Menntaráð

104. fundur 01. nóvember 2022 kl. 17:15 - 19:27 í Snælandsskóla
Fundinn sátu:
  • Sigvaldi Egill Lárusson formaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Svava Halldóra Friðgeirsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Þórarinn Hjörtur Ævarsson aðalmaður
  • Guðrún G Halldórsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Kristgerður Garðarsdóttir
  • Jóhannes Birgir Jensson
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Magneu Einarsdóttur, skólastjóra Snælandsskóla og Bryjari ólafssyni, aðstoðarskólastjóra fyrir áhugaverða kynningu á skólastarfi Snælandsskóla og góðar veitingar.

Almenn erindi

1.2208061 - Íslenska æskulýðsrannsóknin 2022

Kynning á niðurstöðum rannsóknar fyrir Kópavogsbæ.
Ársæll Már Arnarsson,prófessor kynnti niðurstöður Íslensku ækulýðsrannsóknarinnar sem lögð var fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk í grunnskólum Kópavogs. Menntaráð þakkar góða kynningu.

Almenn erindi

2.2001382 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs við grunnskóla Kópavogs - viðmið

Kynning á viðmiðum starfsáætlana.

Fundarhlé kl. 18:55 - 19:15

Donata H-Bukowska fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun:

Samkvæmt lögum um grunnskóla, gr. 29 ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun sem er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Með niðurstöður Milli mála skimunarprófs, niðurstöður æskulýðsrannsóknar í skólum Kópavogs og áhyggjur af stöðu eineltismála og ofbeldis meðal barna og ungmenna í samfélaginu í huga er lagt til að:
1. Allir grunnskólar endurskoði sínar starfsáætlanir með fjölbreyttan nemendahóp í huga og greini betur frá móttökuáætlun nemenda af erlendum uppruna, skipulagi ÍSAT kennslu, stuðningi við bráðger börn.
2. Menntaráð Kópavogsbæjar geri ráð fyrir þessum þáttum í sínum gátlista í tengslum við starfsáætlanir skóla.

Sigvaldi Egill Lárusson, Hanna Carla Jóhannsdóttir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Svava Halldóra Friðriksdóttir, Sigrún Huld Jónsdóttir fulltrúar Framsóknarflokks og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fulltrúi Pírata tóku undir bókunina.

Almenn erindi

3.1909758 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Álfhólsskóla 2019-2024

Starfsáætlun grunnskóla fyrir skólaárið 2022 -2023 lögð fram.
Menntaráð samþykkir starfsáætlun fyrir skólaárið 2022 -2023.

Almenn erindi

4.1909766 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Hörðuvallaskóla 2019-2024

Starfsáætlun grunnskóla fyrir skólaárið 2022 -2023 lögð fram.
Menntaráð samþykkir starfsáætlun fyrir skólaárið 2022 -2023.

Almenn erindi

5.1909770 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Kársnesskóla 2019-2024

Starfsáætlun grunnskóla fyrir skólaárið 2022 -2023 lögð fram.
Menntaráð samþykkir starfsáætlun fyrir skólaárið 2022 -2023.

Almenn erindi

6.1909764 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Kópavogsskóla 2019-2024

Starfsáætlun grunnskóla fyrir skólaárið 2022 -2023 lögð fram.
Menntaráð samþykkir starfsáætlun fyrir skólaárið 2022 -2023.

Almenn erindi

7.1909759 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Lindaskóla 2019-2024

Starfsáætlun grunnskóla fyrir skólaárið 2022 -2023 lögð fram.
Menntaráð samþykkir starfsáætlun fyrir skólaárið 2022 -2023.

Almenn erindi

8.1909763 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Salaskóla 2019-2024

Starfsáætlun grunnskóla fyrir skólaárið 2022 -2023 lögð fram.
Menntaráð samþykkir starfsáætlun fyrir skólaárið 2022 -2023.

Almenn erindi

9.1909768 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Smáraskóli 2019-2024

Starfsáætlun grunnskóla fyrir skólaárið 2022 -2023 lögð fram.
Menntaráð samþykkir starfsáætlun fyrir skólaárið 2022 -2023.

Almenn erindi

10.1909760 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Snælandsskóla 2019-2024

Starfsáætlun grunnskóla fyrir skólaárið 2022 -2023 lögð fram.
Menntaráð samþykkir starfsáætlun fyrir skólaárið 2022 -2023.

Almenn erindi

11.1909773 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs Vatnsendaskóla 2019-2024

Starfsáætlun grunnskóla fyrir skólaárið 2022 -2023 lögð fram.
Menntaráð samþykkir starfsáætlun fyrir skólaárið 2022 -2023.

Almenn erindi

12.2210417 - Menntasvið-Fundargerðir leikskólanefndar 2022-2023

145. fundargerð leikskólanefndar í 9. liðum.
Lagt fram.

Almenn erindi

13.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2023

124. fundargerð íþóttaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:27.