Skipulagsnefnd

1169. fundur 26. ágúst 2009 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá

1.905270 - Þinghólsbraut 65, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 19. maí 2009 varðandi nr. 65 við Þinghólsbraut. Í erindi lóðarhafa er óskað eftir leyfi til að byggja viðbyggingu, þ.e. forstofu, gang og vinnustofu, alls 122,7 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 14. maí ´09.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið til kynningar til Lóðarhafa Þinghólsbraut 57, 58, 59, 60, 61, 62, 63, 64, 66, 67, 68, 69, 70, 71, 72, 73 og 74.
Fulltrúar Samfylkingar leggjast gegn afgreiðslunni, á þeirri forsendu að ekki sé um að ræða minniháttar breytingu.
Kynning fór fram 29. júní til 31. júlí 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi  innsendar athugasemdir.

2.908083 - Digranesheiði 39,kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 18. ágúst 2009. Erindið er skv. bréfi Einars V. Tryggvasonar arkitekts fh. lóðarhafa nr. 39 við Digranesheiði dags. 21. júlí 2009. Í erindinu felst að húsið verði endurbyggt að hluta, stöllun í þrepum breytt í eina hæð og stofa og anddyri stækkuð um 36 m². Þaki verði breytt úr risþaki í flatt þak og lækkar því um 1,4 m². Skipulagi lóðar verði breytt til samræmis. Nýtingarhlutfall breytist úr 0,305 í 0,359.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 12. júlí ´09.

Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi hlutist til um gerð húsa- og bæjarkönnun skv. 23. gr. skipulags og byggingarlaga og að senda málið í kynningu til lóðarhafa Digranesheiði 24, 26, 28, 30, 32, 33, 34, 35, 37, 41 og 43. Lyngheiði 14, 16, 18, 20 og 22

3.908068 - Skjólbraut 18, sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 18 við Skjólbraut dags. 19. nóvember 2008.
Erindið varðar beiðni lóðarhafa um leyfi til að byggja bílskúr með kjallara, sem tengdur væri húsinu, um 70 m². Aðkoma frá Skjólbraut. Með bílskúr austan megin kæmu nýjar tröppur að íbúðaríbúðarhúsinu. Ofan á bílskúr er gert ráð fyrir þakgarði.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500, dags. 1. nóv.´08.
Erindi þetta var auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga 31. mars til 19. maí 2009.
Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 19. júní 2009 er gerð athugasemd við málsmeðferð. Skipulagsnefnd tekur tillit til athugasemda og kynnir erindið að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Skjólbraut 11, 11a, 13, 14, 15, 16, 18, 20 og 22. 

4.908067 - Hafnarbraut 11, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er lagt fram erindi K R arkitekta fh. lóðarhafa nr. 11 við Hafnarbraut. Í erindinu felst að óskað er eftir leyfi til að fjölga íbúðum úr 18 í 20. Að tveimur íbúðum yfir 150 m² verði breytt í fjórar minni. Bílastæðafjöldi héldist óbreyttur, vegna fjölda íbúða undir 80 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 29. júlí 2008.

Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni tillögu að breyttu deiliskipulagi, húsakönnun og að senda málið í kynningu til lóðarhafa Hafnarbrautar 2 til 15 og Bakkabrautar 6 og 8.

 

5.905234 - Gulaþing 66, tröppur.

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 66 við Gulaþing. Erindið varðar grenndarkynningu á stiga, sem þegar hefur verið byggður.Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið til kynningar til lóðarhafa Gulaþingi 19, 21, 23, 64 og 68. Kynning fór fram 14. júlí til 17. ágúst 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulag          Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi og  vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

6.904140 - Álaþing 5, stækkun lóðar.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 5 við Álaþing dags. 17. apríl 2009. Erindið varðar leyfi til stækkunar lóðar til vesturs um 4 metra. Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. apríl 2009.Skipulagsnefnd óskar umsagnar sviðsstjóra skipulags og umhverfissviðs og framkvæmda- og tæknisviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóranna.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir málið.
Skipulagsnefnd samþykkir að erindið verði kynnt lóðarhöfum Álaþingi 1, 16, 18, 20 og 22. Skipulagsnefnd vekur athygli á samningum um lóðargjöld.
Kynning fór fram 24. júní til 28. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram á ný.

Skipulags         Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi og  vísar því til afgreiðslu bæjarráðs. Skipulagsnefnd vekur athygli á samningum um lóðargjöld.

7.906001 - Auðnukór 5, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er lagt fram erindi Verkstæðis Arkitekta ehf dags. 15. maí 2009 f.h. lóðarhafa að lóð nr. 5 við Auðnukór. Í erindinu er óskað eftir að fá að skilmálum á lóð fyrir hús á einni hæð með kjallara verði breytt í hús á einni hæð án kjallara. Hæð á aðkomugólfi lækkar og landhæð á lóðarmörkum helst óbreytt.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 12. maí 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir senda málið í kynningu til lóðarhafa Auðnukórs 1, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 9 og 10 og Austurkórs 2, 4, 6, 8 og 10.
Kynning fór fram 24. júlí til 28. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

8.903148 - Grundarsmári 16, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi Gunnars P. Kristinssonar arkitekt dags. 16. mars 2009 fh. lóðarhafa nr. 16 við Grundarsmára. Erindi varðar beiðni lóðarhafa um að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum á vesturhlið og útbyggðan glugga á norðurhlið, ásamt því að byggja skyggni yfir svalir og framlengja svalir á norðurhlið. Viðbygging yrði 24,8 m² á efri hæð og 17,2 m² á neðri hæð, alls 42,0 m² Útbyggður gluggi 8,6 m² stækkun á svölum 1,2 m til norðurs. Hús er nú 256,8 m² og verður eftir breytingar 307,4 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 13. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Grundarsmára 11, 13, 14, 15, 17, 18 og 20. Grófarsmára 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33 og 35.
Kynning fór fram 27. mars til 27. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað.
Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsenndar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 19. maí 2009.
Frestað.
Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um minnkun byggingarmagns.
Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi lóðarinnar dags. 3. júní 2009.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu dags. 17. mars 2009. Skipulagsnefnd samþykkir að senda nýja tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar dags. 3. júní 2009 í kynningu til lóðarhafa Grundarsmára 11, 13, 14, 15, 17, 17 og 20. Grófarsmára 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33 og 35. Í tillögunni felst að viðbygging á vesturhlið verði 17,8 m² á efri hæð og 12,8 m² á neðri hæð, alls 30,6 m². Útbyggður gluggi 8,6 m² á norðurhlið og stækkun á svölum 1,2 m til norðurs. Hús er nú um 256,8 m² og verður eftir breytingu 296 m². Viðbyggingar fari yfir 1/3 lengdar viðkomandi hliðar hússins, sbr. skilmála. Heildarstærð hússins verður um 16,8 m² yfir gildandi skilmálum.
Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 25. júní 2009 er samþykkt skipulagsnefndar staðfest.
Kynning fór fram 2, júlí til 4. ágúst 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi  innsendar athugasemdir.

9.807101 - Hólmaþing 7. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 12. ágúst 2008 er lagt fram erindi Arkís arkitekta ehf. fh. lóðarhafa nr. 7 við Hólmaþing dags. 4. júlí 2008. Í erindi felst að óskað er eftir að heildarbyggingarmagn á lóðinni verði 790 m² í stað 340 m². Bílgeymsla verði í kjallara undir byggingarreit með aðkomu frá stíg sem er neðan við lóðina. Bifreiðastæðum verði hliðrað á lóðinni. Einnig verði byggður líkamsræktar- og æfinga aðstaða undir bílastæðum við Hólmaþing.
Meðfylgjandi: Tillaga að deiliskipulagi í mkv. 1:1000 dags. 3. júlí 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Birgir H. Sigurðsson og Jón Júlíusson viku af fundi við afgreiðslu málsins.
Guðmundur Örn Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
Á fundi bæjarráðs 14. ágúst 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 26. ágúst til 23. september 2008, með athugasemdafresti 7. október 2008. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Birgir H. Sigurðsson og Jón Júlíusson viku af fundi við afgreiðslu málsins.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 26. ágúst 2009. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf. dags. 16. júlí 2009. Í bréfinu kemur fram að því fylgi ný útfærsla, þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir.

Birgir H. Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun um erindið.

Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að ræða við landeiganda vegna aðkomu.

 

10.901230 - Kjóavellir, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er lagt fram erindi Skipulags- umhverfissviðs varðandi breytt fyrirkomulag byggingarreita og lóðarmark á hesthúsasvæðinu við Kjóavelli. Vísað er í gildandi deiliskipulag fyrir Kjóavelli hesthúsabygg samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs þann 24. júní 2008. Í tillögunni felst að byggingarreitum er snúið um 90° til hagræðingar og betri legu húsa í landi. Hestagerði færast í norðurhluta lóðanna. Byggingarmagn er óbreytt en lóðum fjölgar um eina. Varðandi skipulagsskilmála og húsagerðir er vísað er í gildandi skipulagsskilmála dags. 26. júní 2008. Fjöldi hesta er óbreyttur.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. jan. 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt er í bæjarráði Kópavogs 22. janúar 2009 og í bæjarstjórn Garðabæjar 4. júní 2009 að auglýsa tillöguna.
Tillagan var auglýst 12. maí til 2. júlí 2009, með athugasemdafresti til 16. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

 

11.906157 - Fróðaþing 22, lóðarstækkun.

Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 22 við Fróðaþing dags. 15. júní 2009. Erindið varðar beiðni um stækkun lóðarinnar til vesturs um 2 til 3 metra.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500
Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs um erindið. Sé umsögnin jákvæð verði erindið kynnt Frostaþing 15, Fróðaþingi 16, 18 og 24.
Kynning fór fram 8. júlí til 10. ágúst 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt tölvuskeyti frá lóðarhafa dags. 29. júlí 2009, þar sem fallið er frá erindinu.

Fallið er frá erindinu sbr. bréf lóðarhafa dags. 29. júlí 2009.

12.905149 - Gulaþing 15, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lagt fram erindi Guðna Pálssonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 4. maí 2009. Erindið varðar breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar hvað varðar breytt þakform í flatt þak í stað mænisþaks. Veggir fari 0,9 m upp fyrir byggingarreit á suðurhlið og 0,4 m á norðurhlið hússins. Hæð hússins yrði 0,3 m undir hámarki skv. skipulagsskilmálum.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdættir í mkv. 1:100 dags. 25. júní og 5. ágúst 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið til kynningar til lóðarhafa Gulaþingi 9, 11, 13, 17, 19, 21, 23 og 25.
Kynning fór fram 9. júlí til 11. ágúst 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 23009 er erindið lagt fram á ný.

SSkipul         Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi og  vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

13.812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er lagt er fram erindi stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 25. nóvember 2008. Lögð eru fram drög að breytingum á deiliskipulagi á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí er lögð fram tillaga að deiliskipulagi, greinargerð, uppdráttur í mkv 1:5000, skilmálar og matslýsing. Dags. í júlí 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisráðs og Heilbrigðiseftirlits og felur skipulagsstjóra að hafa samráð við Skipulagsstofnun um feril málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögnum umhverfisráðs og heilbrigðiseftirlits.

Skipulagsnefnd samþykkir matslýsingu dags. júlí 2009, sem tekið hefur mið af umsögn heilbrigðiseftirlits og ábendinga umhverfisráðs og vísar henni til umfjöllunar Skipulagsstofnunar.

14.905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er lagt fram erindi S.H. hönnunar hf. f.h. lóðarhafa að Ástúni 6. Í erindinu er óskað eftir að fá að byggja 14 íbúða hús á fjórum hæðum með bílageymslukjallara í stað 12 íbúða. Byggingarreitur breytist og fer 116,4 m2 út fyrir (innri) byggingarreit. Nýtingarhlutfall á lóð verður 0,66.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv 1:500 og 1:1000 dags. 15. maí 2009.
Skipulagsnefnd óskar eftir ítarlegri gögnum þ.á.m. tölvugerðum þrívíddar myndum sem sýnir ásýnd byggðar í úr öllum áttum fyrir og eftir fyrirhugaða breytingu.
Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt ítarlegri gögnum.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt frá á ný.

Hafnað. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að ekki verði fallið frá kröfu um hlutfall bíla í niðurgrafinn bílageymslu samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

15.801295 - Hafnarfjarðarvegur. Auglýsingaskilti

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. 19. maí 2009 að staðsetningu flettiskiltis á bæjarlandi við Nýbýlaveg.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir og afstöðumynd.
Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögnum umferðarnefndar, umhverfisráðs og Vegagerðarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 22. maí 2009 er staðfest afgreiðsla skipulagsnefndar.
Tillagan var auglýst 23. júní til 21. júlí 2009, með athugasemdafresti til 4. ágúst 2009. Athugtasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er málið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

16.903248 - Sæbólsbraut 40,kynning sbr.7.mgr. 43.gr.laga73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er lögð fram tillaga Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 40 við Sæbólsbraut dags. 30. mars 2009.
Um er að ræða tillögu að einnar hæðar einbýlishúsi, grunnflötur 240 m² með hámarkshæð um 5,0 m.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Lögð eru fram eftirfarandi gögn vegna Sæbóls: Ljósmyndir, uppmæling á húsi, lýsing á húsi og innra fyrirkomulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi leggi fram tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 20. maí 2009 er samþykkt að tillögu sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, að kynna tillöguna skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Kynning fór fram 13. júlí til 14. ágúst 2009. athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.

Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

17.810496 - Óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Græni trefillinn. Breytt skilgre

Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er lögð fram fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dags. 10. október 2008. Í fundargerðinni er samþykkt að tillaga að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi verði send sveitarfélögunum til umfjöllunar og afgreiðslu. Tillagan er unnin af Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar dags. 6. október 2008.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

 

Fundi slitið - kl. 18:30.