Menntaráð

129. fundur 04. júní 2024 kl. 17:15 - 18:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Tryggvi Felixson aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir aðalmaður
  • Guðný Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2101814 - Menntasvið-Menntastefna 2020-2030

Farið yfir stöðu verkefna í aðgerðaráætlun menntasviðs fyrir árið 2024.
Staða aðgerða kynnt og rædd.

Gestir

  • Ingunn Mjöll Birgisdóttir, verkefnastjóri á menntasviði - mæting: 17:15

Almenn erindi

2.23051288 - Reglur Kópavogsbæjar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms

Drög að endurskoðuðum reglum Kópavogsbæjar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms í tónlistarskólum utan sveitarfélags lagðar fram.
Menntaráð samþykkir reglur um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms í tónlistarskólum utan sveitafélags með sex atkvæðum Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur, Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur, Sigrúnu Huldu Jónsdóttur, Jónasar Hauks Thors Einarssonar, Donata Honkowicz Bukowska og Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur. Tryggvi Felixsson sat hjá.

Almenn erindi

3.2212624 - Forvarnarsjóður Kópavogs - úthlutunarreglur

Tillögur valnefndar menntaráðs um úthlutun úr forvarnarsjóði fyrir árið 2024 lagðar fram. Máli frestað frá síðasta fundi ráðsins.
Menntaráð samþykkir tillögur valnefndar með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

4.22067452 - Menntaráð-fundaráætlun og ýmis gögn 2022-2026

Fundaráætlun menntaráðs fyrir haustmisseri 2024 lögð fram.
Menntaráð samþykkir fundaráætlun með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

5.2210417 - Menntasvið-Fundargerðir leikskólanefndar 2022-2024

163. fundargerð leikskólanefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2024

142. fundargerð íþróttaráðs lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:50.