Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra

11. fundur 20. desember 2010 kl. 13:00 - 16:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.1012200 - Heilbrigðiseftirlit. Úttekt á starfsstöðvum SmfR

Sýrslur með athugasemdum frá Heilbrigðiseftirliti um starfsstöðvar í Kópavogi á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi liggja fyrir. Afrit send Einari Njálssyni formanns verkefnastjórnar um yfirfærslu  málefna fatlaðra.

2.1012201 - Deildir 18 og 20 Kópavogstúni

Nefndin fagnar áætlunum um að Kópavogsbær taki yfir þjónustu við íbúa á deildum 18 og 20 af Landspítala háskólasjúkrahúsi. Við tilflutninginn fá íbúarnir sömu réttarstöðu og aðrir íbúar í Kópavogi.

3.1012202 - Heimsókn forstöðumanna starfsstöðva í málefnum fatlaðs fólks

Forstöðumenn og starfsfólk starfsstöðva boðið velkomið til starfa 1. janúar n.k. með kynningum og umræðum.

4.1101066 - Stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi

Nefndarmenn unnu að stefnumótun.

Fundi slitið - kl. 16:00.