Menntaráð

63. fundur 02. júní 2020 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Magnea Einarsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeild
Dagskrá

Almenn erindi

1.1906477 - Grunnskóladeild-nemendur með annað móðurmál en íslensku

Tillaga að fyrirkomulagi á fyrirlögn á Milli mála prófi í grunnskólum lögð fram. Jafnframt farið yfir stöðu nemenda með annað móðurmál en íslensku.
Lagt fram.

Almenn erindi

2.2002070 - Menntasvið-eineltisáætlanir, viðmið og fræðsla

Lögð fram aðgerðaáætlun vegna vinnu við viðmið fyrir skóla um eineltisáætlanir og forvarnir.
Menntaráð samþykkir tillögu að aðgerðaáætlun með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

3.20051186 - Menntasvið-húsnæðismál

Farið yfir stöðu húsnæðismála grunnskóla Kópavogs.
Lagt fram.

Almenn erindi

4.20051187 - Arnarskóli-Reglur um innritun og útskrift

Endurskoðaðar reglur um innritun og útskrift nemenda fyrir Arnarskóla lagðar fram.
Menntaráð samþykkir reglur Arnarskóla um innritun og útskrift nemenda með öllum greiddum atkvæðum og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1805378 - Forvarnarsjóður Kópavogs

Tillögur valnefndar um hverjir hljóta styrk úr Forvarnarsjóði Kópavogs 2020 lagðar fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum tillögur valnefndar. Fjögur verkefni hljóta styrk í ár:
Menningarhús Kópvogs fyrir verkefni sem felur í sér stuðning við konur og börn af erlendum uppruna.
Félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi fyrir verkefni þar sem unglingar kenna eldri borgurum á spjaldtölvur.
Menntaskólinn í Kópavogi fyrir verkefni sem felur í sér bætta lýðheilsu og forvarnir fyrir ungmenni.
Félgsmiðstöðin Þeba fyrir verkefni sem stuðlar að hreyfingu og útivist unglinga.

Almenn erindi

6.20051188 - Menntasvið-Erasmus styrkur - innleiðing Heimsmarkmið Sþ og menntun til sjálfbærni

Kynning á styrk.
Lagt fram til kynningar, menntaráð lýsir yfir ánægju sinni með styrkinn.

Almenn erindi

7.1701440 - Menntaráð-fundaráætlun

Fundaráætlun fyrir haustmisseri 2020 lögð fram.
Fundaráætlun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

8.20051248 - Mat á röskun skólastarfs grunnskóla Kópavogs á vormisseri 2020 - erindi frá Samkóp

Erindi lagt fram.
Erindinu er vísað til menntasviðs. Erindið verði unnið sem hluti af úttekt sviðsins á skertu skólastarfi í kjölfar Covid-19.

Almenn erindi

9.20051249 - Fyrirspurn um kennslu í fjármálalæsi frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, fulltrúa Pírata

Fyrirspurn lögð fram.
Menntaráð óskar eftir að menntasvið kanni stöðu kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum Kópavogs og kynni fyrir ráðinu.
Menntaráð óskar Lindaskóla til hamingju með árangurinn í Skólahreysti.

Mennaráð þakkar Magneu Einarsdóttur, fulltrúa skólastjórnenda góða samvinnu.

Fundi slitið - kl. 19:15.