Skipulagsnefnd

1242. fundur 28. júlí 2014 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson formaður
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1311393 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2024

Lögð fram samantekt athugasemda sem bárust við tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2024 dags. 28.5.2014.
Lagt fram.

2.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Kynning á skipulagi miðhverfis Smárans.
Lögð fram í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: "Deiliskipulag. Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 23. júní 2014. Í lýsingunni koma m.a. fram áherslur bæjaryfirvalda við deiliskipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo og um kynningu og samráð gangvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Enn fremur lagt fram í samræmi við 2. mgr. 40. gr. ofangreindra laga erindi Regins hf. og Smárabyggðar ehf. dags. 23. júli 2014 þar sem óskað er heimildar bæjaryfirvalda að vinna deiliskipulag af svæði sem afmarkast af Smárahvammsvegi, Fífuhvammsvegi, Reykjanesbraut og Hæðasmára.
Frestað.

3.1308322 - Þinghólsbraut 63. Viðbygging.

Lagt fram að nýju erindi arkitektastofunnar Kurt og Pí f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggð er bílageymsla á norðvestur horni hússins og svalir þar framan við sem tengjast núverandi svölum. Núverandi stigi niður í garð er endurgerður. Innbyggð sorpgeymsla er á austurhlið bílageymslu. Undir bílageymslu er geymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Jafnframt er gluggum breytt á vesturhlið. Allur frágangur og efnisval viðbyggingar er í samræmi við núverandi hús sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 30.7.2013. Á fundi skipulagsnefndar 27. ágúst 2013 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 62, 64, 65 og 66. Kynningu lauk 10. október 2013. Athugsemdir og ábendingar bárust. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5. nóvember 2013. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var lögð fram breytt tillaga þar sem þak bílskúrs er lækkað um 1,1m. Tillagan var samþykkt og henni vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 27.5.2014 var erindinu vísað aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar. Greint frá samráðsfundi sem haldinn var með aðilum máls 2.6.2014.
Skipulagsnefnd staðfestir samþykkt nefndarinnar frá 20. maí 2014 þar sem framlögð tillaga dags. 30. júlí 2013 var samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar arkitekts, f.h. lóðarhafa Grænatúns 20. Í gildi er byggingarleyfi samþ. 25. maí 1989 fyrir tveggja hæða tvíbýli með tvöfaldri stakstæðri bílgeymslu. Í framlögðu erindi kemur meðal annars fram að einnar hæðar hús sem stendur á lóðinni verður rifið og tveggja hæða parhús reist í stað þess. Heildarbyggingarmagn verður 430m2, grunnflötur parhússins verður 250m2 og nýtingarhlutfall verður 0,47 sbr. uppdrætti dags. 13.2.2014. Umrædd breyting var kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 24. september til 5. nóvember 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.

Hvað varðar fyrirhugaðar breytingar að Grænatúni 20 voru þær til umfjöllunar á síðasta ári. Þá var vísað til þess að verið væri að kynna breytingu á samþykktu deiliskipulagi sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem kveðið er á um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Umrædd breyting var kynnt með tilvísan í deiliskipulagsuppdrátt frá 1968: Ástúnsland og umhverfi. Í ljós hefur komið við lokaafgreiðslu málsins að umrætt deiliskipulag telst ekki vera í gildi þó svo að hús við Grænatún og Ástún hafi verið byggð samkvæmt því, nú síðast Ástún 6. Þá má jafnframt benda á að umrætt deiliskipulag er á skipulagssjá Skipulagsstofnunar auðkennt sem deiliskipulagt svæði þ.m.t. Grænatún 20. Sú villa hefur nú verið leiðrétt.

Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum Grænatúns 16, 18, 22 og 24, Álfatúns 1, 3 og Nýbýlavegi 100, 102 og 104. Kynningu lauk 28.3.2013. Athugasemdir bárust frá íbúum, undirskriftalisti, dags. 25.3.2014. og mótt. 28.3.2014.

Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var framlögð tillaga samþykkt ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.4.2014 og málinu vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22.4.2014 var erindinu vísað aftur til skipulagsnefndar

Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var lögð fram ný og breytt tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014 þar sem dregið er úr byggingarmagni og byggingarreitir færðir til á lóð sbr. uppdráttum dags. 20.5.2014 í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarráð og bæjarstjórn að samþykkja tillögu dags. 20. maí 2014. Á fundi bæjarráðs 5.6.2014 var erindinu vísað aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að boða til samráðsfundar fimmtudaginn 7. ágúst 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, með Lóðarhöfum Grænatúns 16, 18, 22, 24, Álfatúns 1 og 3.

Birgir H. Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.
Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

5.1404312 - Markavegur 2, 3 og 4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Valdemarssonar, lóðarhafa Markavegar 2-3 og 4, dags. 10.4.2014. Óskað er eftir að lóð að Markavegi 4 verði stækkuð um 5 metra, úr 20m í 25m og að það verði tekið af lóð nr. 2-3. Lóð nr. 2-3 verði þannig minnkuð um 5m. Á lóð nr. 4 verði hæðarkóti hækkaður um 20cm eða úr 101,6 í 101,8 og breiddin verði 12,25m í stað 12m. Með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum að Markarvegi 1, Heimsenda 4, 6 og 8. Kynningu lauk 1. júlí 2014. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Jónasi Fr. Jónssyni hdl. fh. lóðarhafa Markarvegi 1sbr. erindi dags. 30. júní 2014.

Enn fremur lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 25. júlí 2014 í mkv. 1:500 og 1:2000 ásamt greinargerð. Í tillögunni er fallið frá kynntum breytingum að Markarvegi 2 (aðliggajndi lóð við Markarveg 1) að öðru leyti en því að lóðin er stækkuð til austurs þ.e. frá Markarvegi 1 og verður liðlega 1000 m2 að flatarmáli í stað 675 m2. Fyrirhugað hús að Markarvegi 3 sem samkvæmt gildandi deiliskipulagi er áfast Markarvegi 2 færist austar og verður áfast fyrirhuguðu húsi að Markarvegi 4. Fallið er frá kynnti tillögu að hækkun hæðakóta Markarvegar 2 svo breikkun hússins.
Að fenginni umsögn frá lögfræðideild Kópavogs samþykkir skipulagsnefnd framlagða breytingartillögu dags. 25. júlí 2014 þar sem komið er til móts við athugasemdir er varða hæðarkóta og byggingarreit Markavegar 2 sem bárust á kynningartíma. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gísli Óskarsson, frá lögfræðideild Kópavogs, sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir minnisblaði dags. 24. júlí 2014.

6.1312114 - Hlíðarvegur 43-45. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 13.3.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hlíðarvegar 43 og 45. Í breytingunni felst að lóðirnar tvær verða sameinaðar og á nýrri lóð verður reist tveggja hæða hús með sex íbúðum. Bílakjallari fyrir 12 bíla verður undir húsinu sbr. uppdráttum dags. 13.3.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 37, 39, 41, 44, 46, 48, 49, 50, 52, 54 og 56 ásamt Hrauntungu 60, 62, 64, 66, 77 og 85. Einn nefndarmaður sat hjá. Kynningu lauk 19.6.2014. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma frá íbúm við Hrauntungu 60, 62, 64, 66, 77, 85 Hlíðarvegi 37, 39, 41, 44, 46, 49, 48, 50, 54, 56 sbr. erindi dags. 6. júní 2014; Einari Kristjáni Jónssyni, Hrauntungi 79, sbr. erindi dags. 18. júní 2014; Guðmundi Tómasi Guðmundssyni og Sólbjörtu Aðalsteinsdóttur, Hlíðarvegi 41, sbr. erindi ódags; Hjalta Jóni Pálssyni, Hlíðarvegi 41 sbr. erindi dags. 19. júní 2014og Óskari Ó. Arasyni og Hilmari Inga Ómarssyni fh. íbúa að Hrauntungu 62 og 64 sbr. erindi dags. 6. júní 2014.
Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

7.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Tennisfélags Kópavogs og Tennishallarinnar að stækkun tennishallarinnar til austurs. Viðbygging verður 36,7 x 39 metrar að stærð eða 1432m2. Hæsti punktur hennar verður 10m en vegghæð 6m. Einnig lögð fram umsögn sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 3.2.2014. Í umsögn framangreindra kemur m.a. fram að stækkun Tennishallarinnar muni efla félagið og treysta rekstrargrundvöll þess og að komi til stækkunar þá er lagt til að yfirtöku- og gatnagerðargjöld verði skv. gjaldskrá og þau gjöld komi til með að duga til þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar verða vegna stækkun Tennishallarinnar. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 samþykkti skipulagsnefnd með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Staðfest í bæjarstjórn 25.3.2014. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 13.5.2014 og í Lögbirtingarblaðinu 14.5.2014. Einnig var tillagan til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingardeildar og á heimasíðu bæjarins meðan á kynningu stóð. Að auki var sent dreifibréf í næsta nágrenni til að vekja athygli á tillögunni. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Sylvíu Hlín Matthíasdóttur og Gísla Rúnari Gíslasyni, Lindasmára 34 sbr. erindi dags. 25. júní 2014; Sporthúsinu, Dalsmára 9-11 sbr. erindi dags. 29. júní 2014; Hólmfríði Erlingsdóttur, Fífuhvammi 43 sbr. erindi dags. 30. maí 2014.

Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 21. júlí 2014. Enn fremur lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Tennishallarinnar dags. 24. júlí 2014.
Frestað. Óskað eftir frekari tillögum frá umsóknaraðilum. Skipulagsnefnd óskar einnig eftir því að skipulags- og byggingardeild taki saman yfirlit yfir heildarskipulag Kópavogsdals.

Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar og Helgi Þór Jónasson, formaður Tennissambands Íslands, sátu fundinn undir þessum lið.

8.1404352 - Vallakór 1-3 og 6-8 (áður nr. 10). Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Vallakór 6-8 (áður nr. 10) og Vallakór 1-3. Tillagan sem er dagsett 18. mars 2014 var samþykkt í skipulagsnefnd 15.4.2014 til kynningar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í bæjarstjórn 22.4.2014. Tillagan var auglýst frá og með 14.5.2014. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 13.5.2014 og í Lögbirtingablaðinu 14.5.2014. Tillagan var kynnt á heimasíðu bæjarins, í afgreiðslu Skipulags- og byggingardeildar. Jafnframt var sent dreifibréf á lóðarhafa aðliggjandi lóða þar sem vakin var athygli á því að kynningin stæði yfir og hvar hægt væri að nálgast upplýsingar um tillöguna. Jafnfram voru haldnir samráðsfundir með íbúum við Vallakór 1-3, 1.5.2014 og 6.5.2014. Frestur til athugasemda var til 30.6.2014. Athugasemdir bárust á kynningartíma frá Handknattleiksfélagi Kópavogs sbr. erindi dags. 27. júní 2014; húsfélaginu Hörðukór 1, sbr. erindi dags. 30. júní 2014; Báru Björk Lárusdóttur og Stefáni Ólafssyni, Hörðukór 1 sbr. erindi móttekið 30. júní 2014, íbúum Hörðukór 5, sbr. Sigríði Þórðardóttur form. hússtjórnar Hörðukór 3 dags. 26. júní 2014.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. júlí 2014.
Frestað.

Gísli Óskarsson, frá lögfræðideild Kópavogs, sat fundinn undir þessum lið.

9.1403264 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Frá bæjarráði: Lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 13.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Löngubrekku 2. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um tvær frá samþykktu deiliskipulagi og verða fimm í heildina. Á lóð verða 10 bílastæði, tvö þeirra með aðkomu frá Löngubrekku en átta frá Laufbrekku. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,7. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2. Kynningu lauk 2.5.2014. Athugsemdir bárust frá: Orkuveitu Reykjavíkur dags. 28.3.2014; Frá íbúum við Löngubrekku, Hjallabrekku, Lyngbrekku og Laufbrekku, alls 25 undirskriftir dags. 2.5.2014; Frá Kristjáni Kristjánssyni, Löngubrekku 5, dags. 30.4.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var málinu hafnað og vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 22.5.2014 var málinu frestað og á fundi bæjarráðs 5.6.2014 var málinu vísað aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar.

Lagt fram að nýju ásamt tillögu lóðarhafa Löngubrekku 2 þar sem komið er frekar til móts við innsendar athugasemdir. Heildarbyggingarmagn verður 512m2 og nýtingarhlutfall verður 0,65. Bílastæði við Löngubrekka verða áfram tvö, líkt og í gildandi deiliskipulagi sbr. uppdráttum dags. í júlí 2014.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. í júlí 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn tillögunni og telur að það sé pláss fyrir fleiri bílastæði Löngubrekkumegin eins og sjá má á lóðamörkum.

10.1407008 - Bæjarráð - 2738. Fundur haldinn 24. júlí 2014

1406016F - Skipulagsnefnd, 21. júlí.
1241. fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

1406428 - Urðarhvarf 4. Breytt lóðamörk.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en umsækjanda og samþykkir tillöguna með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar einróma

1403255 - Kópavogsbrún 2-4. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu með því skilyrði að gengið verði frá lóðamörkum við Kópavogsbarð 1, 3, 5 og 7 í samræmi við yfirlýsingu byggingaraðila dags. 16.7.2014, ásamt umsögn skipulags og byggingardeildar dags. 21. júlí 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar einróma.

11.1405033 - Kársnesbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Freys Frostasonar, arkitekts, dags. 5.5.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu skipulagi lóðarinnar við Kársnesbraut 7. Í breytingunni felst að á lóðinni verðir byggð tvö þriggja hæða hús með inndreginni efstu hæð að hluta með 10 íbúðum alls. Íbúðirnar eru um 85m2, 3ja herbergja íbúðir með 2 stærri íbúðum á efstu hæðum sem eru 125m2 hvor. Geymslur eru í kjallara og bílastæði eru 1,5 bílastæði á íbúð á lóð. Hluti bílastæða er í bílskýli undir húsinu sem er í suðurhluta lóðar. Aðkoma frá Kársnesbraut. Heildarbyggingarmagn er ráðgert 930m2 og nýtinhgarhlutfall 0,53 sbr. erindi dags. 5.5.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var erindinu frestað.

Lagt fram að nýju ásamt greinargerð vegna umferðar og hjólastígs frá Vinnustofunni Þverá, unnin fyrir lóðarhafa, dags. 4.7.2014.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

12.1407207 - Þverbrekka 8. Breytt notkun húsnæðis

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 25.6.2014. Óskað er eftir að breyta núverandi verslunarhúsnæði í fjölbýlishús með 14 íbúðum alls. Byggð verður ein hæð ofan á núverandi hús, á 1. hæð verða sex íbúðir, 63m2 að stærð og á 2. hæð verða átta íbúðir. Í kjallara verða átta bílastæði sbr. erindi dags. 25.6.2014.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

13.1406416 - Þrymsalir 1. Einbýli í tvíbýli.

Lagt fram að nýju erindi Arinbjarnar Snorrasonar þar sem óskað er eftir að breyta þegar byggðu einbýlishúsi við Þrymsali 1 í tvíbýlishús. Erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 21.7.2014. Þá lögð fram samantekt skipulags- og byggingardeildar á útfærslu skipulags við Þrymsali og Þorrasali sbr. umræður á fundi nefndarinnar 21. júlí 2014.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þrymsölum 2, 3, 5, Þrúðsölum 1, 2 og Þorrasölum 17.

14.1212132 - Ný rétt fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna í lögsagnarumdæmi Kópavogs

Lagt fram að nýju erindi Sigurbjörns Þorbergssonar, f.h. stjórnar Sauðfjáreigendafélags Kópavogs og Fjáreigendafélags Reykjavíkur, dags. 6.12.2013. Í erindinu er óskað eftir að Lögbergsrétt verði flutt norður fyrir Suðurlandsveg við Heiðbrúnarkvísl sbr. uppdrátt dags. 20.5.2014.
Erindið kynnt. Afgreiðslu frestað.

15.1404593 - Þinghólsbraut 55. Viðbygging og stækkun bílskúrs.

Lagt fram að nýju erindi Davíðs Pitt, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 6.5.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var erindinu frestað. Í breytingunni felst að stækkað er við bílskúr á norðvestur horni lóðar um 32m2 í átt að götu og þak bílskúrs hækkað um 1,2-1,6m. Við breytingu detta tvö bílastæði innan lóðar út en í stað þeirra verða tvö bílastæði við austurhlið bílskúrs innan lóðar. Á suðvestur horni íbúðarhúss er kjallari stækkaður um 4 metra til suðurs eða 20m2. Ofan á viðbyggingu verða svalir. Einnig er sótt um að reisa 120m2 nýbyggingu á suðvestur hluta lóðar, þrjá metra frá lóðamörkum Þinghólsbrautar 57 sbr. uppdrætti dags. 10. júní 2014.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson, sat hjá við afgreiðslu málsins.

16.1405260 - Sunnubraut 30. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa: Lagt fram að nýju erindi Péturs Björnssonar, arkitekts, dags. 26.4.2014 f.h. lóðarhafa að breytingum að Sunnubraut 30. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var málinu frestað og óskað eftir frekari gögnum frá hönnuði. Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús byggt úr timbri 1939, 102,0 m2 að flatarmáli ásamt bílskúr byggður úr holsteini 1966 verði rifin og þess í stað reist tveggja hæða parhús. Heildarbyggingarmagn eftir breytingu verður 385,2m2 eða 192,6m2 pr. einingu. Nýtingarhlutfall verður 0,49 eftir breytingu. Mænishæð fyrirhugaðrar nýbyggingar verður sú sama og er á núverandi íbúðarhúsi sbr. uppdráttum dags. 16.7.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum 25, 26, 27, 28, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, Þinghólsbrautar 25, 27, 29, 31.

17.1407369 - Langabrekka 25. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga STÁSS akritekta fh. lóðarhafa að viðbyggingu við Löngubrekku 25. Í tillögunni, sem er dags. 18. júní 2014, fellst að byggt er við neðri hæð núverandi einbýlishús til vesturs um 60 m2 viðbygging og nýta sem íbúð.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 18, 20, 21, 22, 23, 27, Álfhólsvegi 43, 43a, 45.

18.1406251 - Kosningar í skipulagsnefnd 2014

Kosning varaformanns í skipulagsnefnd 2014-2018.
Guðmundur Geirdal, D-lista, var einróma kosinn varaformaður skipulagsnefndar 2014-2018.
Önnur mál:

Formaður leggur til að bjóða Skapandi sumarstörfum á næsta fund skipulagsnefndar og fara yfir þeirra störf í sumar.

Kynnisferð skipulagsnefndar:
Farið verður í kynnisferð um Kópavog með skipulagsnefnd í byrjun september.

Fundi slitið.