Menntaráð

140. fundur 04. mars 2025 kl. 17:15 - 18:25 í Kársnesskóla
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Hildur Karen Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Hjördís Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska, aðalmaður boðaði forföll og Björn Þór Rögnvaldsson varaformaður, sat fundinn í hans stað.
  • Tryggvi Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Hreiðar Oddsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir aðalmaður
  • Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Bergþóra Þórhallsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþóra Þórhallsdóttir Verkefnastjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Björg Baldursdóttir skólastjóri bauð fundarmenn velkomna í Kársnesskóla.

Þorbjörg Gróa Eggertsdóttir og Valmundur Rósmar Eggertsson nemendur í 10. bekk skólans kynntu þemavinnu á unglingastigi.

Gerður Magnúsdóttir nýr aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Kársnes kom á fundinn og kynnti sig.

Menntaráð þakkar Kársnesskóla góðar veitingar.

Almenn erindi

1.2101814 - Menntasvið-Menntastefna 2020-2030

Amanda K. Ólafsdóttir og Ingunn Mjöll Birgisdóttir fara yfir heildaraðgerðir Menntasviðs fyrir árið 2025.
Amanda K. Ólafsdóttir og Ingunn Mjöll Birgisdóttir fóru yfir aðgerðir menntastefnu 2020 - 2023 fyrir árið 2025 og kynntu heildaryfirlit aðgerða.

Almenn erindi

2.2412542 - Innra mat grunnskóla - úttekt og umbætur

Lögð fram skýrsla með niðurstöðum úr innra mati grunnskóla ásamt viðmiðum.
Farið yfir heildarniðurstöður innra mats og áætlun um gerð umbótaáætlunar.

Almenn erindi

3.2502922 - Smáraskóli, stækkun skóla. Áskorun frá foreldrafélagi Smáraskóla

Lagt fram.
Menntaráð samþykkir að taka umsögn sviðsstjóra Menntasviðs og Umhverfissviðs inn með afbrigðum. Málinu er frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

4.2501459 - Afmælisnefnd vegna 70 ára afmælis Kópavogsbæjar

Bréf til nefnda og ráða í tilefni 70 ára afmælis Kópavogsbæjar.
Menntaráð þakkar fyrir veittar upplýsingar.

Almenn erindi

5.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2025

Fundargerð 2. fundar Lýðheilsu- og íþróttaráðs lögð fram til kynningar.
Fundargerð 2. fundar Lýðheilsu- og íþróttanefndar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:25.