Menntaráð

27. fundur 05. júní 2018 kl. 17:15 - 19:05 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir með 11 atkvæðum að Kópavogsbær innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að gerður verði samningur við Unicef á Íslandi um samstarf við innleiðinguna.
Menntaráð fagnar því að Kópavogsbær hefur ákveðið að fara í innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skipað sér þar með í forystusveit barnvænna sveitarfélaga.

Almenn erindi

2.1612252 - Innleiðing nýrra persónuverndarlaga í grunnskóla bæjarins

Kynning á stöðu verkefnisins.
Umræður sköpuðust, meðal annars í tengslum við kynningarfund Sambands Íslenskra sveitarfélaga fyrir skólastjóra grunnskóla og starfsmenn sveitarfélaga, um ný persónuverndarlög.

Önnur mál

3.1806500 - Umsókn um námsstyrk - kennsluafsláttur

Þórunn Anna Ólafsdóttir kennari í Smáraskóla sækir um námsstyrk vegna meistaranáms í menntunarfræðum.
Menntaráð samþykkir umsóknina.

Önnur mál

4.1806502 - Umsókn um námsstyrk - kennsluafsláttur

Guðmundína Kolbeinsdóttir kennari í Smáraskóla sækir um námsstyrk vegna meistaranáms í menntunarfræðum.
Menntaráð samþykkir umsóknina.

Fundi slitið - kl. 19:05.