Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 13. júní s.l. eftirfarandi tillögu menntaráðs um aðgerðir til að lækka kostnað foreldra á ritföngum. "Menntaráð áréttar bókun skólanefndar á fundi dags. 3. október 2016 varðandi lækkun ritfangakostnaðar og mælir með að bæjarstjórn samþykki tillögu þess efnis að grunnskólarnir fari í aðgerðir við að lækka ritfangakostnað. Í þeim tilgangi verði hvatt til þess að grunnskólarnir skipuleggi m.a. sameiginleg innkaup í samstarfi við foreldra. Miðað verði við að kostnaður vegna hvers nemanda verði ekki hærri en 4000 kr. á næsta skólaári 2017 -2018."
Skipulag innkaupa á námsgögnum í kjölfar ofangreindrar bókunar kynnt.