Öldungaráð

27. fundur 16. desember 2024 kl. 11:00 í Vallakór 4
Fundinn sátu:
  • Jón Atli Kristjánsson formaður
  • Margrét Halldórsdóttir aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Stefanía Björnsdóttir aðalmaður
  • Huldís Mjöll Sveinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Þyri Þorsteinsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir starfsmaður nefndar
Dagskrá

Almenn mál

1.2311270 - Erindisbréf og áherslur öldungaráðs

Pálmi Þór Másson, bæjarritari, ræðir hlutverk öldungaráðs og áætlaða endurskoðun erindisbréfs ráðsins.
Pálmi Þór Másson, bæjarritari, kynnti þá vinnu sem stendur yfir við að endurskoða bæjarmálasamþykkt og erindisbréf nefnda og ráða.
Rætt um hlutverk öldungaráðs.
Fulltrúar öldungaráðs eru hvattir til að senda athugasemdir, sem geta nýst við endurskoðun erindisbréfs ráðsins til starfsmanns ráðsins sem kemur þeim áfram til bæjarritara.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson - mæting: 11:15

Almenn mál

2.24033048 - Kynning á virkni og vellíðan í Kópavogi

Verkefnisstjórar Virkni og vellíðanar kynna dagskrá 2025 og nýtt tilraunaverkefni þar sem markmiðið er að þróa þjónustuna þannig að hún geti nýst breiðari hópi eldra fólks.
Fríða Karen Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Virkni- og vellíðanar, kynnti dagskrá næsta árs. Einnig kynnti hún fyrirhugað tilraunaverkefni í samvinnu við Háskólann í Reykjavík og velferðarsvið Kópavogs.

Með verkefninu er miðað að því að ná til breiðari hóps fólks, m.a. þeirra sem ekki sækja starf Virkni- og vellíðanar í félagsmiðstöðvunum eða íþróttahúsunum. Rannsóknin verður gerð þannig að fólk sem er að sækja um stuðning við heimilishald hjá velferðarsviði skapar úrtak rannsóknarinnar. Skoðað verður hvort íhlutun dragi úr og/eða seinki þjónustuþörf. Um samanburðarrannsókn er að ræða.

Fríða Karen Gunnarsdóttir er þökkuð frábær kynning.

Gestir

  • Eva Katrín Friðgeirsdóttir - mæting: 11:46

Almenn mál

3.2412831 - Akstursþjónusta eldra fólks

Ósk barst um umræðu um akstursþjónustu eldra fólks í Kópavogi.

Fundi slitið.