Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra

4. fundur 25. október 2010 kl. 14:00 - 16:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá
Ingólfur Arnarson fjármálastjóri og Guðbjörg Gréta Steinsdóttir félagsráðgjafanemi sátu fundinn.

1.905193 - Málefni deilda 18-20 Landspítala

Þór G. Þórarinsson skrifstofustjóri velferðarsviði félagsmálaráðuneytis situr fundinn undir þessum lið

Farið yfir upplýsingar frá ráðuneytinu varðandi rekstur og þjónustu við íbúa. Stefnt að því að nefndarmenn og starfsmenn skoði aðstöðuna. Áfram unnið að málinu í félagsmálaráðuneytinu sem mun afla frekari upplýsinga hjá heilbrigðisráðuneyti varðandi rekstur.

2.905193 - Heimilið Borgarholtsbraut 51

Þór G. Þórarinsson skrifstofustjóri velferðarsviði félagsmálaráðuneytis situr fundinn undir þessum lið

Óskað eftir upplýsingum um markmið og áætlanir ráðuneytisins varðandi ný búsetuúrræði fyrir íbúa Borgarholtsbrautar. 

 

Sérnefndin óskar eftir að Hönnunardeild bæjarins leggi fram teikningar með tillögum og kostnaðaráætlun varðandi breytingar á Skjólbraut 1a og Gullsmára til búsetu fyrir fólk með fötlun.

3.905193 - Beiðni um ráðningu hjá Félagsþjónustunni

Sérnefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

Sérnefndin staðfestir fyrir sitt leyti að samnýta stöðugildi Frístundarheimilis og vinnu við undirbúning yfirfærslunnar.

4.905193 - Beiðni um stöðugildi hjá Upplýsinga- og tæknideild

Lagt fram til kynningar beiðni UT-deildar um aukið stöðugildi en erindið er til úrvinnslu hjá fjármála- og stjórnsýslusviði. Sérnefndin telur ljóst að við yfirfærslu málefna fatlaðra mun álag á Upplýsinga- og tæknideild aukast.

5.1010175 - Frá SSH, drög að samningi um ""samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna þjónustu við fatlað

Lagt fram til kynningar.

6.905193 - Samstarf um fræðslu fyrir starfsmenn

Sérnefndin leggur áherslu á mikilvægi almennrar fræðslu um hugmyndafræði fötlunar fyrir starfsmenn bæjarins. Samvinna sveitarfélaga í því efni er til mikilla hagsbóta.

 

Nefndin hvetur til áframhaldandi samvinnu við nágrannasveitarfélögin.

Fundi slitið - kl. 16:00.