1604013F - Bæjarráð, dags. 20. apríl 2016.
2818. fundur bæjarráðs í 16. liðum.
Lagt fram.
1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram útfærsla Arkís að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12, dags. 11.4.2016, sbr. meðfylgjandi greinargerð dags. 11.4.2016. Arnar Þór Jónsson, frá Arkís, gerði grein fyrir bygginaráformum. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í samþykktu deiliskipulagi fyrir Hafnarbraut 12 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 14. apríl sl. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1512566 - Aflakór 23. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Tangram arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 16.12.2015 vegna breytts deiliskipulags Aflakórs 23. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Aflakórs 20 og 21; Akrakórs 14; Almannakórs 8 og 11. Kynningu lauk 14.3.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, með tilvísan í erindi Skipulagsstofnunar dags. 24. febrúar 2016 og í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3 lagt fram að nýju og hafa eftirfarandi leiðréttingar verið gerðar á framlögðum gögnum; Skipulagsuppdrætti, greindargerð skipulagsskilmálum, skýringarhefti og umsögn.
1. Afmörkun deiliskipulags hefur verið samræmt afmörkun deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku og Nýbýlavegar.
2. Á skipulagsuppdrætti hafa verið teknar út fyrirhugaðar breytingar sbr. skipulagslýsingu þróunarsvæðis Auðbrekku.
3. Þau hús sem fyrirhugað er að fjarlægja eru auðkennd á skýringarmyndum.
4. Leiðbeinandi lína hæðarskila er auðkennd í skýringum en tákn um manir tekið út.
5. Texti í greinargerð og skilmálum um viðmið, skilti og gerð húsagatna, vistgötur, torg og þróunarsvæði hefur verið lagfærður.
Með breyttri tillögu Auðbrekku var einnig lagt fram á fundi skipulagsnefndar breytt mörk deiliskipulags Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku og Nýbýlavegar samþykkt í bæjarstjórn 14. september 2004. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1603467 - Austurkór 163 og 165. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram að nýju tillaga Benjamíns Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 18.2.2016 að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 163-165. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 151, 153, 161, 167, og 169. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki allra tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1603657 - Gnitaheiði 8 og 8a. Breytt deiliskipula
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju erindi Ólafs V. Björnssonar, f.h. lóðarhafa, dags. 7.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gnitaheiðar 8 og 8a. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gnitaheiðar 1, 3, 4a, 4b, 5, 6a og 6b. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki allra tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1403473 - Gunnarshólmi. Oddfellowblettur. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju erindi Hjalta Steinþórssonar hrl. dags. 18.3.2014, f.h. Konráðs Adolphssonar. Í erindi er óskað eftir heimild skipulagsnefndar til að leggja inn tillögu að deiliskipulagi Oddfellowbletts við Hólmsá. Í tillögu fælist að reisa íbúðarhús ásamt hesthúsi á lóðinni. Skipulagsnend hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.
1604224 - Hafnarfjarðarvegur, Skeljabrekka og Nýbýlavegur. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, með vísan í erindi Skipulagsstofnunar dags. 24. febrúar 2016 er lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar - Skeljabrekku - Nýbýlavegar dags. 11.4.2016. Í tillögunni felst að mörkum deiliskipulagssvæðisins er breytt í samræmi við ný mörk deiliskipulags þróunarsvæðis Auðbrekku. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1602444 - Hófgerði 2. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi Péturs Örns Björnssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.2.2016 þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúr við Hófgerði 2. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hófgerðis 4; Holtagerðis 1 og 3. Kynningu lauk 31.3.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.
1604201 - Kambavegur / Turnahvarf / Tónahvarf. Spennistöðvar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs - athafnasvæði, svæði IV. Í breytingunni felst að stofnuð er ný lóð fyrir dreifistöð OR á bæjarlandi. Tillagan er sett fram í deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 11.4.2016 í mkv. 1:1000. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.