Menntaráð

57. fundur 03. mars 2020 kl. 17:15 - 19:15 í Salaskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Hákon Davíð Halldórsson vara foreldrafulltrúi
  • Björg Baldursdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Hekla Hannibalsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Hekla Hannibalsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Menntaráð þakkar Hafsteini Karlssyni, skólastjóra, fyrir góðar móttökur og veitingar og Auðbjörgu Sigurðardóttur fróðlega kynningu á starfi frístundar.

Almenn erindi

1.1512172 - Skemmtilegri skólalóðir.

Tillaga að framkvæmdum á skólalóðum fyrir árið 2020 lögð fram.
Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri kynnti framkvæmdir síðustu 4 ára á skólalóðum og endurmat á þeim.

Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti, með öllum greiddum atkvæðum tillögu um ráðstöfun fjármagns til verkefnisins "Skemmtilegri skólalóðir" samkvæmt fram lögðu verkefni Önnu Birnu Snæbjörnsdóttur, sviðstjóra menntasviðs og Steingríms Haukssonar, sviðstjóra umhverfissviðs.

Gestir

  • Friðrik Baldursson

Almenn erindi

2.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Niðurstöður af fundi nefnda og ráða þann 27. febrúar 2020 lagðar fram.
Almennar umræður um vinnuna framundan við stefnumörkun bæjarins. Frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

3.1906388 - Heilsuefling eldri borgara

Verkefni framundan varðandi heilsueflingu eldri borgara.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs, kynnti stöðu verkefnis til heilsueflingar eldri borgara.

Fundi slitið - kl. 19:15.