Öldungaráð

21. fundur 30. mars 2023 kl. 12:06 - 13:37 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Jón Atli Kristjánsson formaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Stefanía Björnsdóttir aðalmaður
  • Huldís Mjöll Sveinsdóttir aðalmaður
  • Margrét Halldórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir starfsmaður nefndar
  • Herdís Björnsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildastjóri frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2103223 - Þjónustukannanir velferðarsviðs

Kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar er varðar heimsendan mat hjá heimaþjónustu og félagsmiðstöðva eldri borgara.
Lagt fram til upplýsinga.

Öldungaráð felur starfsmönnum öldungaráðs að skoða leiðir til að gera þjónustu á heimsendum mat skilvirkari og aðgengilegri.

Almenn mál

2.23031844 - Kynning á skipulagi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir nýtt skipulag velferðarsviðs sem tók gildi 1. febrúar 2023.
Lagt fram til upplýsinga. Öldungaráð þakkar Sigrúnu Þórarinsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs fyrir góða kynningu.

Almenn mál

3.23032120 - Samningur um heilsueflandi lausnir

Samtal um samning um heilsueflandi lausnir.
Formaður öldungaráðs gerði grein fyrir þróun verkefnis í tengslum við samning um heilsueflandi lausnir. Öldungaráð tekur undir mikilvægi þess að skoða fjölbreyttar leiðir til heilsueflingar.

Almenn mál

4.23032114 - Hugmyndir að verkefnum öldungaráðs.

Umræða um hugmyndir að verkefnum ráðsins í samvinnu við aðra t.d. FEBK.
Starfsmönnum öldungaráðs er falið að taka saman þær hugmyndir að verkefnum sem fulltrúar öldungaráðs leggja til. Sömuleiðis verður skýrsla send á nefndarmenn sem varpar mynd á málaflokkinn til upplýsinga.

Almenn mál

5.23032116 - Atvinnumiðlun eldra fólks.

Lagt fram til upplýsinga.

Almenn mál

6.23032117 - Réttindamál eldra fólks í heilbrigðiskerfinu.

Umræða um réttindamál eldra fólks í heilbrigðiskerfinu.
Máli frestað til næsta fundar öldungaráðs.

Almenn mál

7.23032118 - Aukin samvinna öldungaráða í Kraganum.

Umræða um að auka samvinnu við önnur öldungaráð í Kraganum.
Máli frestað til næsta fundar öldungaráðs.

Fundi slitið - kl. 13:37.