Skipulagsnefnd

1269. fundur 30. nóvember 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.812106 - Þríhnúkagígur. Skipulagslýsing.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að lýsingu deiliskipulagsverkefnis og matslýsing vegna deiliskipulags Þríhnúkagígs og nágrennis í Kópavogi dags. í september 2015. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan í 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða lýsingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 26.10.2015 og haldinn var opinn kynningarfundur í Hörðuvallaskóla 29.10.2015. Kynningu lauk 30.11.2015. Athugasemd barst frá Jóni Viðari Sigurðssyni, dags. 31.10.2015.

Lagt fram minnisblað frá samráðsfundi dags. 29.11.2015.

Þá lagðar fram umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, dags. 5.11.2015; Skipulagsstofnun, 6.11.2015; Garðabæ, dags. 9.11.2015; Vegagerðinni, dags. 12.11.2015; Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 13.11.2015; Forsætisráðuneytinu, dags. 17.11.2015; Reykjavíkurborg, íþrótta- og tómstundasvið, dags. 17.11.2015; Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 20.11.2015; Minjastofnun Íslands, dags. 20.11.2015; Náttúrufræðistofu Kópavogs, dags. 23.11.2015; Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis, dags. 23.11.2015; Reykjavíkurborg, skipulagsfulltrúi, dags. 23.11.2015; Sigurði Sveini Jónssyni, jarðfræðing, dags. 25.11.2015; Umhverfisstofnun, dags. 18.11.2015; Hafnarfjarðarbæ, dags. 30.11.2015; Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30.11.2015.
Lagt fram og frestað.

2.1511789 - Glaðheimar - austurhluti. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Glaðheima - austurhluta dags. 27.11.2015. Uppdráttur í mkv. 1:10.000 þar sem fram koma þær breytingar sem gerðar hafa verði á svæðinu og tilgreindar eru í tölulið 18-25 í fundargerð 1269. fundar skipulagsnefndar. Ennfremur lagt fram skriflegt samþykki allra lóðarhafa á deiliskipulagssvæðinu dags. 30. nóvember 2015.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.15062180 - Bæjarlind 7-9. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Atelier arkitekta dags. 23.11.2015, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 7-9. Í breytingunni felst að bætt er við tveimur þakíbúðum og verður húsið því fimm hæðir með inndreginni 6. hæð. Hluti þakíbúða fer 80 cm upp úr samþykktum byggingarreit. sbr. uppdrætti dags. 23.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1511688 - Bæjarlind 5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa mótt. 24.11.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 5. Í breytingunni felst íbúðum fjölgar úr 39 í 45. Tvær af nýjum íbúðum hússins verða þakíbúðir sem haldast að öllu leyti innan samþykkts byggingarreits. Bílakjallari stækkar þannig að bílastæðum fjölgar úr 31 í 37 og á lóð verða 40 bílastæði.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1511749 - Álalind 16. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga KRark dags. 5.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 16. Uppdrættir í mkv. 1:300 og 1:200 ásamt skýringarmyndum.

Lóðarhafi óskar eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Byggingarreitur og byggingarreitur bílageymslu færast lengra til suðurs sbr. uppdráttum dags. 5.11.2015.
Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1508150 - Álalind 14. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 17.8.2015 að byggingaráformum fyrir Álalind 14. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:100 dags. 17.8.2015. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var málinu frestað.

Lóðarhafi óskar eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar til suðurs og norðurs, gefin er heimild til að svalir fari út fyrir byggingarreit og heildarbyggingarmagn eykst úr 4000 m2 í 5220 m2 sbr. uppdráttum dags. 3.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu á deiliskipulagi Álalindar 14 fyrir lóðarhöfum Álalindar 16; Askalindar 2 og 2a. Lagt fram skriflegt samþykki tilgreindra lóðarhafa dags. 30.11.2015.
Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1511077 - Álalind 10. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga KRark dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 10. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 ásamt skýringarmyndum.

Lóðarhafi óskar eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að heildarbyggingarmagn eykst um úr 1850 m2 í 1931,5 m2 eða um 81,5 m2. Lítillega er farið út fyrir byggingarreit á suðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 25.11.2015.
Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1511076 - Álalind 4, 6 og 8. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Zeppelin arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformumum fyrir Álalind 4, 6 og 8 dags. 27.11.2015.

Lóðarhafi óskar eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breyingunni felst að íbúðum fjölgar ír 42 í 44. Innkeyrsla inn í bílgeymslu færist frá suðurenda lóðar að innkeyrslu inn á lóð í norðri sbr. erindi dags. 27.11.2015. Bílageymsla færist til suðurs.
Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1510547 - Álalind 2. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga KRADS arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 2. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. í nóvember 2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var málinu frestað.

Lóðarhafi óskar eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 23 í 25, heildarbyggingarmagn helst óbreytt. Aðkomukóti jarðhæðar hækkar úr 40,3, í 41,3. Innkeyrsla inn í bílgeymslu færist frá suðurenda lóðar að innkeyrslu inn á lóð í norðri sbr. erindi mótt. 27.11.2015.
Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1511074 - Álalind 1-3. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 1-3. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:400 og 1:500 ásamt skýringarmyndum mótt. 26.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var málinu frestað.

Lóðarhafi óskar eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar úr 27 í 36 og bílastæðum fjölgar úr 40 í 54 í samræmi við kröfur um fjölda bílastæða pr. íbúð. Bílakjallari stækkar.
Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.15082892 - Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöð / fjölorkustöð.

Lagt fram erindi VA Arkitekta dags. 18.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð við suðurenda byggingar. Gert er ráð fyrir sölu á hefðbundnu eldsneyti, endurnýjanlegum eldsneyti, íblöndðu eða hreinu, rafmagnshleðslu eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum. Bílastæðum á lóð fækkar um 21 og fallið yrði frá frekari nýtingu á byggingarreit.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Það er mat skipulagsnefndar að ekki sé þörf á fleiri bensínafgreiðslum á svæðinu næst gatamótum Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Nú þegar eru 6 bensínafgreiðslur á 500-600 m radíus frá framangreindum gatnamótum.

Jón Finnbogason vék af fundi undir þessum lið.

12.15062060 - Langabrekka 5. Grenndarkynning

Lagt fram bréf frá Kristjáni Kristjánssyni lóðarhafa Löngubrekku 5, dags. 18.11.2015, þar sem óskað er eftir rökstuðningi vegna höfnunar um stækkun bílskúrs.
Lagt fram. Vísað til úrvinnslu bæjarlögmanns.

13.1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10.

Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Í breytingunni felst m.a. að íbúðum er fjölgað um 10 verða 78 í stað 68 og hluti húsnæðisins verður fyrir atvinnustarfsemi samtals 1,260 m2. Hæð fyrirhugaðra húsa er óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag þ.e. 4 hæðir auk kjallara. Miðað er við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði. Hluti bílastæða eru í niðurgrafinni bílgeymslu. Lóðamörk breytast.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

14.1510023 - Bæjarstjórn - 1126. Fundur haldinn 10. nóvember 2015.

1510364 - Akralind 3. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði afgreiðslu málsins til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

15082228 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

15082229 - Kársnesbraut 93. Grenndarkynning. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1503263 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.
Erindið var samþykkt á grundvelli minnisblaðs lögfræðideildar dags. 22. október 2015 og málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Þórs Gunnarssonar.

15062060 - Langabrekka 5. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

15082225 - Víðihvammur 26. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

15.1509373 - Nýbýlavegur 78. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga VA Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 4.11.2015 þar sem óskað er eftir breytingum að Nýbýlavegi 78. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, byggt árið 1961, verður rifið. Þess í stað verði reist íbúðarhús með 6 íbúðum á tveimur hæðum og kjallara. Á lóð verða 6 bílastæði ásamt bílgeymslum fyrir tvo bíla sbr. teikningum dags. 4.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 56, 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76 og 80; Túnbrekku 2 og 4; Lundarbrekku 2 og 4.

16.1511754 - Hafraþing 9-11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hafraþings 9-11. Í breytingunni felst að í stað parhúss á tveimur hæðum verði reist parhús á einni hæð. Grunnflötur hvors hús stækkar úr 165 m2 í 240 m2. Byggingarreitur stækkar um 2 m til norðurs og suðurs og um 4,2 m til vesturs. Hús nr. 11 verður 80 cm lægra en hús nr. 9. Lóðamörk milli húsanna færast um 1 m til norðurs. Lóð nr. 9 verður 636 m2 með nýtingarhlutfall 0,38 en lóð nr. 11 verður 792 m2 með nýtingarhlutfall 0,3 sbr. uppdrætti og erindi dags. 26.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hafraþings 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10 og 12; Dalaþingi 2 og 4.

17.1511664 - Faldarhvarf 15 og 17. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Arkís ehf. dags. 20.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Faldarhvarfs 15-17. Í breytingunni felst að farið er með svalir 1,8 m út fyrir byggingarreit á suðurhlið húsanna sbr. uppdrætti dags. 24.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faldarhvarfs 11, 12 og 13 ásamt Faxahvarfi 1 og 3.

18.1511761 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum við Álftröð 1. Í breytingunni felst að anddyri og utanáliggjandi stigi eru byggð á austurhlið íbúðarhússins og svölum, 4 m x 1,7 m, er bætt við á suðurhlið 2. hæðar. Bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar stækkar um 47,5 m2, byggingarreitur bílskúrs stækkar um 4 m til suðurs og 2 m til austurs. Bygging verður 3 m frá lóðmörkum til austurs, við Skólatröð 1. Heildaraukning á byggingarmagni verður 55,3 m2 og nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,34. Fjögur ný bílastæði bætast við á vesturhluta lóðar sbr. uppdráttum dags. 25.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álftraðar 3, 5 og 7: Skólatöð 2 og 4.

19.1511109 - Nónhæð. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn landeiganda vegna skipulags Nónhæðar.
Landeigandi Kristján Snorrason gerði grein fyrir erindinu.
Lagt fram.

20.1511790 - Búsetuáætlun í málefnum fatlaðra.

Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri, fór yfir stöðu mála.

21.15082227 - Austurkór 42 og 44. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Byggvír ehf., f.h. lóðarhafa, dags. 17.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 42 og 44. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Þá lögð fram breytt tillaga dags. 27.11.2015 þar sem komið er til móts við athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Í breytingunni felst að aðkomukótar Austurkórs 42 og 44 eru lækkaðir um 20 cm og hámarkshæð er lækkuð úr 7,5 m í 7,2 m. Byggingarreitur er því 50 cm lægri en heimilt er í gildandi deiliskipulagi. Hækkun byggingarreits á vesturhliðum húsanna verður því 90 cm í stað 1,2 m sbr. uppdrætti dags. 17.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 27.11.2015 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

22.1509356 - Vatnsendablettur 72. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa dags. 14.9.2015 að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 72. Í tillögunni felst að lóðinni er skipt upp í þrjár lóðir, Ögurhvarf 4a, 4b og 4c. Núverandi lóð minnkar og lóðarmörk færast til norðurs, lóðin verður eftir breytingu 3490 m2. Suðurlóðarmörk Ögurhvarfs 4 breytast og lóð stækkar um 35m2. Nýja lóðin, Ögurhvarf 4b verður 1.150 m2 að stærð og gert er ráð fyrir að þar rísi fjórbýlishús á tveimur hæðum. Hámarksflatarmál grunnflatar hússins er um 250 m2 og hámarksbyggingarmagn er um 460 m2. Ekki er heimilt að hafa heshús á lóðinni. Nýja lóðin, Ögurhvarf 4c verður 1.340 m2 að stærð og gert er ráð fyrir að þar rísi fjölbýlishús á tveimur hæðum,með fimm íbúðum. Hámarksflatarmál grunnflatar hússins er um 270 m2 og hámarksbyggingarmagn er um 600 m2. Opinn bílakjallari er undir húsunum. Ekki er heimilt að hafa heshús á lóðinni sbr. uppdrætti dags. 14.9.2015. Á fundi skipulagsnenfndar 14.9.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 5.10.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 8.10.2015. Að auki var sent dreifbréf til næstu nágranna. Kynningu lauk 27.11.2015. Athugasemdir bárust frá Katrínu Ingu Geirsdóttur og Magnúsi Arngrímssyni, Dimmihvarfi 19a, dags. 5.11.2015 og 11.11.2015; frá Emiliönu Torrini, Dimmuhvarfi 19, dags. 17.11.2015; frá Einari Óskarssyni og Lene Grönholm, Grundarhvarfi 27, dags. 10.11.2015; Kristjáni Friðrik Karlssyni, Dimmuhvarfi 25, dags. 17.11.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

23.1510008 - Þorrasalir 31. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa dags. 1.10.2015 að breyttu deiliskipulagi Þorrasala 31. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á tveimur hæðum verði byggt einbýlishús á einni hæð. Útveggur vesturhliðar fer 0,6m út fyrir byggingarreit á 5 m kafla frá suðurhlið. Á norðuausturhorni fer útveggur 0,6 m út fyrir byggingarreit. Gólfkóti hússins hækkar um 20 cm sbr. uppdrætti dags. 1.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þorrasala 2, 4, 29 og 33; Þrúðsala 12, 14 og 16. Kynningu lauk 27.11.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

24.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Í breytingunni felst að lóðinni verður skipt í tvær lóðir, Brekkuhvarf 20 og 20a. Nýja lóðin, Brekkuhvarf 20a, verður 937,7 m2 að stærð. Á lóðinni verður byggingarreitur fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum með hámarksnýtingarhlutfall 0,3. Heildarbyggingarmagn yrði um 280 m2, hámarkshæð suðvesturhliðar (að götu) verður 5 m en hámarkshæð norðausturhliðar (bakhlið) verður 8 m. Nýbygging rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits Brekkuhvarfs 20 sbr. uppdrætti dags. 28.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 1, 2, 4, 5, 6, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 22 og 24; Grundarhvarfs 15, 17, 19, 21, 23 og 25. Kynningu lauk 30.11.2015. Athugasemd barst frá Magnúsi S. Alfreðssyni og Þórönnu S. Sverrisdóttur, Brekkuhvarfi 22, dags. 29.11.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

25.1511009 - Bæjarstjórn - 1127. Fundur haldinn 24. nóvember 2015.

1510363 - Aflakór 14. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu á deiliskipulagi Aflakórs 14 með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1508151 - Austurkór 89a og 89b. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1502354 - Fífuhvammur 25. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu með vísan í minnisblað lögfræðisviðs og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með níu atkvæðum gegn einu og hafnar erindinu. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi atkvæði gegn tillögu skipulagsnefndar og Kristinn Dagur Gissurarson greiddi ekki atkvæði.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans með áorðnum breytingum dags. 9.11.2015, greinargerð, uppdrættir og skipulagsskilmálar ásamt umsögn dags. 6.11.2015 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

15082873 - Smiðjuvegur 3a. Smádreifistöð OR.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn atkvæði Ásu Richardsdóttur. Pétur Hrafn Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

1503247 - Sæbólsbraut 40. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu, með áorðnum breytingum þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

26.1511005 - Bæjarráð - 2796. Fundur haldinn 12. nóvember 2015.

1510363 - Aflakór 14. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu á deiliskipulagi Aflakórs 14 með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1508151 - Austurkór 89a og 89b. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Birkir Jón Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502354 - Fífuhvammur 25. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu með vísan í minnisblað lögfræðisviðs og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans með áorðnum breytingum dags. 9.11.2015, greinargerð, uppdrættir og skipulagsskilmálar ásamt umsögn dags. 6.11.2015 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15082873 - Smiðjuvegur 3a. Smádreifistöð OR.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1503247 - Sæbólsbraut 40. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu, með áorðnum breytingum þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundi slitið.