1604014F - Skipulagsnefnd, dags. 2. maí 2016.
1276. fundur skipulagsnefndar í 23. liðum.
Lagt fram.
16041211 - Álftröð 1. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram frá byggingarfulltrúa erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 20.3.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til stækkunar á bílskúrum á norðvestur hluta lóðar. Bílskúrar eru í dag 68,8 m2 en verða eftir stækkun 107,8 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,33 eftir breytingu en er í dag 0,27 sbr. uppdráttum dags. 20.3.2016. Skipulagsnefnd hafnaði ósk um stækkun bílskúrs með vísan í fyrri ákvörðun skipulagsnefndar frá 21. mars 2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta með lagfæringum á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu, ásamt umhverfisskýrslu dags. 11.4.2016 og umsögn dags. 11.4.2016 með fyrrgreindum breytingum. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhvefisskýrslu dags. 11. apríl 2016 og umsögn dags. 11. apríl 2016, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
1510610 - Hamraendi 25. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 20.10.2015, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hamraenda 25. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 2m til suðurs og lóð stækkar um 81 m2 til suðurs. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum við snúningshaus sbr. uppdrætti dags. 20.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraenda 24, 26, 28, 30 og 32. Erindi lagt fram að nýju ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
1512150 - Hlíðarendi 19. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa dags. 26.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hlíðarenda 19. Í breytingunni felst að byggingarreitur og lóð stækka um 4 metra til suðurs sbr. uppdráttum dags. 26.8.2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarenda 17, 18, 20 og 22. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
16041206 - Kársnesbraut 135. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram frá byggingarfulltrúa erindi Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar dags. í mars 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á lóðinni Kársnesbraut 135. Í breytingunni felst að byggja ca. 68 m2 bílskúr við suður-lóðamörk sbr. uppdrætti dags. í mars 2016. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Holtagerðis 78, 80, 82; Kársnesbrautar 133, 137 og Kársnesbrautar 112, dags. 25.4.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
1601517 - Kársnesskóli. Skólagerði. Færanlegar kennslustofur.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 18.1.2016 um heimild til að setja niður þrjár færanlegar kennslustofur vestan við Kársnesskóla við Skólagerði sbr. uppdrátt. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skólagerðis 1, 3, 5, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 17; Holtagerðis 26, 28, 30, 32, 33, 34, 35 og 37. Kynningu lauk 29.4.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
1604158 - Lundur 74-78. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram tillaga Guðmundar Gunnalaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á hæðarkóta við hús nr. 74, 76 og 78 við Lund sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 14.3. 2016 og 25.4. 2016 ásamt greinargerð. Í breytingunni fellst að hámarkshæð Lundar nr. 74 hækkar um 80 sm, Lundar 76 um 50 sm og Lundar nr. 78 um 20 sm. Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi ekki varða hagsmuni annara en lóðarhafa og sveitafélagsins og samþykkti því tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
1601641 - Selbrekka 20. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi KRark, dags. 30.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta Selbrekku 20 úr einbýlishúsi í tvíbýlishús. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Selbrekku 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 11.3.2016. Athugasemd barst frá Helga Magnússyni og Sigríði Jóhannsdóttur, Selbrekku 18, dags. 8.3.2016. Erindi lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2.5.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn dags. 2.5.2016, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.