Menntaráð

130. fundur 20. ágúst 2024 kl. 17:15 - 19:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Svava Halldóra Friðgeirsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Tryggvi Felixson aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2201173 - Menntasvið-stafræn borgaravitund

Kynning á þróunarverkefni um fræðslu í stafrænni borgaravitund.
Bergþóra Þórhallsdóttir, verkefnastjóri kynnti vinnu grunnskóladeildar í tengslum við stafræna borgarvitund m.a. nýjan námsefnisvef.

Almenn erindi

2.24053801 - Símanotkun nemenda í skólum - Tilraunaverkefni í tveimur grunnskólum í Kópavogi

Lagt fram minnisblað um tilraunaverkefni um símanotkun nemenda í grunnskólum Kópavogs.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Tryggvi Felixsson, Donata Honkowicz Bukowska og Einar Örn Þorvarðarson lögðu fram eftirfarandi bókun:
Hér er lagt fram minnisblað þar sem fjallað er um „ákvörðun sem tekin var síðastliðið vor“ um að hefja tilraunaverkefni þar sem unnar yrðu reglur um símanotkun í grunnskólum Kópavogs. Þegar hefur verið haft samband við bæði skólastjórnendur og Rannsóknir og greiningu um árangursmælingar. Athygli vekur að tillaga um að fara af stað með verkefnið var aldrei lögð fyrir Menntaráð til afgreiðslu heldur var ákvörðunin tekin af formanni ráðsins án þess að aðrir fulltrúar væru svo mikið sem upplýstir um það fyrr en núna.
Fulltrúar minnihlutans taka undir mikilvægi þess að fara af stað með verkefnið en óska eftir því að lögð verði fram formleg tillaga til afgreiðslu næsta fundar ráðsins, þar sem markmið verkefnisins og vinnutilhögun verði lýst.

Hanna Carla Jóhannsdóttir, Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, Jónas Haukur Einarsson, Svava Halldóra Friðgeirsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er ekkert óeðlilegt við það að menntasvið hefji tilraunaverkefni af þessum toga að hvatningu formanns menntaráðs. Menntasvið vinnur að fjölda verkefna sem ekki eru samþykkt sérstaklega í menntaráði.
Formaður menntaráðs hefur þegar lýst því yfir að frekari upplýsingar um útfærslu verði lögð fyrir menntaráð þegar þeirri vinnu lýkur í samvinnu við viðkomandi skólastjórnendur.

Gestir

  • Bergþóra Þórhallsdóttir - mæting: 18:05

Almenn erindi

3.2408984 - Tillaga um að skoða reglur um snjalltæki í grunnskólum Kópvogs frá Tryggva Felixssyni

Almenn erindi

4.2001382 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs við grunnskóla Kópavogs - viðmið

Viðmið um starfsáætlanir í skóla- og frístundastarfi fyrir skólaárið 2024 -2025 lagðar fram til umsagnar.
Fram komu athugasemdir varðandi umfjöllun í starfsáætlun um kennslu nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og samstarf við foreldra þeirra. Viðmið verða endurskoðuð í ljósi þessara athugasemda.

Almenn erindi

5.2408983 - Tillaga um aðgerðir til að uppfylla kröfur um innra og ytra mat á gunnskólum Kópavogs frá Tryggva Felixsyni

Tillaga lögð fram.
Umræðu frestað og grunnskóladeild gert að kynna fyrirkomulag innra- og ytramats í grunnskólum Kópavogs.

Fundi slitið - kl. 19:15.