Skipulagsnefnd

1263. fundur 17. ágúst 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Salvör Þórisdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Margrét Friðriksdóttir sat fundinn í stað Guðmundar Geirdal.

Helga Jónsdóttir sat fundinn í stað Ásu Richardsdóttur.

1.1410344 - Smalaholt, leiksvæði.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttri staðsetningu leiksvæðis í Smalaholti. Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 24.3.2015 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Kynningu lauk 2.7.2015. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu frá Guðmundi Má Guðmundssyni og Hólmfríði B. Þorsteinsdóttir, Örvasölum 7, dags. 7.6.2015; frá Jóni Gunnari Jónssyni og Sigríði Ríkharðsdóttur, Örvasölum 6, dags. 29.6.2015; frá Arnóri Gunnarssyni og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, Örvasölum 4, dags. 16.3.2015; frá Gísla Snæbjörnssyni og Evu Björk Aðalgeirsdóttur, Örvasölum 2, dags. 2.7.2015; frá Almari Þ. Möller og Jóhanni G. Möller, Örvasölum 16, dags. 2.7.2015; frá Sævari Guðjónssyni og Guðrúnu Jónsdóttur, Öldusölum 4, dags. 2.7.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Skipulagsnefnd lagði til að farið verði í vettvangsferð.

2.1502159 - Kópavogsdalur. Skipulag.

Margrét Júlía Rafnsdóttir hóf máls á mikilvægi þess að deiliskipuleggja Kópavogsdalinn. Umræða um málið fór fram í nefndinni.

3.1505366 - Nordic Built Cities

Greint frá stöðu mála.
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

4.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lagt fram bréf frá Nordik lögfræðiþjónustu f.h. Nýs Norðurturns ehf. dags.21.6.2015.
Lagt fram.

5.1505508 - Urðarhvarf 4, kæra og stöðvunarkrafa v. breytt deiliskipulag.

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. ágúst 2015 vegna kæru á ákvörðun bæjarstjórnar frá 12. maí 2015 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 4 við Urðarhvarf. Kröfu kærenda um ógildinu ákvörðunar bæjarstjórnar er hafnað. Jafnframt er hafnað kröfu kærenda á ákvöðrun byggingarfulltrúa frá 3. júní 2015 um að veita leyfi fyrir hækkun hússins við Urðarhvarf 4 um eina hæð.
Lagt fram.

6.15061971 - Hamraborg 11, kæra v. samþykkt byggingarleyfi.

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. ágúst 2015 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa dags. 4. júní 2015 um að veita leyfi til að breyta 2. og 3. hæð hússins að Hamraborg 11 í gistiheimili. Kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingafulltrúa er hafnað.
Lagt fram.

7.1311250 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Frá SSH, dags. 30. júní, lagt fram erindi vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem tilkynnt er um að Skipulagsstofnun hafi staðfest nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins "Höfuðborgarsvæðið 2040" og við gildistöku þess falla úr gildi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, sem var staðfest 2002, og Svæðisskipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, sem var staðfest 1999.
Lagt fram.

8.1505734 - Lækjarbotnaland (24). Ósk um afmörkun lóðar.

Lagt fram að nýju erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 13.5.2015 þar sem óskað er eftir afmörkun nýrrar lóðar í Lækjarbotnalandi fyrir smádreifistöð. Lóð verður 4x4m að stærð sbr. uppdráttum.
Lögð fram tillaga Umhverfissviðs að breyttri staðsetningu fyrirhugaðrar smádreifistöðvar dags. 15. júní 2015.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.15062065 - Víðihvammur 30. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi Arkís f.h. lóðarhafa dags. 29.5.2015. þar sem óskað er eftir breytingum á einbýlishúsi við Víðihvamm 30. Í breytingunni felst að breyta húsinu í tvíbýli og byggja við húsið á tveimur stöðum:
1. Nýtt 5m2 anddyri við núverandi inngang á norðurhlið efri hæðar hússins.
2. Byggja 14 m2 viðbyggingu á suðurhlið neðri hæðar hússins, á þaki viðbyggingar verða svalir fyrir efri hæðina.
Gert er ráð fyrir nýju bílastæði á vesturhluta lóðarinnar. Heildarbyggingarmagn hækkar úr 178,5m2 í 197,3m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,25 í 0,28 eftir breytingu sbr. uppdráttum dags. 10.8.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð breyting á Víðihvammi 30 verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Víðihvamms 23, 25, 26, 27, 28, 29, 32, 34, 36 og 38; Fífuhvamms 37 og 39.

10.15062339 - Hrauntunga 62. Grenndarkynning.

Lagt fram erindi Ragnheiðar Aradóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 19.6.2015 vegna fyrirhugaðrar stækkunar við Hrauntungu 62. Í breytingunni felst að reist verði 25 m2 viðbygging við vesturhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 19.6.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð breyting á Hrauntungu 62 verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 60 og 64; Hlíðarvegi 41, 43 og 45.

11.1508143 - Melahvarf 3. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Baldurs Arnar Arnarssonar dags. 25.6.2015 vegna breytinga á deiliskipulagi Melahvarfs 3. Umsækjandi hefur hug á að byggja u.þ.b. 460m2 parhús (2x230m2) á lóðinni í stað einbýlishúss eins og skilmálar gera ráð fyrir í dag.
Skipulagsnefnd leit jákvætt á erindið.

12.1508166 - Glaðheimar. Bæjarlind 5. Byggingaráform.

Lögð fram tillaga Hornsteina f.h. lóðarhafa dags. 17.8.2015 að byggingaráformum fyrir Bæjarlind 5. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:200 dags. 17.8.2015
Frestað.

13.1508150 - Glaðheimar. Álalind 14. Byggingaráform

Lögð fram tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 17.8.2015 að byggingaráformum fyrir Álalind 14. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:100 dags. 17.8.2015
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð breyting á deiliskipulagi Álalindar 14 verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álalindar 16; Askalindar 2 og 2a.

14.1503805 - Birkihvammur 21. Grenndarkynning

Lagt fram að nýju erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 25.9.2014. Í erindi er óskað eftir að byggja 45m2 bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar ásamt 90 cm háum stoðvegg á lóðamörkum til austurs. Bílskúrinn verður um 3,2 m á hæð sbr. uppdráttum dags. 25.9.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.4.2015 var málinu frestað og því vísað umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar með tillti til umferðaröryggis í götunni.

Lögð fram umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu dags. 18.5.2015 sem lögð var fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 30.6.2015.
Skipulagsnefnd tekur undir sjónarmið umsagnar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hafnar framlagðri umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1506011 - Bæjarstjórn - 1119. Fundur haldinn 23. júní 2015.

1506001F - Skipulagsnefnd, dags. 15. júní 2015.

1261. fundur skipulagsnefndar í 18. liðum.
Lagt fram.

1402319 - Dalaþing 4. Breytt deiliskipulag.

Kynningu lauk 11. júní 2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum en Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

1503043 - Digranesvegur 18. Grenndarkynning.

Kynningu lauk 11. júní 2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1410308 - Hlíðarvegur 43 og 45. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

16.1502167 - Rjúpnahæð: opin svæði, stígar og sparkvöllur.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að stígakerfi og staðsetningu leiksvæða í Rjúpnahæð dags. 16.1.2015. Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningu lauk 2.7.2015. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu frá Matthildi Baldursdóttur og Reinhard Valgarðssyni, Auðnukór 9, dags. 8.6.2015; frá Stuart K. Hjaltalín, Austurkór 102, dags. 15.6.2015; frá íbúum Austurkórs og Auðnukórs, 13 undirskriftir, dags. 22.6.2015; frá Illuga Fanndal Birkissyni, Auðnukór 5, dags. 22.6.2015; frá Kára Eiríkssyni, hönnuði Auðnukórs 5, dags. 1.7.2015; frá Ólafi I. Arnarsyni og Unni Helgu Óttarsdóttur, Austurkór 82, dags. 2.7.2015; frá Birni Jakobi Tryggvasyni og Erlu Björk Steinarsdóttur, Auðnukór 7, dags. 4.6.2015; frá Sveini Áka Sverrissyni, verðandi íbúa við Austurkór, dags. 5.6.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Skipulagsnefnd lagði til að farið verði í vettvangsferð.

17.1503263 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi GlámuKím f.h. lóðarhafa dags. 23.2.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3 og 4; Mánbraut 1 og Sunnubraut 2. Kynningu lauk 13.7.2015. Athugasemd barst frá Ásdísi Ólafsdóttur og Sverri Matthíassyni, Kópavogsbakka 3, dags. 8.7.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

18.1410307 - Kársnesbraut 19. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi KRark, dags.15.10.2014, þar sem óskað er eftir að reisa tveggja hæða fjórbýli á lóðinni við Kársnesbraut 19. Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 13, 15, 17, 21, 23 og 25; Huldubrautar 1 og 3; Marbakkabrautar 13, 15 og 17; Hraunbrautar 8, 10 og 12. Kynningu lauk 23.6.2015. Athugasemdir bárust frá; Sigurlaugu Kristjánsdóttur og Elvari Guðmundssyni, Hraunbraut 19, dags. 22.6.2015; frá Brandi St. Guðmundssyni og Eddu Ríkharðsdóttur, Kársnesbraut 17, dags. 22.6.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

19.1502588 - Sæbólsbraut. Bílastæði. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að fjölgun bílastæða við Sæbólsbraut. Á fundi skipulagsnefndar 20.4.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 32, 33, 34a, 35, 37, 39. Kynningu lauk 10.7.2015. Engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1505736 - Vatnsendablettur 247 (Dimma). Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 247 (Dimmu) dags. 1.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 15.6.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Vatnsendabletts 18, 20, 235, 510 (Fagraholt), Fagranes, 710, 711, 712, 713, 722 og 723. Kynningu lauk 10.8.2015. Engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

21.1503553 - Hafnarbraut 2. Grenndarkynning

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga KRark f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta skrifstofuhúsnæði á 1. hæð í þrjár íbúðir sbr. uppdráttum dags. 12.12.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.4.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hafnarbrautar 4, 6, 8, 9, 10, 11; Þinghólsbraut 82; Kópavogsbraut 115; Kársnesbraut 112 og 114. Kynningu lauk 23.6.2015. Engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

22.1504653 - Dimmuhvarf 7a. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi THG arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 29.4.2015 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Dimmuhvarfs 7a. Á fundi skipulagsnefndar 4.5.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 1, 2, 3, 4, 5, 7, 8, 9, 9a, 9b og 12. Kynningu lauk 10.8.2015. Engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

23.1306637 - Borgarholt - bílastæði og aðkoma

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttri aðkomu að bílastæðum við Menningartorfuna og Kópavogskirkju. Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 24.3.2015 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Kynningu lauk 2.7.2015. Engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

24.1504274 - Auðbrekka 20. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðmundar Möller, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 13.4.2015. Óskað er eftir að breyta 1. hæð Auðbrekku 20 í tvær íbúðir. Á fundi skipulagsnefndar 4.5.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32: Löngubrekku 43, 45 og 47. Kynningu lauk 14.7.2015. Engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

25.1505138 - Aflakór 8. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 6.5.2015 að breyttu deiliskipulagi Aflakórs 8. Í breytingunni felst að þegar byggðu einbýlishúsi verði breytt í tvíbýli. Á fundi skipulagsnefndar 18.5.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Aflakórs 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 23. Kynningu lauk 27.7.2015. Engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

26.1506022 - Bæjarstjórn - 1120. Fundur haldinn 21. júlí 2015.

1506015F - Skipulagsnefnd, dags. 22. júní 2015.

1262. fundur skipulagsnefndar í 15. liðum.
Lagt fram.

15061927 - Fornahvarf 1. Fyrirspurn.

Skiplagsnefnd hafnaði innsendri fyrirspurn að svo stöddu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15062167 - Lundur. Lagning holræsis. Framkvæmdaleyfi.Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdaleyfið og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1505724 - Vallargerði 31. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Sverrir Óskarsson víkur af fundi undir afgreiðslu þessa máls.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum

1502349 - Vatnsendaskóli - Funahvarf 2 - Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi Funahvarfs 2 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og með vísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Sverrir Óskarsson kemur aftur til fundar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

27.1506019 - Bæjarráð - 2780. Fundur haldinn 25. júní 2015.

1506015F - Skipulagsnefnd, dags. 22. júní 2015.

1262. fundur skipulagsnefndar í 15. liðum.
Lagt fram.

15061927 - Fornahvarf 1. Fyrirspurn.

Skipulagsnefnd hafnaði innsendri fyrirspurn að svo stöddu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15062167 - Lundur. Lagning holræsis. Framkvæmdaleyfi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lagt fram erindi Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdaleyfið og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

1505724 - Vallargerði 31. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1502349 - Vatnsendaskóli - Funahvarf 2 - Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi Funahvarfs 2 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og með vísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið.