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 30. mars til 4. maí 2010, með athugasemdafresti til 18. maí 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var tillagan lögð fram á ný ásamt athugasemdum.
Skipulagsnefnd fól Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var tillagan lögð fram á ný.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að halda fund með fulltrúum íbúa, sem sendu inn athugasemdir við tillöguna.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var tillagan lögð fram á ný ásamt fundargerðum funda með fulltrúum íbúa, sem sendu inn athugasemdir og drög að umsögn Skipulags- og umhverfissviðs dags. 17. ágúst 2010.
Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir því að Skipulags- og umhverfissvið boði íbúa og hagsmunaaðila til samráðsfunda, þar sem m.a. verði farið yfir stöðu málsins og mögulegar úrlausnir ræddar.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram á ný erindi að breyttri útfærslu að fyrirhugaðri breikkun Lindarvegar. Lögð fram endurbætt tillaga að útfærslu dags. 21. september 2010

Skipulagsnefnd samþykkir að endurbætt tillaga að útfærslu á breikkun Lindarvegar verði kynnt fulltrúum íbúa, sem gerðu athugasemdir við auglýsta tillögu. Í nýrri útfærslu er komið til móts við athugasemdir við auglýsta tillögu.

Önnur mál.

Formaður skipulagsnefndar óskar eftir að eftirfarandi sé tekið til umræðu:

1. Skipulagsnefnd óskar eftir lögfræðiáliti frá lögfræðingi Skipulags- og umhverfissviðs þar sem réttur Kópavogsbæjar til gerðar deiliskipulags er skilgreindur. Sérstaklega verði farið yfir hvaða áhrif:
a) Eig

Fundi slitið - kl. 18:30.