Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra

6. fundur 15. nóvember 2010 kl. 14:00 - 16:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.1011235 - Skjólbraut 1a. Tillögur um breytingar á húsnæði

Jón Ingi Guðmundsson tæknifræðingur sat fundinn undir þessum lið. Lögð fram kostnaðaráætlun varðandi breytingar skv. tillögum.

2.1011234 - Gullsmári 11. Tillögur um breytingar á húsnæði

Jón Ingi Guðmundsson tæknifræðingur sat fundinn undir þessum lið. Lögð fram kostnaðaráætlun varðandi breytingar skv. tillögum.

3.1011236 - Drög að starfslýsingum vegna yfirfærslu málefna fatlaðra

Nefndin samþykkir framlagðar starfslýsingar fyrir sitt leyti.

4.1011237 - Drög að dagskrá fundar með starfsmönnum SmfR vegna yfirfærslunnar

Lagt fram til kynningar. Áfram unnið að undirbúningi.

5.1011252 - Kostnaður vegna þjónustuþátta við yfirfærslu málefna fatlaðra. Fyrstu drög

Atli Sturluson yfirmaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.