Menntaráð

128. fundur 21. maí 2024 kl. 17:15 - 19:35 í Lindaskóla
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Sóldís Freyja Vignisdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Tryggvi Felixson aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Gunnhildur Sveinsdóttir , sat fundinn í hans stað.
  • Guðný Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar skólastjóra Lindaskóla Margréti Ármann fyrir góðar móttökur, góðar veitingar og áhugaverða kynningu. Kennarar skólans þær Nanna Þóra Jónsdóttir, Sigrún Dóra Jónsdóttir, Hildur Valdís Gísladóttir og Elsa Sif Guðmundsdóttir kynntu verkefnið Kveikjum Neistann, sem skólinn hefur hafið innleiðingu á. Á næsta skólaári verða bæði 1. og 2. bekkur í verkefninu sem miðar að því að efla árangur í lestri og námi almennt ásamt því að styrkja vellíðan og sjálfstraust barna í námi. Verkefnið felur í sér markvissa eftirfylgni og að komið er til móts við alla nemendur í samræmi við þarfir.

Almenn erindi

1.24032211 - Fjárhagsáætlun menntasviðs

Farið yfir aðkomu menntaráðs að fjárhagsáætlun.
Farið yfir ferli við gerð fjárhagsáætlunnar í ljósi erindisbréfs menntaráðs. Margt bendir til þess að endurskoða þurfi erindisbréf ráðsins í kjölfar fyrirhugaðrar endurskoðunar á bæjarmálasamþykkt. Ráðið óskar eftir að koma að þeirri vinnu.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson - mæting: 18:20

Almenn erindi

2.2401579 - PISA 2022

Farið yfir drög að fyrirhuguðum aðgerðum menntasviðs í kjölfar niðurstöðu PISA 2022.



Tillaga Tryggva Felixsonar varðandi PISA sem frestað var að afgreiða á síðasta fundi ráðsins lögð fram.



Farið yfir drög að fyrirhuguðum aðgerðum menntasviðs til að efla mál og lestur.

Tillaga Tryggva Felixsonar fulltrúa Vina Kópavogs um að kalla eftir niðurstöðum úr PISA fyrir grunnskóla í Kópavog lögð fram.

Fundarhlé hófst kl. 19:25, fundi fram haldi kl. 19:28

Menntaráð felldi tillöguna með fimm atkvæðum Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur, Sóldísar Freyju Vignisdóttur, Jónasar Hauks Thors Einarsonar, fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Sigrúnar Huldu Jónsdóttur, fulltrúa Framsóknarflokks og Donata Honkowicz Bukowska, fulltrúa Samfylkingar, gegn atkvæði Tryggva Felixsonar, fulltrúa Vina Kópavogs. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pírata sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

3.2212624 - Forvarnarsjóður Kópavogs - úthlutunarreglur

Tillögur valnefndar menntaráðs um úthlutun úr forvarnarsjóði 2024 lagðar fram.
Afgreiðslu á tillögum valnefndar frestað.

Almenn erindi

4.24051697 - Menntasvið-Ráðning skólastjóra samrekins leik- og grunnskóla við Skólagerði

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram. Menntaráð óskar Heimi Eyvindarsyni heilla í starfi.

Almenn erindi

5.24031219 - Menntasvið-Ráðning skólastjóra Kóraskóla

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram. Menntaráð óskar Ingu Fjólu Sigurðardóttur heilla í starfi.

Almenn erindi

6.2402764 - Kópurinn 2024

Upplýsingar um viðurkenningar Kópsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:35.