Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 13.3.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hlíðarvegar 43 og 45. Í breytingunni felst að lóðirnar tvær verða sameinaðar og á nýrri lóð verður reist tveggja hæða hús með sex íbúðum. Bílakjallari fyrir 12 bíla verður undir húsinu sbr. uppdráttum dags. 13.3.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 37, 39, 41, 44, 46, 48, 49, 50, 52, 54 og 56 ásamt Hrauntungu 60, 62, 64, 66, 77 og 85. Einn nefndarmaður sat hjá. Kynningu lauk 19.6.2014. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma frá íbúm við Hrauntungu 60, 62, 64, 66, 77, 85 Hlíðarvegi 37, 39, 41, 44, 46, 49, 48, 50, 54, 56 sbr. erindi dags. 6. júní 2014; Einari Kristjáni Jónssyni, Hrauntungi 79, sbr. erindi dags. 18. júní 2014; Guðmundi Tómasi Guðmundssyni og Sólbjörtu Aðalsteinsdóttur, Hlíðarvegi 41, sbr. erindi ódags; Hjalta Jóni Pálssyni, Hlíðarvegi 41 sbr. erindi dags. 19. júní 2014og Óskari Ó. Arasyni og Hilmari Inga Ómarssyni fh. íbúa að Hrauntungu 62 og 64 sbr. erindi dags. 6. júní 2014.