Skipulagsnefnd

1222. fundur 05. febrúar 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Þóra Hrönn Ólafsdóttir varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1212038 - Þinghólsbraut 17, byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Árna Kjartanssonar, atkitekts Gláma-Kím þar sem óskað er eftir heimild til að byggja við húsið um 40 m að grunnfelti á tveimur hæðum og um 70 m2 að samanlögðum gólffleti. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,2 í 0,29. Uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 23. nóvember 2012. Kynningu lauk 25. janúar 2013. Athugasemd barst frá Magnúsi Skúlasyni, Þinghólsbraut 20, dags. og mótt. 7. janúar 2013. Einnig lagt fram samþykki Rósu Sveinsdóttur og Jóhannesar Tómassonar, Mánabraut 16, sbr. tölvupósti dags. 15. janúar 2013.

Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild og taka saman umögn um framkomna athugasemd.

2.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Tillaga.

Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, dags. 12. desember 2012,- greinargerð, umhverfismat, þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000.

Skipulagsstjóri greindi frá stöðu mála.

Þá lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundi sem haldinn var í Hörðuvallaskóla 17. janúar 2013.

Lagðar fram umsagnir, athugasemdir og ábendingar neðangreindra:

1.
Lagt fram bréf frá Isavia ohf. dags. 18.1.2013, mótt. 22.1.2013 þar sem ekki eru gerðir athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

2.
Lagt fram bréf frá Flugmálastjórn Íslands dags. 18.1.2013, mótt. 22.1.2013. Flugmálastjórn leggur áherslu á að við gerð endanlegs skipulags verði tekið tillit til skipulagsrelgna Reyjkjavíkurflugvallar. Í reglunum eru ákvæði um svæði sem flugöryggis vegna eiga að vera laus við hindranir, þ.m.t. mannvirki og búnað. Með fyrirvara um ofangreint gerir Flugmálastjórn ekki athugasemd við tillöguna.

3.
Lagt fram bréf frá Garðabæ dags. 16. janúar 2013. Tilkynning um að tillaga að aðalskipulagi Kópavogs hafi verið vísað til skipulagsnefndar Garðabæjar.

4.
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dags. 15.janúar 2013, mótt. 28. janúar 2013 þar sem gerðar eru athugasemdir við tillöguna og ábendingum komið á framfæri. Einnig áskilur Vegagerðin sér rétt til að koma á framfæri frekari athugasemdum eða ábendingum á síðari stigum málsins.

5.
Lagt fram bréf frá Seltjarnanesbæ dags. 28.1.2012 þar sem fram kemur að erindinu hefur verið vísað til skipulagsstjóra.

6.
Lagt fram bréf Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, formanns Hestamannafélagsins Kjóavöllum, dags. 31.1.2013 þar sem m.a. er lagst gegn byggð austan og sunnan Guðmundarlundar við göturnar Stapaþing og Trönuþing.

7.
Lagt fram erindi Braga Michaelsson og Eiríks Páls Eiríkssonar f.h. Skógræktarfélags Kópavogs dags. 30.1.2013 þar sem m.a. er lagst gegn byggð austan og sunnan Guðmundarlundar við göturnar Stapaþing og Trönuþing.

8.
Lögð fram umsögn Seltjarnarnesbæjar um tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs dags. 2. og 4. febrúar 2013.

9.
Lögð fram umsögn Skógræktarfélags Íslands vegna Aðalskipulags Kópavogs dags. 1.2.2013

10.
Lagt fram bréf ásamt athugsemdum frá Landsneti vegna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs dags. 1.2.2013.

11.
Lagt fram bréf frá Halldóri H. Halldórssyni, f.h. reiðveganefndar Hestamannafélagsins á Kjóavöllum dags. 3.2.2013. Gerir hann m.a. athugasemdir við að reiðleiðir eru felldar út um Leirdal og um Guðmundarlund.

12.
Lagt fram bréf frá Finni Birgissyni, skipulagsfulltrúa Mosefellsbæjar dags. 30.1.2013. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti drög að umsögn um tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs á fundi sínum 29. janúar 2013. Í umsögn eru gerðar alvarlega athugasemdir við við framsetningu á lögsögumörkum á svæði norðan Vífilfells, við Sandskeið.

13.
Lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 5.2.2013 vegna tillögu að endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs auk texta um veitur Orkuveiturnnar fyrir greinargerð með skipulagi.
14.
Nónhæð: Erindi þar sem fram koma mómæli um að breyta aðalskipulagi.

14.1.
Frá Guðrúnu Benediktsdóttur, f.h. Íbúasamtakanna Betri Nónhæð, dags. 3.2.2013

14.2.
Frá fulltrúum í foreldraráði leikskólans Arnarsmára dags. 28.1.2013 þar sem breytingu á aðalskipulagi er harðlega mótmælt.

14.3.
Erindi frá aðilum þar sem breyttri landnotkun á Nónhæð er mótmælt:

14.3.1.
Brynju Björk Kristjánsdóttur og Rannveigu Jóndóttur f.h. kennar leikskólans Arnarsmára, dags. 18.1.2013.
14.3.2.
Guðrúnu Benediktsdóttur, Brekkusmára 2, dags. 27.1.2013
14.3.3.
Sigurjóni Hjaltasyni, Foldarsmára 14, dags. 28.1.2013
14.3.4.
Þóreyju Eiríksdóttur, Brekkusmára 3, dags. 28.1.2013
14.3.5.
Ingunni Björgu Sigurjónsdóttur, Foldarsmára 14, dags. 28.1.2013
14.3.6.
Guðrúnu Benediktsdóttur Brekkusmára 2, dags. 28.1.2013
14.3.7.
Þorsteini Sigfússyni, Eyktarsmára og Helga Garðarsdóttir, Eyktarsmára 4, bréf mótt. 30.1.2013
14.3.8.
Einari Hafsteinssyni, Fellasmára 2a, dags. 29.1.2013
14.3.9.
Ásrúnu Hauksdóttur, Fellasmára 1a, dags. 29.1.2013
14.3.10.
Stefáni Sigurðssyni, Gullsmára 5, dags. 29.1.2013
14.3.11.
Gústafi Kristinssyni, Fitjasmára 5, bréf mótt. 28.1.2013
14.3.12.
Þorgerði Jóhannsdóttur og Magnúsi Kr. Sigurðssyni, Ekrusmára 25, dags. 28.1.2013
14.3.13.
Yngva Ó. Haraldssyni og Jónu Stellu Jónsdóttur, Arnarsmára 3, bréf dags. 28.1.2013
14.3.14.
Helga Magnúsi Baldvinssyni, Bollasmára 3, dags. 30.1.2013
14.3.15.
Elísabetu Tómasdóttur, Rjúpnasölum 10, dags.
14.3.16.
Andra Viðari Sveinssyni, Arnarsmára 16, dags. 28.1.2013
14.3.17.
Rut Gunnþórsdóttur, Engjasmára 3, dags. 28.1.2012
14.3.18.
Steindóri Árnasyni og Dagnýu Gunnardóttur, Arnarsmára 8. dags 28.1.2013
14.3.19.
Helgu Garðarsdóttur, Eyktarsmára 4, dags. 28.1.2012
14.3.20.
Þorsteini Sigfússyni, Eyktarsmára 4, dags. 28.1.2012
14.3.21.
Þorbergi Jóhanssyni og Jónu M. Þorsteinsdóttur, Foldarsmára 13, dags. 29.1.2012
14.3.22.
Björgu Ellingsen, Bakkasmára 4, bréf dags. 28.1.2013
14.3.23.
Albert Eiríkssyni, Eyktarsmára 3, dags. 29.1.2012
14.3.24.
Erlendi Ragnari Kristjánssyni, Foldarsmára 9, 20.1.2013
14.3.25.
Magnúsi Arnarssyni, Brekkusmára 2, dags. 30.1.2013
14.3.26.
Herdísi Þórhallsdóttur, Brekkusmára 2, dags. 30.1.2012
14.3.27.
Geir Tómassyni, Foldasmára 22, tölvupóstur dags. 31.1.2013
14.3.28.
Óskari Fannari Guðmundssyni, Rjúpnasölum 10. dags. 31.1.2013
14.3.29.
Óskari Árna Hilmarssyni, Foldarsmára 12. dags 1.2.2013
14.3.30.
Maríu Ragnarsdóttur, Foldasmára 12, tölvupóstur dags. 1.2.2013
14.3.31.
Hafsteini Sigurþórssyni og Ingibjörgu B. Þorláksdóttur, Eyktarsmára 8, dags. 30.1.2013.
14.3.32.
Sigríði Þorvaldsdóttur, Eyktarsmára 14, dags. 29.1.2013
14.3.33.
Sigurbirni Ásgeirssyni, Eyktarsmára 14, dags. 29.1.2013
14.3.34.
Ragnhildi Kjartansdóttur og Hilmari Þorvarðarsyni, Engjasmára 7, dags. 30.1.2013.
14.3.35.
Sigrúnu Hauksdóttur, Bakkasmára 18, dags. 28.1.2013
14.3.36.
Haraldi Baldurssyni og Gyðu Guðmundsdóttur, Fellasmára 12, dags. 30.1.2013
14.3.37.
Katrínu Júlíu Júlíusdóttur og Valdimari F. Valdimarssyni, Foldarsmára 16, dags. 28.1.2013.
14.3.38.
Rut Gunnþórsdóttir Engjasmára 3, bréf dags. 28.1.2013
14.3.39.
Hönnu Maríu Óskardóttur, Foldasmára 12, tölvupóstur dags. 1.2.2013
14.3.40.
Friðjóni Guðjohnsen, Engjasmára 3, ódagsett.
14.3.41.
Jónasi G. Halldórssyni og Magneu S. Jónsdóttur, Eyktarsmára 6, tölvupóstur dags. 27.11.2012
14.3.42.
Hirti Erlendssyni, Brekkusmára 2, tölvupóstur dags. 28.11.2012
14.3.43.
Bjarna Sigfússyni og Guðrúnu Ásbjörgu Magnúsdóttur, dags. 28.1.2013
14.3.44.
Lárusi L. Guðmundssyni, Bakkasmára 15, dags. 28.1.2013
14.3.45.
Bjarna Þór Guðmundssyni, Bakkasmára 14, dags. 1.2.2013
14.3.46.
Sigríður Beinteinsdóttir, Grundarsmára 1, dags. 30.1.2013.
14.3.47.
Jóni Birgi Valssyni, Brekkusmára 1, dags. 30.1.2013
14.3.48.
Bryndísi Garðarsdóttur, Arnarsmára 14, dags. 31.1.2013
14.3.49.
Sigríði Steinólfsdóttur, Fitjasmára 6, dags. 1.2.2013
14.3.50.
Júlíusi Valdimarssyni, Foldarsmára 16, dags. 31.1.2013
14.3.51.
Stefaníu Valdimarsdóttur, Foldarsmára 16, dags. 31.1.2013
14.3.52.
Karli O. Schiöth, Bakkasamára 7, dags. 30.1.2013
14.3.53.
Hjördísi Ólafsdóttur og Sigurði Karlssyni, Ekrusmára 7, dags.1.2.2013
14.3.54.
Rögnu Maríu Ragnarsdóttir, Foldarsmára 2, dags. 29.1.2013
14.3.55.
Guðmundur Þ. Harðarson, Foldarsmára 2, dags. 29.1.2013
14.3.56.
Þorkeli Þorkelssyni og Elínu Blöndal, Brekkusmára 5, dags. 2.2.2013
14.3.57.
Friðjóni Guðjohnsen, Foldarsmára 18, dags. 1.2.2013
14.3.58.
Hirti Pálssyni, Foldarsmára 10, dags. 2.2.2013
14.3.59.
Hákoni Jónssyni, Foldarsmára 1, dags 1.2.2013
14.3.60.
Raghhildi Guðnýju Hermannsdóttur, Foldarsmara 10, dags. 1.2.2013
14.3.61.
Ásbjörgu Högnadóttur, Bakkasmára 10, dags. 2.2.2013
14.3.62.
Guðrúnu Þ. Einarsdóttur og Jóhanni E. Ólafsson, Foldarsmára 7, dags. 2.2.2013
14.3.63.
Tómasi Jennþór Gestssyni, Foldarsmára 22, dags. 2.2.2013
14.3.64.
Rósu Geirsdóttur, Foldarsmára 22, dags. 2.2.2013
14.3.65.
Karli Davíðssyni, Bakkasmára 20, dags. 2.2.2013
14.3.66.
Sigurrósu Jónu Oddsdóttur, Arnarsmára 28, dags. 2.2.2013
14.3.67.
Högna Hallgrímssyni, Foldarsmára 20, dags. 2.2.2013
14.3.68.
Perlu Lund Konráðsdóttur, Foldarmára 20, dags. 2.2.2013
14.3.69.
Þóru Kristínu Bjarnadóttur, Gullsmára 3, dags. 3.2.2013
14.3.70.
Helga Jóhannessyni og Margréti Ingibergsdóttur, Fitjasmára 1a, dags. 3.2.2013
14.3.71.
Ásgrími Jónssyni, Grundarsmára 14, dags. 3.2.2013
14.3.72.
Ásmundi Hilmarssyni og Ragnheiði Huldu Bjarnardóttur, Eyktarsmára 1, dags. 3.2.2013
14.3.73.
Erlendi Magnúsi Hjartarsyni, Brekkusmára 2, dags. 3.2.2013
14.3.74.
Guðrúnu Benediktsdóttur, Brekkusmára 2, dags 31.1.2013
14.3.75.
Hirti Erlendssyni, Brekkusmára 2, dags. 3.2.2013
14.3.76.
Maríu Pálsdóttur, Brekkusmára 1, dags 30.1.2013
14.3.77.
Jóni Andra Árnasyni, Foldarsmára 5, dags. 3.2.2013
14.3.78.
Lovísu Fanney Áradóttur, Foldarsmára 6, dags. 3.2.2013
14.3.79.
Erlu Helgadóttur, Engjasmára 5, dags. 3.2.2013
14.3.80.
Sverri A. Guðmundssyni, Engjasmára 5, dags. 3.2.2013
14.3.81.
Óttari Strand Jónssyni, Fitjarsmára 7, dags. 2.2.2013
14.3.82.
Herdísi Heiðu Jing Guðjohnsen, Foldarsmára 18, dags. 2.2.2013
14.3.83.
Gesti Ólafi Karlssyni, Fellasmára 3, dags. 31.1.2013
14.3.84.
Ingunni M. Hilmarsdóttur og Ágústi Gunnarssyni, Bergsmára 7, dags. 30.1.2013
14.3.85.
Svanborgu Matthíasdóttur, Foldarsmára 2, dags. 2.2.2013
14.3.86.
Unni G. Unnarsdóttur, Arnarsmára 26, dags. 31.2.2013
14.3.87.
Unnari Frans Mikaelssyni, Arnarsmára 26, dags. 29.1.2013
14.3.88.
Sigurði Óla Bragasyni, Arnarsmára 26, dags. 31.1.2013
14.3.89.
Ellýju Rún Hong Guðjohnsen, Foldarsmára 18, dags. 2.2.2013
14.3.90.
Gíslínu Ólafsdóttur, Foldarsmára 18, dags. 2.2.2013
14.3.91.
Sigurþóri Hafsteinssyni, Arnarsmára 4, dags. 1.2.2013
14.3.92.
Unni Tessnow, Bollasmára 5, dags. 30.1.2013
14.3.93.
Hákoni R. Jónssyni, Foldarsmára 1, dags. 29.1.2013
14.3.94.
Yuki Sagihara, Bergsmára 8, dags. 29.1.2013
14.3.95.
Árna Pali Einarssyni, Bergsmára 8, dags. 29.1.2013

14.4.
Erindi frá aðilum sem styðja breytta landnotkun á Nónhæð:

14.4.1.
Kristjáni Snorrasyni, f.h. Nónhæðar ehf., dags. 21.1.2013 þar sem m.a. kemur fram að nýting á landi Nónhæðar megi ekki að vera minni en 0,6 og fjöldi íbúða 130 talsins.
14.4.2.
Kristjáni Snorrasyni, f.h. Nónhæðar ehf., þar sem m.a. eru færð rök fyrir þéttingu byggðar í Nónhæð, dags. 21.1.2013
14.4.3.
Jóhanni Björgvinssyni, Ásakór 12, tölvupóstur dags 1.1.2013
14.4.4.
Sigríði Sæunni Björnsdóttur, Ásakór 10, tölvupóstur dags 1.1.2013
14.4.5.
Marianne Johannsson, Ásakór 12, tölvupóstur dags 30.12.2013
14.4.6.
Hrafnhildi Yrsu Georgsdóttur, Gullsmára 2, tölvupóstur dags. 11.12.2012
14.4.7.
Davíð J. Sigurðssyni, tölvupóstur dags. 11.12.2012
14.4.8.
Benedikt Guðmundssyni, tölvupóstur dags. 6.12.2012
14.4.9.
Brynju Dagbjartsdóttur og Þorleifi Sigurðssyni, Kópavogstún 6, tölvupóstur dags. 30.11.2012
14.4.10.
Baldvini Kári Kristjánssyni, Hásölum 3, tölvupóstur dags. 29.11.2012
14.4.11.
Borghildi Sigurðardóttur, Grófarsmára 6, tölvupóstur dags. 29.11.2012
14.4.12.
Gunnhildi Björgvinsdóttur, Ásakór 14, tölvupóstur dags. 29.11.2012

Skipulagsnefnd samþykkir að lengja umsagnarfrest um tillögu að nýju aðalskipulagi Kópavogs til 28. febrúar 2013.

3.1301183 - Vatnsendahlíð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 15. janúar 2013 um breytt deiliskipulag fyrir Vatnsendahlíð.

Í tillögunni felst að byggð við Vallaþing sem er suðvestan við götuna Leiðarenda er þétt og dregið er úr þéttleika byggðar byggð á kolli deiliskipulagssvæðisins nánar til tekið við Kolla-, Kringlu, Króka-, Kópa- og Kvistaþing. Einnig er dregið úr þéttleika byggðar við Stapaþing.
Við Vallaþing nr. 1-9 (verður nr. 1-11) fjölgar íbúðum um 126. / Við Stapaþing nr. 1-19 (verður nr. 1-39) fækkar íbúðum um 20. / Við Stapaþing nr. 2-12 ( verður nr. 2-16) fækkar íbúðum um 58. / Við Kringluþing nr. 1-3 og 2-4 ( verður nr. 1 og 2) fækkar íbúðum um 8. / Við Kollaþing nr. 1-3 og 5-7 ( verður nr. 1 og 3) fækkar íbúðum um 8. / Við Krókaþing nr. 1-3 og 5-7 ( verður nr. 1 og 3) fækkar íbúðum um 8. / Við Krókaþing nr. 9 fækkar íbúðum um 2. / Við Krókaþing nr. 11 fækkar íbúðum um 2. / Við Kópaþing nr. 2-4 og 6-8 ( verður nr. 2 og 4) fækkar íbúðum um 8./ Við Kópaþing nr. 10 ( verður nr. 6) fækkar íbúðum um 2. / Við Kópaþing nr. 12 ( verður nr. 8) fækkar íbúðum um 2. / Við Kvistaþing nr. 12-16 fækkar íbúðum um 3. / Við Kvistaþing nr. 18-20 fækkar íbúðum um 3. / Við Kollaþing nr. 9-13 fækkar íbúðum um 2.
Heildarfjöldi íbúða á deiliskipulagssvæðinu er óbreyttur. Einnig lögð fram greinargerð dags. 1.febrúar 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

 

Fulltrúi Samfylkingarinnar hefði viljað sjá aðra forgangsröðun í uppbyggingu fjölbýlishúsa þar sem önnur svæði nær miðju bæjarins og þar með höfuðborgarinnar hefði verið skipulögð fyrst, s.s. á Glaðheimasvæði og í Tóna- og Turnahvarfi.

4.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 18.9.2012 voru lögð fram drög að útfærslu deiliskipulags á Dalvegi þar sem gert er ráð fyrir tveimur nýjum hringtorgum annars vegar á móts við við Dalveg 14 og 16 og hins vegar Dalveg 18 og 26. Einnig lagt fram bréf skipulagsstjóra til Skipulagsstofnunar dags. 18.9.2012 með fyrirspurn um matsskyldu fyrirhugaðrar breytingar sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Skipulags- og byggingardeild var falið að vinna málið áfram.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags 10.1.2013 þar sem óskað er eftir að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis veiti umsögn um málið. Frestur til að skila umsögn var til 29. janúar 2013. Þá lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og ópavogssvæðis dags. 5. febrúr 2013 þar sem m.a. kemur fram að heilbrigðisnefnd hafi þann 4. febrúar 2013 fundað um tillögu að breyttu deiliskipulagi Dalvegarins og bókað eftirfarandi: "Heilbrigðisnefnd telur ekki þörf á að framkvæmdir fari í umhverfismat."

Frestað.

5.1205409 - Kópavogstún, Kópavogsbærinn og Kópavogshælið.

Tilnefning fulltrúa Skipulagsnefndar í stjórn Kópavogsfélagsins, félags áhugafólks um endurreisn Hressingarhælisins og Kópavogsbæjarins.

Skipulagsnefnd samþykkir að tilnefna Kristinn D. Gissurarson sem fulltrúa nefndarinnar í stjórn Kópavogsfélagsins.

6.1102649 - Endurskoðun á núgildandi vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið

Á fundi skipulagsnefndar 8.1.2013 voru lögð fram eftirfarandi gögn undir málsnúmeri 0910430: Umsögn fagráðs svæðisskipulagsnefndar dags. 19. desember 2012; Minnisblað frá Verkfræðistofunni Vatnaskil um áhrif aukinnar vinnslu í Vatnsendakrika dags, 21. desember 2012; Uppkast stýrihóps að endurskoðun á skipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu - verkefnalýsing dags. í desember 2012.

Lagt fram á fundi bæjarráðs 31. janúar 2013.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. janúar, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 3. janúar sl., varðandi tillögu SSH að endurskoðun á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, þar sem lagt er til að fyrirliggjandi verklýsing verði samþykkt.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða verkefnalýsingu: Endurskoðun á skipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu dags. í desember 2012.

7.1301656 - Sjálfsafgreiðslubensínstöð, Arnarnesvegur/Fífuhvammsvegur.

Lagt fram bréf frá Garðabæ dags. 4.2.2013 varðandi erindi Akralands ehf. f.h. lóðarahafa, í samstarfi við Atlantsolíu ehf. Sótt er um að reisa sjálfsafgreiðslubensínstöð á mótum Arnarnesvegar og Fífuhvammsvegar, 1030m2 að grunnfleti. Enn fremur lögð fram fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs frá 4. febrúar 2013.

Skipulagsnefnd tekur undir öryggis- og skipulagssjónarmið í umsögn umhverfis- og samgöngunefndar frá 4. febrúar 2013 varðandi staðsetningu sjálfsafgreiðslubensínstöðvar á mótum Arnarnesvegar og Fífuhvammsvegar en þar er lagst gegn tillögunni.

Kristinn Dagur Gissurarson vék af fundi undir þessum lið.

8.1212238 - Oddfellowblettur við Hólmsárbrú, deiliskipulag.

Lagt fram erindi frá Vegagerðinni dags. 16.1.2013, mótt. 28.1.2013 þar sem fram kemur að veghaldari þ.e. Vegagerðin muni ekki heimila beina tengingu reitsins við Suðurlandsveg en bendir jafnframt á að tenging er möguleg inn á fyrirhugaðan hliðarveg austan reitsins. Að öðru leyti gerir Vegagerðin ekki athugasemd við tillöguna.

Lagt fram og frestað.

 

 

 

 

9.1301310 - Austurkór 43-47. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kjartans Rafnssonar f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag fyrir lóðir nr. 43-47 við Austurkór. Í breytingunni felst að reist verða þrjú hús í stað fjögurra áður. Þá breytist hámarksgrunnflötur í 160m2 frá 124m2/106m2 og verða öll hús jafnstór. Hús eru fyrirhuguð á einni hæð og hámarkshæð 4,8m. Gert er ráð fyrir innbyggðri bílgeymslu í hverju húsi. Lóðamörk breytast en fjöldi bílastæði verður sá sami eða tvö bílastæði á lóð sbr. uppdráttum dags. 7.1.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Austurkórs 41-35, 49-53; Arakórs 1 og 2; Almannakórs 1.

10.1301684 - Álmakór 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ríkharðs Oddssonar dags. 2. febrúar 2013 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er að breyta deiliskipulagi við Álmakór 1, 3 og 5. Í breytingunni felst að á lóðunum verði byggt einbýlishús á einni hæð í stað einbýlishúsa á tveimur hæðum. Hámarksgrunnflötur stækkar úr 250m2 í 270m2 sbr. uppdráttur dags. 4.2.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álmakórs 2, 4, 6, 7, 8, 9, 10 og 11.

11.1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að Jórsölum 2 dags. 31. maí 2012. Í breytingunni felst ósk um að setja skyggni yfir bílastæði við húsið.

Tillaga að skyggni við húsið að Jórsölum 2 var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 síðla árs 2011 með athugasemdafresti til 13. nóvember 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsnefndar 17. júní 2012 var umrædd tillaga lögð fram, ásamt framkomnum athugasemdum, ábendingum og umsögn skipulags- og byggingardeildar sem er dagsett 14. desember 2011 og yfirfarin 17. júlí 2012. Skipulagsnefnd samþykki tillöguna ásamt ofangreinda umsögn skipulags- og byggingardeildar. Á fundi bæjarráðs Kópavogs 26. júlí 2012 var framangreind afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.

Til að breytingar á deiliskipulagi taki gildi þarf að birta auglýsingu um samþykkt sveitarstjórnar í B-deild Stjórnartíðinda innan ákveðinna tímamarka. Í ferli málsins að Jórsölum 2 láðist að birta í B-deild samþykkt sveitarstjórnar á umræddri breytingu eins og tilskilið var í skipulagslögum 123/2010 fyrir síðustu áramót en fresturinn var þrír mánuðir. Rétt þykir að benda á að þessu ákvæði var breytt með lögum nr. 135/2012 sem tók gildi 31. desember 2012 en þar kemur m.a. fram að auglýsingu um óverulega breytingu á deiliskipulagi skal birta í B-deild innan árs frá samþykki sveitarstjórnar annars telst samþykktin ógild.

Leggur skipulagsstjóri því til að umrædd tillaga verði kynnt að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Jórsala 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 18.

12.1211244 - Grænatún 20, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Á fundi skipulagsnefndar 20.11.2012 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Grænatúni 16, 18, 22, 24; Álfatúni 1, 3: Nýbýlavegi 100, 102 og 104. Kynningu lauk 15.1.2013. Mótmæli dags. 10.1.2013, mótt. 15.1.2013 bárust frá Þóri Karli Jónassyni, Guðrúnu Valtýsdóttur, Grænatúni 16; Hlyni Axelssyni, Sif Erlingsdóttur, Axel Snorrasyni og Kristrúnu Kristjánsdóttir, Grænatúni 18; Ingibjörgu Ólafíu Ólafsdóttur, Ólafur Magnússon, Ásdísi Rún Ólafsdóttur og Sigrúnu Bjarnadóttur, Grænatúni 22; Viktoras Tyscenko, Grænatúni 24; Tómasi Jónssyni, Júlíusi Ólafssyni, Sigríði Antonsdóttur og Sigurjóni Sigurðssyni, Álfatúni 1; Ásgeiri Jóni Ásgeirssyni, Svavari M. Sigurjónssyni, Guðnýju Sigurjónsdóttur, Ásgeiri Óskarssyni, Guðrúnu Ánadóttur, Guðmundi M. Jónssyni, Þuríði Kristjánsdóttur, Berglind Björg Harðardóttir, Álfatúni 3; Björgu Ragnarsdóttur og Guðjóni Hlöðverssyni, Nýbýlavegi 100; Soffíu Fr. R. Hede, Pelle Aaberg Hede, og Karli Viðari Grétarssyni, Nýbýlavegi 102; Gunnari Guðmundssyni, Jakob Luu, Ágústi Inga Svavarssyni, Þresti Hringssyni, Elsu Gísladóttur, Dóru Noodaeng Sawatdee, Nýbýlavegi 104. Þá lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar dags. 4. febrúar 2013.

Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að boða til samráðsfundar með lóðarhöfum Grænatúns 18, 20 og 22.

13.1301013 - Bæjarráð - 2670, fundur haldinn 17.1.2013.

1301007F - Skipulagsnefnd, 15. janúar, 1221. fundur. Lagt fram.

1209463 - Austurkór 3, deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

1210574 - Austurkór 98. Breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

0911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu, ásamt umsögn skipulagsstjóra, og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

1210144 - Dalaþing 3 - breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd hafnar tillögunni á grundvelli umsagnar skipulags- og byggingadeildar og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

14.1205195 - Þorrasalir 29, einbýli á einni hæð.

Á fundi skipulagsnefndar 15.1.2013 var lagt fram að nýju erindi ES teiknistofu f.h. lóðarhafa að Þorrasölum 29. Á fundi skipulagsnefndar 16.5.2012 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 27, 31, Þrúðsala 10, 12 og 14. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Í kjölfar mótmæla íbúa í hverfinu var haldinn samráðsfundur þann 25. október 2012 á skipulags- og byggingardeild. Á fundi skipulagsnefndar 20. nóvember 2012 var lögð fram breytt tillaga þar sem húsið er 180 m2 að stærð og stallast í hæð. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna að nýju fyrir lóðarhöfum Þorrasala 2-10 og 21-37 og Þrúðsala 10, 12 og 14. Kynningu lauk 15. janúar 2013. Athugasemd barst frá Gísla Þrastarsyni, Þorrasölum 2; Ingu Jónu Ingimundardóttur, Þorrasölum 4; Lárusi Yngvasyni, Þorrasölum 6; Ævari Valgeirssyni, Þorrasölum 10; Jóni Hákon Hjaltalín, Þorrasölum 23; Ragnheiði Þorkelsdóttur, Þorrasölum 35; Júlíusi Sigurjónssyni, Þorrasölum 37 dags. 14. janúar 2013. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. febrúar 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1210549 - Hlíðarvegur 29 - breytt notkun húsnæðis

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kjartans Rafnssonar f.h. lóðarhafa varðandi breytta notkun á Hlíðarvegi 29. Í breytingunni felst að á 1. hæð verða þrjár íbúðir í stað tveggja atvinnueininga. Níu bílastæði eru á lóð sbr. uppdráttum dags. 15.10.2012. í mkv. 1:100 og 1:500. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum að Hlíðarvegi 26, 27, 28, 29a, 30 og 31 Hrauntungu 10, 42 og Grænutungu 8. Kynningu lauk 14. janúar 2013. Athugasemd barst frá Þóri Þórissyni, Hrauntungu 40; Baldvin Björgvinssyni og Sigurveig H. Þórhallsdóttur, Hrauntungu 42; Ástríði H. Sigurðardóttur og Eiríki Ólafssyni, Grænutungu 8.

Lögð fram breytt tillaga dags. 9. janúar 2013 þar sem bílastæði og sorptunnur eru færðar frá lóðamörkum við aðliggandi lóða. Þá lögð fram kynningargögn með áritun fyrrnefndra lóðarhafa sem gera ekki athugasemd við tillöguna.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.1212179 - Þorrasalir 27, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings dags. 6. október 2012 þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að setja auka íbúð á 1. hæð hússins að Þorrasölum 27 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 1. desember 2012. Á fundi skipulagsnefndar 18.12.2012 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 2-10 og 21-37. Kynningu lauk 1.2.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.1212210 - Austurkór 84-86, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hallgrímssonar fh. lóðarhafa dags. 14. desember 2012 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að reisa einnar hæðar parhús á lóðunum Austurkór 84-86. Grunnflötur hússins verður 356 m2 í stað 340 m2 og heildarflatarmál minnkar um 284 m2. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Austurkór 66, 68, 88, 82, 88, 105, 107, 127, 129 og 131. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemd við breytingartillöguna.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1212180 - Kópavogsbraut 41, breytt notkun húsnæðis

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Umhverfissviðs, dags. 12. desember 2012 þar sem óskað er heimildar til að breyta húsnæðinu að Kópavogsbraut 41 þannig að í stað tveggja íbúða verði gert ráð fyrir fjórum íbúðum fyrir fatlaða einstaklinga sbr. uppdrætti ALARK arkitekta í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 23. nóvember 2012. Á fundi skipulagsnefndar 18. desember 2012 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 43 og 45, Þinghólsbrautar 2 og 4 og Kópavogsbrúnar 1 og 2. Kynningu lauk 28. janúar 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.1209390 - Boðaþing 11 - 13 breytt deiliskipulag.

Að lokinni auglýsingu er tillaga THG arkitekta að breyttu deiliskipulagi: Vatnsendi - Þing. Hrafnista - Boðaþing 11-13 lagt fram að nýju. Í breytingunni felst að að sótt er um að hafa jarðhæð í stað kjallara að Boðaþingi 11-13 með tveimur 8 manna hjúkrunardeildum. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 24. október 2012. Á fundi skipulagsnefndar 20. nóvember 2012 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Kynningu lauk 22. janúar 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Boðaþing 11-13. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1212232 - Austurkór 49 til 61, breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju tillaga Aðalsteins V. Júlíussonar fh. Sóltúns ehf dags. 14. desember 2012 þar sem óskað er eftir að breyta skipulagi við Austurkór 49-61. Á fundi skipulagsnefndar 18. desember 2012 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Austurkór 47, 63, Arakór 1, Auðnukór 1 og 2. Þá lögð fram kynningargögn með undirskriftum ofangreindra lóðarhafa þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

21.1301028 - Bæjarráð - 2672, fundur haldinn 31. janúar 2013.

1102649 - Endurskoðun á núgildandi vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. janúar, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 3. janúar sl., varðandi tillögu SSH að endurskoðun á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, þar sem lagt er til að fyrirliggjandi verklýsing verði samþykkt.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

22.1301021 - Bæjarráð - 2671, fundur haldinn 24. janúar 2013.

1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024
Frá Garðabæ, dags. 16. janúar, tilkynning um að tillaga að aðalskipulagi Kópavogs hafi verið vísað til skipulagsnefndar Garðabæjar.
Lagt fram.

23.1301016 - Bæjarstjórn - 1070, fundur haldinn 22. janúar 2013.

1301013F - Bæjarráð, 17. janúar, 2670. fundur
Lagt fram.

1209463 - Austurkór 3, deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu og vísaði henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu einróma.

1210574 - Austurkór 98. Breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu og vísaði henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu einróma.

0911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu og vísaði henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu einróma.

1210144 - Dalaþing 3 - breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu á grundvelli athugasemda og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu einróma.

Fundi slitið - kl. 18:30.