- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Almenn mál - umsagnir og vísanir
Almenn mál - umsagnir og vísanir
Fundi slitið - kl. 13:09.
Fulltrúar FEBK lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Við fulltrúar Félags eldri borgara í Kópavogi í öldungaráði mótmælum eindregið öllum hugmyndum um þá breytingu að færa rekstur félagsheimilis eldri borgara í Boðaþingi frá Kópavogsbæ yfir til Hrafnistu/Naustavarar.
Við minnum á að það er hlutverk öldungaráðs að vera formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við bæjarstjórn svo og nefndir og ráð Kópavogsbæjar um hagsmuni aldraða þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða, framkvæmd þeirra og þróun. Sem fulltrúar í öldungaráði, hljótum við að mótmæla öllum hugmyndum og umræðum um breytingar á starfsemi eða umfangi félagsins án þess að félagið sjálft hafi þar aðkomu. Fækkun Félagsmiðstöðva eldri borgara úr þrem í tvær er vissulega stór ákvörðun. Í raun stórfurðulegt að slíkar hugmyndir séu til umræðu, án aðkomu Félags eldri borgara í Kópavogi.
Baldur Þór Baldvinsson
Ómar Kristinsson
Þórarinn Þórarinsson“
Karen E. Halldórsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Bergljót Kristinsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við hörmum að upplýsingar um samræður við Hrafnistu/Naustavör hafi borist íbúum í Boðaþingi áður en málið var tekið fyrir í öldungaráði og löngu áður en nokkur ákvörðun hefur verið tekin. Velferðarráð vísaði málinu til öldungaráðs til umsagnar, samkvæmt réttu ferli mála, á síðasta fundi. Umsögn öldungaráðs átti svo að taka fyrir hjá velferðarráði áður en lengra yrði haldið. Því var hvorki tímabært né á forræði Naustavarar að upplýsa íbúa um að umræður væru í gangi á þessu stigi."
Í ljósi þess fjölda undirskrifta sem fyrir liggja og umræðna sem fram fóru á fundinum leggur öldungaráð til að viðræðum við Hrafnistu/Naustavör um mögulegar breytingar á rekstri félagsmiðstöðvar eldri borgara í Boðanum verði slitið.