Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Í breytingunni felst að lóðinni verður skipt í tvær lóðir, Brekkuhvarf 20 og 20a. Nýja lóðin, Brekkuhvarf 20a, verður 937,7 m2 að stærð. Á lóðinni verður byggingarreitur fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum með hámarksnýtingarhlutfall 0,3. Heildarbyggingarmagn yrði um 280 m2, hámarkshæð suðvesturhliðar (að götu) verður 5 m en hámarkshæð norðausturhliðar (bakhlið) verður 8 m. Nýbygging rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits Brekkuhvarfs 20 sbr. uppdrætti dags. 28.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 1, 2, 4, 5, 6, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 22 og 24; Grundarhvarfs 15, 17, 19, 21, 23 og 25. Kynningu lauk 30.11.2015. Athugasemd barst frá Magnúsi S. Alfreðssyni og Þórönnu S. Sverrisdóttur, Brekkuhvarfi 22, dags. 29.11.2015.