Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra

2. fundur 11. október 2010 kl. 14:00 - 16:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá
Ingólfur Arnarson fjármálastjóri sat fundinn og Guðbjörg Gréta Steinsdóttir nemi í félagsráðgjöf.

1.1010096 - Fulltrúar Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar mæta á fund sérnefndar vegna yfirfærslu málaflokksins

Gestir undir þessum lið voru Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands, Hrefna Óskarsdóttir verkefnastjóri ÖBÍ vegna yfirfærslunnar og Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. 

Rætt var um áherslur og stefnumið hagsmunasamtakanna.

2.905193 - Fundur með forstöðumönnum starfstöðva SmfR - Minnispunktar

Minnispunktar lagðir fram til kynningar.

3.905193 - Staða mála varðandi deildir 18-20 Landspítala háskólasjúkrahúsi

Lagt fram til kynningar. Fulltrúi félagsmálaráðuneytisins mætir á næsta fund nefndarinnar.

4.905193 - Samantekt um fasteignir SmfR í Kópavogi

Lagt fram til kynningar.

5.905193 - Óskað eftir úttekt Heilbrigðiseftirlits og Eldvarnaeftirlits á starfsstöðvum SmfR

Frestað.

6.905193 - Heimsóknir

Farið var í skoðunarferð á Skjólbraut 1a og Gullsmára 11 í fylgd Jóns Inga Guðmundsson deildarstjóra hönnunardeildar og Gunnars Karlssonar deildarstjóra fasteignadeildar. 

Fundi slitið - kl. 16:00.