Menntaráð

29. fundur 04. september 2018 kl. 17:15 - 19:30 í Salaskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
  • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Hafsteini Karlssyni skólastjóra Salaskóla fyrir góðar móttöku, bæði greinargóða kynningu á skólanum og veitingar.

Almenn erindi

1.1807314 - Ytra mat á grunnskólum 2018. Snælandsskóli valinn

Niðurstöður ytra mats kynntar.
Kynning á helstu niðurstöðum á ytra mati Snælandsskóla.

Almenn erindi

2.18061058 - Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Kynning á ferlum fyrir skóla til að bregðast betur og fyrr við ófullnægjandi skólasókn. Ferlarnir voru unnir í samvinnu við grunnskóla og barnavernd.
Menntaráð fagnar reglum um viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Almenn erindi

3.18061097 - Verklagsreglur um viðbrögð við ofbeldi í stofnunum sviðsins - Málsmeðferð gagnvart starfsmanni vegna gruns um brot gagnvart barni

Kynning á verklagsreglum fyrir stofnanir menntasviðs.
Endurskoðun á verklagsreglum fyrir stofnanir menntasviðs þegar grunnur vaknar um ofbeldi kynntar.

Almenn erindi

4.1709919 - Frístund fyrir 1. -4. bekk í grunnskólum

Upplýsingar um fjölda barna í frístund og stöðu ráðninga.
Tölulegar upplýsingar um fjölda barna og ráðningar í frístund lagðar fram til umræðu. Menntaráð óskar eftir að fylgjast með skipulagi samþættingar frístunda og íþrótta.

Fundi slitið - kl. 19:30.