Menntaráð

118. fundur 19. september 2023 kl. 17:15 - 19:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska, aðalmaður boðaði forföll og Þorvar Hafsteinsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Tryggvi Felixson aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir aðalmaður
  • Guðný Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2209345 - Menntasvið-Ársskýrsla skólaþjonustu

Árskýrsla skólaþjónustu og um stuðning við nemendur með annað móðurmál en íslensku lagðar fram. Máli frestað frá síðasta fundi.
Ingibjörg Ýr Pálmadóttir og Tryggvi Ingason verkefnastjórar skólaþjónustu á grunnskóladeild kynntu skýrslu um skólaþjónustu. Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar kynnti skýrslu um nemendur með annað móðurmál en íslensku. Menntaráð bindur vonir við að nýjar úthlutunarreglur til íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku bæti stöðu nemenda í Milli mála prófi til framtíðar ástandið er óviðunandi.

Almenn erindi

2.2109523 - Grunnskóladeild-endurmenntun

Skýrsla um fræðslu á vegum grunnskóladeildar á skólaárinu 2022 - 2023 lögð fram.
Máli frestað til næsta fundar menntaráðs.

Almenn erindi

3.2210417 - Menntasvið-Fundargerðir leikskólanefndar 2022-2023

Fundargerðir 151., 152., 153., 154. og 155. leikskólanefdar lagðar fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

4.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2023

Fundargerðir 132., 133. og 134. íþróttaráðs lagðar fram.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.