1602018F - Skipulagsnefnd, dags. 21. mars 2016.
1274. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum.
Lagt fram.
1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, dags. 24.11.2015 um breytt deiliskipulag Askalindar 1. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulags- og byggingardeildar 15.2.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 24.11.2015, ásamt umsögn dags. 21.3.2015, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1511761 - Álftröð 1. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Álftröð 1. Tillagan var grenndarkynnt og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd hafnaði stækkun bílskúrs/bílskúra og fjölgun bílastæða á lóð. Skipulagsnefnd samþykkti hins vegar stiga og anddyri á austurhlið og svalir á suðurhlið með tilvísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2015 og með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1603465 - Boðaþing 11-13. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 11-13. Í breytingunni felst að hjúkrunarrýmum er fjölgað úr 60 í 64 og heildarbyggingarmagn hjúkrunarheimilis eykst um 200 m2 en hvert hjúkrunarrými minnkar í samræmi við viðmiðunarreglugerð sbr. uppdrætti dags. 15.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
16031145 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram erindi TAG teiknistofu f.h. lóðarhafa, dags. 2.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Fróðaþings 44. Í breytingunni felst að húsið hækkar um 30 cm, götukóti hækkar úr 95,00 í 95,30 sbr. uppdráttum dags. 2.3.2016. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagður fram breyttur uppdráttur þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir dags. 19.2.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 25.9.2015 með áorðnum breytingum dags. 19.2.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1511040 - Melgerði 34. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hugsjón arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum við Melgerði 34. Á lóðinni í dag stendur íbúðarhús á einni hæð. Í breytingunum felst að byggð verður hæð ofan á núverandi hús, anddyri stækkað og byggð verður sólstofa við suðurhlið hússins. Ný íbúð verður á efri hæð og húsið verður því tvíbýli eftir breytingu. Heildarbyggingarmagn verður 220,1 m2 eftir breytingu sem er aukning um 121,3 m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,12 í 0,275 sbr. uppdráttum dags. 23.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 27, 29, 30, 31, 32, 33, 36, 38; Borgarholtsbrautar 45, 47, 49 og 51. Kynningu lauk 21.12.2015. Athugasemdir bárust frá Stefáni Eydal, Melgerði 32, dags. 12.12.2015; frá Karen Birnu Guðjónsdóttur, Borgarholtsbraut 49, dags. 16.12.2015. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
0904223 - Skógarhjalli hraðahindranir/Dalvegur gangbraut.
Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram frá umhverfis- og samgöngunefnd, erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi úrbætur á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla dags. 29.2.2016. Skipulagsnefnd lagði til að sett yrði upp ljósastýring á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar umsögn skipulagsnefndar til umhverfis- og samgöngunefnar til úrvinnslu.