Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

18. fundur 11. nóvember 2024 kl. 16:15 - 18:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Kolbeinn Reginsson, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Magnús Þorsteinsson aðalmaður
  • Ingveldur Jónsdóttir aðalmaður
  • Axel Þór Eysteinsson aðalmaður
  • Salóme Mist Kristjánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Kristján Rögnvaldsson starfsmaður velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Jón Kristján Rögnvaldsson skrifstofustjóri starfsstöðva og þróunar
Dagskrá

Almenn mál

1.2205696 - Heildarendurskoðun laga nr. 38-2018

Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla II um kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk.
Notendaráð þakkar góða kynningu.

Almenn mál

2.2410763 - Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk

Lögð fram til kynningar umsögn samráðshóps um velferðarmál á höfuðborgarsvæðinu um drög að reglugerð um framlög jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk ásamt fylgiskjölum.
Notendaráð þakkar góða kynningu.

Almenn mál

3.2411184 - Aðgengilegar gönguleiðir

Umræða um aðgengi og algilda hönnun á gönguleiðum og opnum svæðum í Kópavogi.
Fulltrúar í notendaráði hvetja umhverfis- og skipulagssvið til þess að fjölga bekkjum við gönguleiðir bæjarins með algilda hönnun og aðgengi að leiðarljósi. Bent er á rit Vegagerðarinnar um algilda hönnun utandyra.

Almenn mál

4.2312349 - Skipulag notendaráðs

Skipuleggja þarf fundi notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks fyrir árið 2025, tillögur að dagsetningum ræddar.
Lagt er til að funda annan mánudag í febrúar, maí, september og desember árið 2025.

Skv. því yrðu þá fundir 10. febrúar, 12. maí, 8. september og 8. desember. Fundartími verði kl. 16:15 nema annað sé ákveðið og að fundarstaður verði Hábraut 2 en Vatnsendi á Digranesi til vara. Starfsmanni falið að útfæra vettvangsheimsóknir í tengslum við fundi og í samræmið við umræður.

Almenn mál

5.2302384 - Tölulegar upplýsingar velferðarsviðs

Lagðar fram til kynningar tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs janúar til ágúst 2024.

Notendaráð þakkar fyrir kynninguna.

Fundi slitið - kl. 18:00.