Skipulagsnefnd

1272. fundur 15. febrúar 2016 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.812106 - Þríhnúkagígur. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram að nýju tillaga að lýsingu deiliskipulagsverkefnis og matslýsing vegna deiliskipulags Þríhnúkagígs og nágrennis í Kópavogi dags. í september 2015.

Greint frá kynningarfundi sem haldinn var 28.1.2016 með bæjarfulltrúum, fulltrúum í skipulagsnefnd og umhverfis- og samgögnunefnd. Þá lögð fram greinargerð með athugasemdum og ábendingum er bárust á kynningartíma deiliskipulagslýsingar og viðbrögðum við þeim. Er greinargerðin dags. í desember 2015.

Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að starfshópi skipuðum sérfræðingum á sviði vatnsverndar og gunnvatnsrannsókna á höfuðborgarsvæðinu sem yfirfara og uppfæra áhættumat vegna starfsemi í Bláfjöllum og áformaðra framkvæmda og starfsemi við Þríhnúkagíg.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu skipulagsstjóra að starfshópi með eftirtöldum viðbótum við hlutverk hópsins sem komi fram í erindisbréfi: hópurinn skoði ólíkar sviðsmyndir, náttúruvá, samráð við SSH, starfstími verði að hámarki 4-6 mánuðir. Tillaga um skipan starfshóps verði lögð fyrir nefndina.

2.1308275 - Vatnsendahlíð, kæra vegna deiliskipulag.

Lagður fram úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 21. janúar 2016 vegna kæru á ákvörðum bæjarstjórnar Kópavogs frá 28. maí 2013 vegna breytingar á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar - Þing, 2, 3 og.
Frestað.

3.1311203 - Kópavogsbakki 2 og 4, deiliskipulag. Kæra.

Lagður fram úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 29. janúar 2016 vegna kæru á ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs frá 10. september 2013 vegna breytingar á deiliskipulagi Kópavogsbakka 2 og 4.
Frestað.

4.1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7. Auðbrekka dags. 3. janúar 2016.
Frestað.

5.1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Auðbrekka.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8. Smárinn vestan Reykjanesbrautar dags. 3. janúar 2016.
Frestað.

6.1602248 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Miðhverfi, skilgreining.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 sem tók gildi 14. júní 2015 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 6. Miðhverfi skilgreining dags. 3. janúar 2016.
Frestað.

7.1602247 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Sveitarfélagsmörk.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 5. Sveitarfélagamörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs dags. 3. janúar 2016.
Frestað.

8.1602245 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Kópavogsgöng.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 sem tók gildi 14. júní 2015 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 4. Niðurfelling Kópavogsganga dags. 3. janúar 2016.
Frestað.

9.1602244 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vatnsvernd.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 sem tók gildi 14. júní 2015 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr.3. Vatnsvernd dags. 3. janúar 2016.
Frestað.

10.1602243 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vaxtamörk byggðar.

Lögð fram með tilvísan í 1. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 sem tók gildi 14. júní 2015 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 2. Vaxtamörk byggðar dags. 3. janúar 2016.
Frestað.

11.1509373 - Nýbýlavegur 78. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga VA Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 4.11.2015 þar sem óskað er eftir breytingum að Nýbýlavegi 78. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, byggt árið 1961, verði rifið. Þess í stað verði reist íbúðarhús með 6 íbúðum á tveimur hæðum og kjallara. Á lóð verða 6 bílastæði ásamt bílgeymslum fyrir tvo bíla sbr. teikningum dags. 4.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 56, 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76 og 80; Túnbrekku 2 og 4; Lundarbrekku 2 og 4. Kynningu lauk 18.1.2016. Athugasemd barst frá Halldóri Ingvarssyni og Hjördísi Ólafsdóttur, Nýbýlavegi 68, dags. 18.1.2016; frá Lundabrekku 2, 13 undirskriftir, dags. 18.11.2016; frá Nýbýlavegi 72, 4 undirskriftir, dags. 18.1.2016; frá Nýbýlavegi 76, 1 undirskrift, dags. 18.1.2016; frá Nýbýlavegi 80, 3 undirskriftir, dags. 18.1.2016; frá Túnbrekku 2, 3 undirskriftir, dags. 18.1.2016; frá Túnbrekku 4, 6 undirskriftir, dags. 18.1.2016.

Lögð fram breytt tillaga VA arkitekta fh. lóðarhafa dags. 10. febrúar 2016 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni á lóð og fyrirkomulagi bílastæða breytt.
Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. febrúar 2016.
Frestað.

12.1409123 - Kársnesbraut 7 (Ásbraut 1-1a). Kynning á byggingarleyfi.

Lagðar fram tillögur THG arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 26.11.2015 að uppbyggingu að Kársnesbraut 7. Settar eru fram þrjár tillögur með 1-2 húsum á lóðinni, allar tillögur gera ráð fyrir 6 íbúðum á lóð. Tillögur gera ráð fyrir nýtingarhlutfalli upp á 0,38 - 0,46 sbr. uppdráttum dags. 26.11.2015.

Greint frá samráðsfundum sem haldnir voru 26.1.2016 og 11.2.2016.
Frestað.

13.1510610 - Hamraendi 25. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 20.10.2015, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hamraenda 25. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 2m til suðurs og lóð stækkar um 81 m2 til suðurs. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum við snúningshaus sbr. uppdrætti dags. 20.10.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.

14.1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Í breytingunni felst m.a. að íbúðum er fjölgað um 10 verða 78 í stað 68 og hluti húsnæðisins verður fyrir atvinnustarfsemi samtals 1,260 m2. Hæð fyrirhugaðra húsa er óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag þ.e. 4 hæðir auk kjallara. Miðað er við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði. Hluti bílastæða eru í niðurgrafinni bílgeymslu. Lóðamörk breytast. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Kynningu lauk 11.2.2016. Ábending barst frá Árna Davíðssyni dags. 15.1.2016. Athugasemd og ábending barst frá umhverfissviði dags. 10.2.2016. Athugasemd barst frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 11.2.2016
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

15.1511754 - Hafraþing 9-11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hafraþings 9-11. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Greint frá samráðsfundi sem haldinn var 10.2.2016. Lögð fram breytt tillaga dags. 10.2.2016 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Uppdráttur er samþykktur af athugasemdaraðlium með undirritun á uppdráttinn.
Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 10.2.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.1511136 - Glaðheimar - austurhluti. Hönnun bæjarlands.

Lögð fram tillaga Landark ehf., dags. 14.12.2015, að nánari útfærslu deiliskipulags bæjarrýmis í Glaðheimum - austurhluta.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða útfærslu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.1601014 - Bæjarráð - 2805. Fundur haldinn 21. janúar 2016.

1601673 - Skemmuvegur 48, sótt um stækkun á lóð.
Frá S. Helgassyni ehf., lögð fram umsókn um stækkun á lóð félagsins að Skemmuvegi 48 til austurs. Félagið óskar eftir að fá leyfi til að byggja á lóðinni við hliðina, að Skemmuvegi 50.

1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili.
Frá Studio apartments, dags. 13. janúar, lagt fram bréf í tilefni af synjun skipulagsnefndar á erindi félagsins um að breyta veitingastað að Hamraborg 3 í gistiheimili, þar sem m.a. er óskað eftir rökstuðningi á synjun umsóknar. Bæjarráð vísar málinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

1512013F - Skipulagsnefnd, dags. 18. janúar 2016.
1271. fundur skipulagsnefndar í 31. lið. Lagt fram.

1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði. Deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3. Tillaga er sett fram í skipulagsskilmálum og á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 10. ágúst 2015 í mkv. 1:1000. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og málinu vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 22.10.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 23.10.2015. Tillagan var send Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirlti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, Umhverffisstofnun, Isavia ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur til umsagnar. Kynningu lauk 7.12.2015. Athugasemd barst frá Vegagerðinni, dags. 13.11.2015; frá félagasamtökum Sukyo Mahikari, Nýbýlavegi 6, dags. 7.12.2015; frá Teiti Má Sveinssyni, hdl., f.h. lóðarhafa Auðbrekku 7, dags. 7.12.2015. Ennfremur lögð fram umsögn Isavia, dags. 9.12.2015. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 18. janúar 2016. Eftir að athugasemdafresti lauk bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum við Löngubrekku 41, 43, 45, og 47, dags. 17.1.2016; frá Árna Davíðssyni, dags. 15.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma og vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Með tilvísan í lið 2.4 í skipulagsskilmálum svæðisins samþykkir skipulagsnefnd jafnframt að unnin verði nánari útfærsla á hönnun bæjarlandsins á deiliskipulagssvæðinu. Lögð verði áhersla á vandaða hönnun og efnisval m.a hvað varðar torg, opin svæði, gróður, lýsingu, göngu- og hjólaleiðir svo og yfirborð gatna. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram að nýju tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016 ásamt breyttri tillögu dags. 18.1.2016 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Þá greint frá samráðsfundi með aðilum máls sem haldinn var 14.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 18.1.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn dags. 18.1.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.


1601579 - Ennishvarf 12. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram tillaga KRark, dags. 15.3.2015, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Einnishvarfs 12. Á lóðinni í dag stendur tæplega 300 m2 einbýlishús. Í breytingunni felst að byggð verður u.þ.b. 150 m2 aukahæð með sér íbúð ofan á suður helming hússins. Á vesturhlið hússins kemur stigahús á tveimur hæðum sem nær 2,5 metra út fyrir núverandi húshlið. Aukning á byggingarmagni umfram leyfilegt byggingarmagn skv. gildandi deiliskipulagi eru 110 m2. Stækkun rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits sbr. uppdráttum dags. 15.3.2015. Skipulagsnefndar hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar, þar sem það væri ekki í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála frá 29. júlí 2002 hvað varðar fjölda íbúða. Í skipulagsskilmálunum kemur m.a. fram að: "...hámarki er gert ráð fyrir einni íbúð á hverri lóð." Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1510808 - Faldarhvarf 8, 10 og 12. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram að nýju erindi A2 arkitekta f.h. lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12 þar sem óskað er eftir að breyttu deiliskipulagi lóðanna. Í breytingunni felst að bílskúr húss nr. 8 er færður af norðvesturhorni yfir á norðausturhorn þess. Einnig er óskað eftir að hækka hús nr. 12 um 80 cm og lækka hús nr. 10 um 20 cm sbr. uppdrætti dags. 14.10.2015. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísun til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu fyrir lóðarhöfum Faxahvarfs 1; Faldarhvarfs 9, 11, 13, 15 og 17. Lagt fram skriflegt samþykki fyrrnefndra lóðarhafa mótt. 14.12.2015. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi Faldarhvarf 8, 10 og 12 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti. Lindarvegur frá Bæjarlind að Fífuhvammsvegi. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta. Í breytingunni felst breikkun Lindarvegur um eina akrein frá Bæjarlind að Fífuhvammsveg. Lega göngustíga og hljóðmana/hljóðveggja breytist. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringaryppdráttum og umhverfisskýrslu og matslýsingu dags. 18.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bjærstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1510036 - Lyngbrekka 18. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa erindi Ártúns ehf, f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015. Í erindi er óskað eftir að setja handrið úr gleri ofan á bílskúrsþak og timburpall ásamt tröppum sunnan- og vestanmegin við bílskúrinn sbr. uppdráttum dags. 28.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulag- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 5.1.2016 þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að í umsögn Kópavogsbæjar um framkomnar athugasemdir við endurkoðun deiliskipulags Smárans sé ekki nægjanlega skýr rökstuðningur er varðar bílastæðamál Hagasmára 1 og 3. Lagt fram erindi skipulagsstjóra dags. 15.1. 2016 þar sem fram kemur frekari rökstuðningur við afgreiðslu athugasemda hvað varðar kvöð um samnýtingu bílastæða Hagasmára 1 og 3 og áhrif deiliskipulagsbreytingarinnar á aðgengi lóðarhafa Hagasmára 3 að bílastæðum á deiliskipulagssvæðinu. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga að stækkun tennishallarinnar frá Tennisfélagi Kópavogs og Tennishöllinni dags. 8.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt að unnið yrði úr innsendum athugasemdum og málið lagt fyrir 1272. fund skipulagsnefndar til afgreiðslu.

Lögð fram drög að umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.2.2016. Einnig lögð fram tillaga skipulagsstjóra að mögulegri lausn dags. 15.2.2016.
Hlé var gert á fundi kl. 18:35

Fundi var framhaldið kl. 18:48

Kynnt og frestað.

19.1511761 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum við Álftröð 1. Í breytingunni felst að anddyri og utanáliggjandi stigi eru byggð á austurhlið íbúðarhússins og svölum, 4 m x 1,7 m, er bætt við á suðurhlið 2. hæðar. Bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar stækkar um 47,5 m2, byggingarreitur bílskúrs stækkar um 4 m til suðurs og 2 m til austurs. Bygging verður 3 m frá lóðmörkum til austurs, við Skólatröð 1. Heildaraukning á byggingarmagni verður 55,3 m2 og nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,34. Fjögur ný bílastæði bætast við á vesturhluta lóðar sbr. uppdráttum dags. 25.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álftraðar 2, 3, 4, 5 og 7. Kynningu lauk 1.2.2016. Athugsemdir bárust frá Guðrúnu Elvu Hjörleifsdóttur, Álftröð 3, dags. 28.1.2016; frá Þórhöllu Kristjánsdóttur, Skólatröð 2, dags. 20.1.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

20.1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, dags. 24.11.2015 um breytt deiliskipulag Askalindar 1. Í breytingunni felst að byggja tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið Askalindar 1 ásamt því að stækka kjallara á suðurhluta lóðarinnar. Grunnflötur viðbyggingar verður um 12 m x 15 m eða 180 m² að stærð. Viðbygging verður því í heildina um 360 m² og hámarkshæð verður 8,3 metrar. Að auki verður kjallari stækkaður um 12,5 m til suðurs eða um 360 m². Heildarbyggingarmagn eykst um 720 m² og verður 2174 m² og nýtingarhlutfall verður 0,76 eftir breytingu. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var samþykkt tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Akralindar 2a og 3; Askalindar 2 og 4; Fitjalindar 14, 16 og 18; Fjallalindar 20 og 22; Fjallalindar 52 og 54. Kynningu lauk 8.2.2016. Athugsemd barst frá húsfélagi Akralindar 2, dags. 28.1.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

21.1602267 - Þverbrekka 8. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Sveins Ívarssonar arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 10.2.2016 þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði við Þverbrekku 8. Í breytingingunni felst að bætt er við einni hæð ofan á húsið og því breytt í fjölbýli með 12 íbúðum. Í kjallara verða 7 bílastæði og á lóð verða 12 bílastæði eða 1,6 stæði pr. íbúð. Meðalstærð íbúða er 64 m2 og nýtingarhlutfall lóðar verður 0,87 eftir breytingu sbr. uppdráttum dags. 20.11.2015. Breytingin er í samræmi við staðfesta breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 sem tók gildi 15. október 2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þverbrekku 3 og 6; Fögrubrekku 23, 24, 25, 26, 27, 29, 31, 42 og 44.

Bókun Kristins Dags Gissurarsonar:
Fagna vinnubrögðum skipulagsnefndar í ferlinu sem viðkemur Þverbrekku 8 öndvert við vinnubrögð vegna Furugrundar 3.

22.1601673 - Skemmuvegur 48, sótt um stækkun á lóð.

Frá bæjarráði:
Lögð fram umsókn lóðarhafa Skemmuvegar 48, S. Helgasyni ehf., þar sem óskað er eftir að stækka lóðina til austurs. Óskað er eftir leyfi til að byggja á lóðinni við hliðina, Skemmuvegi 50.
Skipulagsnefnd samþykkti að lóðarhafi vinni tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samráði við skipulags- og byggingardeild þar sem m.a. kemur fram umrædd stækkun lóðarinnar til austurs ásamt fyrirhugaðri viðbyggingu og jafnframt verði hugað að tengingum fyrir gangandi og hjólandi.

23.1602444 - Hófgerði 2. Bílskúr, stækkun.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Péturs Örns Björnssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.2.2016 þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúr við Hófgerði 2. Í breytingunni felst að núverandi 40 m2 bílskúr á lóðinni verður rifinn og nýr 47 m2 bílskúr ásamt opnu bílskýli byggt í hans stað. Bílskýli verður 6m x 6,3m að stærð sbr. uppdráttum dags. 1.2.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hófgerðis 4; Holtagerðis 1 og 3.

24.1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili.

Frá bæjarráði:
Lagt fram erindi Studio apartments, dags. 13.1.2015, vegna synjunar skipulagsnefndar á erindi félagsins um að breyta veitingastað að Hamraborg 3 í gistiheimili.

Lagður fram uppdráttur Alark arkitekta dags. 12.1.2016 þar sem fram koma fyrrnefndar breytingar á Hamraborg 3. Í breytingunni felst að í norðurhluta rýmisins verða tvö gistirými. Í suðurhluta rýmisins verður verslunarrými sem snýr út að Hamraborg.
Skipulagsnefnd vísaði erindi til byggingarfulltrúa.

25.1602290 - Austurkór 67. Gervihnattadiskur. Fyrirspurn.

Lagt fram erindi Sighvats Bjarnasonar, Austurkór 65, dags. 5.1.2016 vegna gervihnattadisk á efstu hæð Austurkórs 67 sem fer upp fyrir samþykktan byggingarreit.
Skipulagsnefnd vísaði erindi til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

26.1511664 - Faldarhvarf 15 og 17. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Arkís ehf. dags. 20.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Faldarhvarfs 15-17. Í breytingunni felst að farið er með svalir 1,8 m út fyrir byggingarreit á suðurhlið húsanna sbr. uppdrætti dags. 24.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faldarhvarfs 11, 12 og 13 ásamt Faxahvarfi 1 og 3. Kynningu lauk 22.1.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

27.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var breytt tillaga dags. 18.1.2016 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016.

Á fundi bæjarstjórnar 26.1.2016 lagði Sverrir Óskarsson til að málinu yrði vísað til skipulagsnefndar að nýju. Bæjarstjórn samþykkti tillögu Sverris Óskarssonar.

Lögð fram bréf frá Magnúsi S. Alfreðssyni og Þórönnu S. Sverrisdóttur, Brekkuhvarfi 22, dags. 18.1.2016 og frá Hönnu Sigríði Sigurðardóttur og Óla Óskari Herbertssyni, dags. 18.1.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 18.1.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010 ásamt umsögn. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Anna María Bjarnadóttir og Guðmundur Geirdal samþykktu framlagða tillögu.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson og Ása Richardsdóttir sátu hjá.

28.1509356 - Vatnsendablettur 72. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa dags. 14.9.2015 að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 72. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lögð fram breytt tillaga dags. 18.1.2016 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var málinu frestað.
Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 18.1.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010 ásamt umsögn. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Anna María Bjarnadóttir, Guðmundur Geirdal samþykktu tillöguna.
Ása Richardsdóttir var ekki samþykk tillögunni.
Kristinn Dagur Gissurarson og Margrét Júlía Rafnsdóttir sátu hjá.

Lögð fram bókun Ásu Richardsdóttur:
Undirrituð leggst gegn breyttri deiliskipulagstillögu. Ég tel að yfirbragð hverfis breytist um of með því að skipta umræddri lóð upp í þrjár lóðir. Fyrra deiliskipulag gerði ráð fyrir einni íbúð og hesthúsi nú er gert ráð fyrir sjö íbúðum í þremur húsum. Þrátt fyrir breytingar, lækkun og hliðrun húss og fækkun um tvær íbúðir tel ég gengið um of á rétt íbúa í nágrenni við þessa breytingu og get því ekki stutt hana.
Ása Richardsdóttir

29.15062191 - Sunnubraut 21-45 (oddatölur). Lóðaleigusamningar.

Lögð fram að nýju tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs að breyttum lóðarmörkum Sunnubrautar 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43 og 45 vegna endurnýjunar á lóðaleigusamningum. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var málinu frestað og vísað til umsagnar bæjarlögmanns.
Lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 20. júlí 2015; erindi Óskars Sigurðssonar hrl. fh. lóðarhafa Sunnubrautar 31, 35, 39, 43 og 45 dags. 221. desember 2015; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til Óskars Sigurðssonar hrl. dags. 5. janúar 2016; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til skipulagsnefndar dags. 7. janúar og 13. janúar 2016 og tölvupóstsamskipti Óskars Sigurðssonar hrl og sviðsstjóra umhverfissvið 8. og 9. febrúar 2016.
Frestað. Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra umhverfissviðs að boða til samráðsfundar með lóðarhöfum Sunnubrautar 21-45 (oddatölur).

30.1505366 - Nordic Built Cities. Hugmyndasamkeppni. Kársnes

Farið yfir stöðu mála.

Gögn má finna á heimasíðu bæjarins:
http://www.kopavogur.is/nbcc
Kynnt.

31.1601017 - Bæjarstjórn - 1130. Fundur haldinn 26. janúar 2016.

1601014F - Bæjarráð, dags. 21. janúar 2016.
2805. fundur bæjarráðs í 33. liðum.
Lagt fram.

1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði. Deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3. Tillaga er sett fram í skipulagsskilmálum og á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 10. ágúst 2015 í mkv. 1:1000. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og málinu vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 22.10.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 23.10.2015. Tillagan var send Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirlti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, Umhverffisstofnun, Isavia ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur til umsagnar. Kynningu lauk 7.12.2015. Athugasemd barst frá Vegagerðinni, dags. 13.11.2015; frá félagasamtökum Sukyo Mahikari, Nýbýlavegi 6, dags. 7.12.2015; frá Teiti Má Sveinssyni, hdl., f.h. lóðarhafa Auðbrekku 7, dags. 7.12.2015. Ennfremur lögð fram umsögn Isavia, dags. 9.12.2015. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 18. janúar 2016. Eftir að athugasemdafresti lauk bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum við Löngubrekku 41, 43, 45, og 47, dags. 17.1.2016; frá Árna Davíðssyni, dags. 15.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Með tilvísan í lið 2.4 í skipulagsskilmálum svæðisins samþykkti skipulagsnefnd jafnframt að unnin yrði nánari útfærsla á hönnun bæjarlandsins á deiliskipulagssvæðinu. Lögð verði áhersla á vandaða hönnun og efnisval m.a hvað varðar torg, opin svæði, gróður, lýsingu, göngu- og hjólaleiðir svo og yfirborð gatna. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram að nýju tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016 ásamt breyttri tillögu dags. 18.1.2016 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Þá greint frá samráðsfundi með aðilum máls sem haldinn var 14.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 18.1.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn dags. 18.1.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Sverrir Óskarsson lagði til að málinu verði vísað til skipulagsnefndar að nýju.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Sverris Óskarssonar með 11 atkvæðum.

1601579 - Ennishvarf 12. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram tillaga KRark, dags. 15.3.2015, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Einnishvarfs 12. Á lóðinni í dag stendur tæplega 300 m2 einbýlishús. Í breytingunni felst að byggð verður u.þ.b. 150 m2 aukahæð með sér íbúð ofan á suður helming hússins. Á vesturhlið hússins kemur stigahús á tveimur hæðum sem nær 2,5 metra út fyrir núverandi húshlið. Aukning á byggingarmagni umfram leyfilegt byggingarmagn skv. gildandi deiliskipulagi eru 110 m2. Stækkun rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits sbr. uppdráttum dags. 15.3.2015. Skipulagsnefndar hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar, þar sem það væri ekki í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála frá 29. júlí 2002 hvað varðar fjölda íbúða. Í skipulagsskilmálunum kemur m.a. fram að: "...hámarki er gert ráð fyrir einni íbúð á hverri lóð." Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1510808 - Faldarhvarf 8, 10 og 12. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram að nýju erindi A2 arkitekta f.h. lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12 þar sem óskað er eftir að breyttu deiliskipulagi lóðanna. Í breytingunni felst að bílskúr húss nr. 8 er færður af norðvesturhorni yfir á norðausturhorn þess. Einnig er óskað eftir að hækka hús nr. 12 um 80 cm og lækka hús nr. 10 um 20 cm sbr. uppdrætti dags. 14.10.2015. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísun til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu fyrir lóðarhöfum Faxahvarfs 1; Faldarhvarfs 9, 11, 13, 15 og 17. Lagt fram skriflegt samþykki fyrrnefndra lóðarhafa mótt. 14.12.2015. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi Faldarhvarf 8, 10 og 12 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti. Lindarvegur frá Bæjarlind að Fífuhvammsvegi. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta. Í breytingunni felst breikkun Lindarvegur um eina akrein frá Bæjarlind að Fífuhvammsveg. Lega göngustíga og hljóðmana/hljóðveggja breytist. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringaryppdráttum og umhverfisskýrslu og matslýsingu dags. 18.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1510036 - Lyngbrekka 18. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa erindi Ártúns ehf, f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015. Í erindi er óskað eftir að setja handrið úr gleri ofan á bílskúrsþak og timburpall ásamt tröppum sunnan- og vestanmegin við bílskúrinn sbr. uppdráttum dags. 28.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulag- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 5.1.2016 þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að í umsögn Kópavogsbæjar um framkomnar athugasemdir við endurkoðun deiliskipulags Smárans sé ekki nægjanlega skýr rökstuðningur er varðar bílastæðamál Hagasmára 1 og 3. Lagt fram erindi skipulagsstjóra dags. 15.1. 2016 þar sem fram kemur frekari rökstuðningur við afgreiðslu athugasemda hvað varðar kvöð um samnýtingu bílastæða Hagasmára 1 og 3 og áhrif deiliskipulagsbreytingarinnar á aðgengi lóðarhafa Hagasmára 3 að bílastæðum á deiliskipulagssvæðinu. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
Næsti fundur skipulagsnefndar verður fimmtudaginn 18. febrúar 2016, kl. 16:30.

Fundi slitið.