Menntaráð

123. fundur 05. desember 2023 kl. 17:15 - 19:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Tryggvi Felixson aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Karen Rúnarsdóttir foreldrafulltrúi
  • Guðný Sigurjónsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Mennatráð hóf fundinn á heimsókn í ungmennahús, starfsmenn kynntu helstu verkefni og aðstöðuna. Menntaráð þakkar fyrir góðar móttökur.

Almenn erindi

1.2102649 - Fléttan farsæld barna - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Lögð fram til kynningar skýrsla innleiðingarteymis um Fléttuna - farsæld barna og stöðu innleiðingar nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í Kópavogi.
Innleiðingarteymi Kópavogs um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna kynntu skýrslu og stöðu innleiðingar. Menntaráð þakkar fyrir góða kynningu og lýsir ánægju sinni með hversu vel innleiðing hefur gengið.

Gestir

  • Ingunn Mjöll Birgisdóttir, verkefnastjóri á menntasviði - mæting: 17:30
  • Sólveig Norðfjörð, verkefnastjóri farsældar - mæting: 17:30
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir, verkefnastjóri á velferðarsviði - mæting: 17:30

Almenn erindi

2.2312032 - Kársnesskóli

Lögð fram tillaga um breytingar á Kársnesskóla.
Máli frestað.

Almenn erindi

3.2001382 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs við grunnskóla Kópavogs - viðmið

Viðmið um skóladagatal ásamt tillögum um skólabyrjun, vetrarfrí og sameiginlega starfsdaga leik- og grunnskóla lagðar fram.
Menntaráð samþykkir tillögu um skólabyrjun, vetrarfrí og sameiginlega starfsdaga leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2024 - 2025 með öllum greiddum atkvæðum. Könnun verður framkvæmd meðal foreldra um fyrirkomulag vetrarfría fyrir skólaárið 2025-2026.

Almenn erindi

4.22067452 - Menntaráð-fundaráætlun og ýmis gögn 2022-2026

Fundaráætlun fyrir vormisseri 2024 lögð fram.
Menntaráð samþykkir fundaráætlun með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

5.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2024

Fundargerð 137. fundar íþróttaráðs lögð fram.
Máli frestað.

Almenn erindi

6.2210417 - Menntasvið-Fundargerðir leikskólanefndar 2022-2024

Fundargerð 158. fundar leikskólanefndar lögð fram.
Máli frestað.

Fundi slitið - kl. 19:50.