Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi frá A2 arkitektum, dags. 10.5.2016, f.h lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Faldarhvarfs 8, 10 og 12. Í breytingunni felst að byggðir verði sólskálar við suðurhlið húsanna, hvor um sig 16 m2 að stærð. Byggingarreitur hvers skála er 3,5 m x 4,6 m og hámarkshæð þeirra verður 3,2 m sbr. uppdráttum dags. 10.5.2016. Á fundi skipulagsnefndar 30. maí 2016 var með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faldarhvarfs 2, 4, og 6; Faxahvarfi 1, 2, 4, 5, 8 og 10. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Jón Finnbogason, Kristinn Dagur Gissurarson og Júlíus Hafstein samþykktu tillöguna.
Sigríður Kristjánsdóttir og Ása Richardsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins. Ása lagði fram eftirfarandi bókun: "Margt í fyrirhuguðum áformum virkar mjög spennandi fyrir komandi íbúa. Þó er miður að sjá að göngu/hvíldargata, sem líkt er við Parísargötu, í gögnum málsins, mun lítt njóta sólar og virðist ekki hönnuð svo, að almenningur geti nýtt og notið. Græn og opin svæði skipta afar miklu máli, í þessu hverfi sem öðrum. Ég sit hjá við afgreiðslu málsins Ása Richardsdóttir."
Fundarhlé kl 16:40
Fundi framhaldið kl 16:45
Bókun frá Theódóru Þorsteinsdóttur, Andrési Péturssyni, Jóni Finnbogasyni, Kristni Degi Gissurarsyni og Júlíusi Hafstein: "Umræddur göngustígur er hannaður sérstaklega breiður til þess að auka birtumagn. Sitt hvorum megn við umræddan göngustíg eru sólrík torg sem hugsuð eru sem dvalarstaður."