Lagt fram að nýju erindi frá Arkþing, f.h. lóðarhafa, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni við Hlíðarveg 57. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var málinu frestað. Í breytingunni felst að einbýlishús frá árinu 1943 sem stendur á lóðinni í dag verði rifið og þess í stað reist fjórbýli. Áætluð stærð hverrar íbúðar verður 116m2 og heildarbyggingarmagn á lóð um 499m2 með nýtingarhlutfall 0,5. Nýtingarhlutfall á lóð í dag er 0,22. Bílastæði á lóð verða samtals átta eða tvö fyrir hverja íbúð sbr. erindi, uppdráttum og skýringarmyndum dags. 18.9.2014.