Menntaráð

142. fundur 01. apríl 2025 kl. 17:15 - 19:15 í Kópavogsskóla
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Hildur Karen Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Hjördís Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Tryggvi Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Hreiðar Oddsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir aðalmaður
  • Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
Fundargerð ritaði: Berþóra Þórhallsóttir Verkefnastjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Guðný Sigurjónsdóttir skólastjóri Kópavogsskóla bauð fundarmenn velkomna í Kópavpgsskóla og bauð upp á ljúffengar veitingar sem Menntaráð þakkar kærlega fyrir.

Ásta Gylfadóttir íþróttakennari við skólann og Guðrún Júlía Jóhannsdóttir meistaranemi í íþróttafræðum og heilsuvísindum kynntu verkefnið FitFirst Ísland: Innleiðing hreyfingar í skólakerfið.

Guðný Sigurjónsdóttir kynnti síðan hljóðver sem nemendur áttu frumkvæði að og tóku þátt í að setja upp.

Almenn erindi

1.25031252 - Viðmið um málstefnu í skóla- og frístundastarfi

Lagt fram til kynningar. Máli var frestað á síðasta fundi ráðsins.
Lagt fram til kynningar.

Almenn erindi

2.24091365 - Samstarf um tillögur í grunnskólamálum.

Samráðsferli lagt fram. Formaður er fulltrúi í stýrihópi fyrir meirihluta og óskað verður eftir tilnefningu fulltrúa minnihluta í stýrihóp.
Minnihlutinn tilnefnir Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur sem sinn fulltrúa.

Almenn erindi

3.23111733 - Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn - Hrafninn frístundaklúbbur.

Endurskoðun á reglum lagðar fram.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Almenn erindi

4.2212624 - Forvarnarsjóður Kópavogs - úthlutunarreglur.

Almenn erindi

5.24122039 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs við grunnskóla Kópavogs - viðmið 2025-2030

Lagðar fram til umræðu og samþykktar.
Menntaráð samþykkir viðmið fyrir starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs.

Fundargerð

6.2503010F - Bæjarráð - 3209. fundur frá 20.03.2025

Fundargerð

7.2503006F - Bæjarstjórn - 1317. fundur frá 25.03.2025

Fundi slitið - kl. 19:15.