Öldungaráð

7. fundur 14. febrúar 2019 kl. 12:04 - 13:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Þórarinn Þórarinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1902078 - Notkun spjaldtölva í félagslegri heimaþjónustu

Lagt fram til upplýsinga.
Öldungaráð þakkar Önnu Klöru Georgsdóttur fyrir áhugaverða og góða kynningu á innleiðingu notkunar spjaldtölva í félagslegri heimaþjónustu. Verkefnið gengur vel og þeir þrír einstaklingar sem taka þátt hafa lýst yfir ánægju með framtakið.

Umræða um Curron heimaþjónustukerfi. Anna Klara Georgsdóttir upplýsir ráðið um að það er að ganga vel. Verið er að bíða eftir að aðstandendur geti líka fengið aðgengi, það er í skoðun.

Almenn mál

2.1902210 - Frístundadeild-þjónusta við eldri borgara

Til upplýsinga-Hjúkrunarheimilið Boðaþingi.

Önnur mál.
Karen E. Halldórsdóttir upplýsir fulltrúa öldungaráðs um stöðu mála er varðar hjúkrunarheimilið við Boðaþing. Bæjarfulltrúar Kópavogsbæjar hafi átt fund með Heilbrigðisráðuneytinu, þar sem Kópavogsbær óskaði eftir að fá taka við verkinu. Málið er enn til skoðunar.

Karen E. Halldórsdóttir opnar fyrir umræður um önnur mál utan dagskrár fundar með samþykki fundarmanna.

Umræða um frístundastyrk fyrir eldri borgara. Meðal annars rætt um aðstöðu til hreyfingar og hvernig hægt sé að aðstoða þá sem þurfa til að nýta sér þá hreyfingu sem í boði er.

Birkir Jón Jónsson og Karen E. Halldórsdóttir upplýsa um að það komi skýrt fram í málefnasamningi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að fullur vilji sé til þess að koma að heilsueflingu eldra fólks m.a. með íþróttastyrk. Málið sé í skoðun.

Ráðið upplýst um beiðni Gerplu, Breiðablik og HK sem lýsa yfir samstarfsvilja við Kópavogsbæ til að efla hreyfingu eldri borgara. Málið er í skoðun hjá sérfræðingi í lýðheilsumálum hjá Kópavogsbæ.

Umræða um samstarfsfundi fyrir hin ýmsu samtök og stofnanir í Kópavogi sem vinna að málefnum eldri borgara. Formaður öldungaráðs leggur til að fulltrúar öldungaráðs fái boð á næsta samstarfsfund. Starfsmanni öldungaráðs er falið að fylgja því eftir.

Ráðið upplýst um opinn fund öldungaráðs sem haldinn verður 9.mars 2019 í Gullsmára og bocciamót sem haldið verður 23.mars í Boðanum. Starfsmaður ráðsins sendir fundarboð og frekari upplýsingar á ráðið.

Opinn fundur öldungaráðs. Meðal annars rætt um að öldungaráð komi sér saman um eitt til tvö málefni sem lagt verður fram til umræðu á fundinum. Málefni sem öldungaráð finnst mikilvægt að unnið sé áfram með. Annars verður almennt opið fyrir umræður á þessum fundi.



Fundi slitið - kl. 13:00.