Lagt fram að nýju erindi THG arkitekta f.h. lóðarhafa. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 9, 11, 13 og 15; Hraunbraut 1, 2, 2a, 3 og 4; Ásbraut 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19 og 21; Marbakkabraut 1, 3, 5 og 7; Helgubraut 2 og 4. Bent var á að skila þyrfti gögnum inn til byggingarfulltrúa áður en grenndarkynning færi af stað. Málið var afgreitt frá byggingarfulltrúa 8.1.2014.
Kynningu lauk 2.3.2015. Athugasemdir bárust frá: Kristjáni Kristjánssyni, Ásbraut 7, dags. 10.2.2015; Frá íbúum og eigendum í nágrenni við Kársnesbraut 7 (Ásbraut 1), dags. 24.2.2015; Sigríði Ævarsdóttur, Hraunbraut 4, dags 28.2.2015; Inga Vali Jóhannssyni, dags. 1.3.2015.