Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra

13. fundur 24. janúar 2011 kl. 14:00 - 16:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn.

1.1011325 - Borgarholtsbraut 51. Heimili fyrir fatlaða

Jón Ingi Guðmundsson deildarstjóra hönnunardeildar sat fundinn undir þessum lið.

Teikningar af Skjólbraut 1a með 5 einstaklingsíbúðum lagðar fram til kynningar. Stefnt að því að auglýsa útboð 10. febrúar.

2.1101151 - Drög að þjónustusamningi við Ás styrktarfélag um búsetuþjónustu við fatlað fólk í Kastalagerði

Farið yfir drögin og gerðar nokkrar athugasemdir. Starfsmanni falið að óska frekari upplýsinga.

3.1011399 - Gátlisti v. yfirfærslu málefna fatlaðra

Lagður fram til kynningar. Ákveðið að halda íbúafund, stefnt að því að halda hann miðvikudaginn 2. mars kl. 17.00 til 18.30.

Unnið verður að drög að dagskrá.

4.1101856 - Lögræði. Sjálfræði og fjárræði

Meðferð einkafjármuna fólks með fötlun er oft og tíðum verulega ábótavant. Brýnt að sjá löggjöf um réttindagæslu hið fyrsta og raunsæjar leiðir til úrlausnar.

Fundi slitið - kl. 16:00.