Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 6.5.2015 að breyttu deiliskipulagi Aflakórs 8. Í breytingunni felst að þegar byggðu einbýlishúsi verði breytt í tvíbýli. Á fundi skipulagsnefndar 18.5.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Aflakórs 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 23. Kynningu lauk 27.7.2015. Engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu.
Helga Jónsdóttir sat fundinn í stað Ásu Richardsdóttur.