1602012F - Skipulagsnefnd, dags. 18. febrúar 2016.
1273. fundur skipulagsnefndar í 17. liðum.
Lagt fram.
1602243 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vaxtamörk byggðar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 2: Vaxtamörk byggðar, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1602244 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vatnsvernd.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 3: Vatnsvernd, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1602245 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Kópavogsgöng.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 4: Niðurfelling Kópavogsgangna, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1602247 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Sveitarfélagsmörk.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 5: Sveitarfélagamörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1602248 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Miðhverfi, skilgreining.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 ,sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 6: Miðhverfi skilgreining, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Auðbrekka.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 29. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8 Smárinn vestan Reykjanesbrautar dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1509373 - Nýbýlavegur 78. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, frá byggingarfulltrúa, tillaga VA Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 4.11.2015 þar sem óskað er eftir breytingum að Nýbýlavegi 78. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, byggt árið 1961, verði rifið. Þess í stað verði reist íbúðarhús með 6 íbúðum á tveimur hæðum og kjallara. Á lóð verða 6 bílastæði ásamt bílgeymslum fyrir tvo bíla sbr. teikningum dags. 4.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 56, 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76 og 80; Túnbrekku 2 og 4; Lundarbrekku 2 og 4. Kynningu lauk 18.1.2016. Athugasemd barst Nýbýlavegi 68, Lundabrekku 2, Nýbýlavegi 72, Nýbýlavegi 76, Nýbýlavegi 80 og Túnbrekku 2, 4 og 6. Lögð fram breytt tillaga VA arkitekta fh. lóðarhafa dags. 10. febrúar 2016 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni á lóð og fyrirkomulagi bílastæða breytt. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 4.11.2015 með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 10.2.2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
1502159 - Kópavogsdalur. Endurskoðun deiliskipulags.
Tillaga sem samþykkt var í skipulagsnefnd Kópavogs um að vinna nýtt deiliskipulag fyrir Kópavogsdal. Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.