Öldungaráð

11. fundur 06. febrúar 2020 kl. 12:15 - 12:59 í Roðasölum, Hjúkrunarheimili
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Þórarinn Þórarinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
  • Sjöfn Sigþórsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá
Áður en fundur hófst var boðið upp á hádegisverð og kynningu á starfsemi Roðasala, en þar starfrækir Kópavogsbær heimili og dagþjálfun fyrir aldraða einstaklinga með heilabilun. Fulltrúar öldungaráðs þakka fyrir hlýjar og góðar móttökur.

Almenn mál

1.1812356 - Greinargerð um dagdvalar- og hjúkrunarrými

Bréf sviðsstjóra velferðarsviðs dags. 28 nóvember 2019 og greinargerð deildarstjóra þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra dags. 15. janúar 2020 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Almenn mál

2.1903714 - Saman gegn heimilisofbeldi

Velferðarráð vísaði meðfylgjandi skýrslu um ofbeldi gegn öldruðum til öldungaráðs þann 13. janúar 2020.
Lagt fram.
Formanni og starfsmönnum var falið að hvetja til þess að stofnað verði embætti réttindagæslumanns aldraðra á landsvísu.

Almenn mál

3.2001023 - Beiðni um umsögn öldungaráðs. Starfsleyfisumsókn

Umsókn Huldu Fjólu Hilmarsdóttur um starfsleyfi lögð fram til umsagnar að beiðni Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar.
Öldungaráð lítur umsóknina jákvæðum augum og sér ekkert því til fyrirstöðu að umsækjandi sæki um starfsleyfi.

Almenn mál

4.2001024 - Beiðni um umsögn öldungaráðs. Starfsleyfisumsókn

Umsókn Helgu Agöthu Einarsdóttur um starfsleyfi lögð fram til umsagnar að beiðni Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar.
Öldungaráð lítur umsóknina jákvæðum augum og sér ekkert því til fyrirstöðu að umsækjandi sæki um starfsleyfi.

Almenn mál

5.1911633 - Öldungaráð 2019-2020

Öldrunarráð Íslands óskar eftir að Öldungaráð Kópavogs tilnefni fulltrúa til að kynna hlutverk og verkefni Öldungaráðs Kópavogs á ráðstefnu sem Öldrunaráð Íslands stendur fyrir 18.mars nk.
Öldungaráð tilnefnir Karen E. Halldórsdóttur og Þórarinn Þórarinsson. Munu þau mæta fyrir hönd ráðsins til að kynna starfsemi þess.

Almenn mál

6.19081152 - Öldungaráð. Áskorun bæjarfulltrúa til FEBK í keppni í boccia

FEBK tekur áskorun bæjarfulltrúa í keppni í boccia. Bocciamót FEBK og Bæjarstjórnar Kópavogs verður haldið 15.mars nk. í Boðaþingi. FEBK óskar eftir upplýsingum um fjölda þátttakenda frá bæjarstjórn.
Lagt fram. Sendur verður tölvupóstur til bæjarfulltrúa með ósk um þátttöku.
Minnt var á opinn fund öldungaráðs sem haldinn verður í kjölfar aðalfundar FEBK þann 7. mars kl.15.

Ákveðið var að formaður öldungaráðs, fulltrúar eldri borgara og heilsugæslunnar mæti fyrir hönd ráðsins á fundi með velferðarráði og menntaráði, sbr. erindisbréf.

Fundi slitið - kl. 12:59.