Skipulagsnefnd

1260. fundur 01. júní 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Salvör Þórisdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Arnþór Sigurðsson sat fundinn í stað Margrétar Júlíu Rafnsdóttur.
Helga Elínborg Jónsdóttir sat fundinn í stað Ásu Richardsdóttur.

1.1505004 - Bæjarráð - 2775. Fundur haldinn 21. maí 2015.

1505002F - Skipulagsnefnd, dags. 18. maí 2015.
1259. fundur skipulagsnefndar í 16. liðum.
Lagt fram.

1404483 - Arnarnesvegur 2014. Framkvæmdaleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1505134 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagt erindi og vísaði til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1411101 - Bakkabraut 3, 5 og 7. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502232 - Hamraborg 11. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1505016 - Bæjarstjórn - 1117. Fundur haldinn 26. maí 2015.

1404483 - Arnarnesvegur 2014. Framkvæmdaleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1505134 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingu og vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1411101 - Bakkabraut 3, 5 og 7. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1502232 - Hamraborg 11. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

3.1503265 - Boðaþing 14-16 og 18-20. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi THG arkitekta dags. 19.3.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Boðaþings 14-16 og 18-20. Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Boðaþings 7, 10, 10a, 12 og 22. Kynningu lauk 29.5.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1503247 - Sæbólsbraut 40. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 9.3.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Sæbólsbraut 40. Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 38, 41, 42, 43, 45, 47, 49, 51, 53, 55, 57, 59. Kynningu lauk 1.6.2015. Athugasemd barst frá Sigurlaugu Wafford, Sæbólsbraut 38, dags. 22.5.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

5.1503554 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Púkk arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 19.3.2015. Á fundi skipulagsnefndar 18.5.2015 var málinu frestað. Lögð fram breytt tillaga þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir dags. 4.5.2015.

Greint frá samráði við þá aðila sem gerðu athugasemd við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 4.5.2015 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1502354 - Fífuhvammur 25. Kynning á byggingarleyfi.

Greint frá stöðu mála.

7.1505736 - Vatnsendablettur 247a (Dimma). Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 247 (Dimmu) dags. 1.6.2015. Í breytingunni felst að komið er fyrir hesthúsi fyrir allt að sex hesta á suðausturhluta lóðarinnar. Aðkoma frá núverandi reiðleið sem liggur vestan lóðarinnar verður um húsagötu og heimreið að Dimmu sbr. uppdrætti dags. 1.6.2015.
Frestað.

8.1403473 - Gunnarshólmi. Oddfellowblettur. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi frá Hjalta Steinþórssyni, hrl., f.h. landeiganda svonefnds Oddfellowbletts í landi Gunnarshólma dags. 26.3.2015. Á fundi skipulagsnefndar 20.4.2015 var málinu frestað og óskað eftir umsögn bæjarlögmanns.

Lagt fram ásamt umsögn bæjarlögmanns dags. 29.5.2015.
Frestað. Óskað eftir umsögn umhverfissviðs.

Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður, sat fundinn undir þessum lið.

9.1505721 - Digranesvegur 32. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Sudio F arkitekta, f.h. lóðarhafa. dags. 13.5.2015 þar sem óskað er eftir að íbúð í kjallara verði skráð sem séreign sbr. uppdráttum dags. 10.4.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 30 og 34.

10.1505734 - Lækjarbotnaland (24). Ósk um afmörkun lóðar.

Lagt fram erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 13.5.2015 þar sem óskað er eftir afmörkun nýrrar lóðar í Lækjarbotnalandi fyrir smádreifistöð. Lóð verður 4x4m að stærð sbr. uppdráttum.
Frestað. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.

11.1410308 - Hlíðarvegur 43 og 45. Grenndarkynning.

Lögð fram tillaga KRark f.h. lóðarhafa dags. 31.5.2015 að nýjum íbúðarhúsum við Hlíðarveg 43 og 45. Í tillögunni felst að rífa núverandi íbúðarhús á lóð nr. 45 og þess í stað reisa tvö þríbýlí, eitt á hvorri lóð. Hvert hús verður 350m2 að stærð, grunnflötur 175m2 og nýtingarhlutfall verður 0,45 sbr. uppdráttum dags 31.5.2015.

Greint frá samráðsfundum sem haldnir voru 27.5.2015 og 29.5.2015 með aðliggjandi lóðarhöfum.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 41: Hrauntungu 60, 62, 64 og 66.

12.1505724 - Vallargerði 31. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Teiknistofunnar H.R. ehf, f.h. lóðarhafa, vegna fyrirhugaðra breytinga að Vallargerði 31. Í breytingunni felst að byggt verður við núverandi íbúðarhús; annars vegar á norðurhlið, 1,5 x 6m en hins vegar á suðurhlið um 3,5 x 4m. Húsið stækkar alls um 23m2 og nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,23 sbr. uppdráttum dags. 14.5.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 28, 29, 32, 34 og 33 ásamt Kópavogsbraut 68.

Sverrir Óskarsson vék af fundi undir þessum lið.

13.1110428 - Tunguheiði 8, kæra v. synjun leyfis til byggingar þakhýsis.

Lagður fram úrskurður nr. 78/2011 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Kópavogi frá 8.11.2011.
Lagt fram.

14.1505435 - Austurkór 89, kæra vegna breytt deiliskipulag.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra vegna deiliskipulagsbreytingar á lóð nr. 89 við Austurkór sbr. bréfi dags. 15.5.2015.
Lagt fram.

15.1506063 - Félag smábátaeigenda við Kársneshöfn, Guðmundur Geirdal.

Greint frá endurvakningu félags smábátaeigenda við Kársneshöf. Guðmundur Geirdal upplýsir um stöðu mála og mögulegan fund með þeim.

Fundi slitið.