Menntaráð

11. fundur 09. júní 2017 kl. 08:00 - 10:25 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
  • Jana Eir Víglundsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1509225 - Frístundadeild-félagsmiðstöðvar eldri borgara.

Kynning á starfsemi.
Amanda Karima Ólafsdóttir, verðandi deildarstjóri frístundadeildar kom og kynnti frístundastarf aldraðra.

Almenn erindi

2.1509226 - Frístundadeild-Félagsmiðstöðvar barna- og unglinga.

Kynning á starfsemi.
Amanda Karima Ólafsdóttir, verðandi deildarstjóri frístundadeildar kynnti frístundastarf barna og ungmenna.

Almenn erindi

3.1410636 - Frístundadeild-Molinn ungmennahús

Kynning á starfsemi.
Andri Þór Lefever forstöðmaður Molans kom og kynnti starfsemina.

Almenn erindi

4.1412346 - Frístundadeild-Hrafninn frístundablúbbur

Kynning á starfsemi.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir kynnti starfsemi Hrafnsins.

Almenn erindi

5.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Skýrsla um samræmdpróf í Kópavogi 2016 lögð fram.
Máli frestað til næsta fundar.

Önnur mál

6.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Menntaráð mælir með að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi tillögu starfshóps um húsnæðismál Kársnesskóla, sbr. greinargerð sem lögð var fyrir bæjarráð dags. 1. júní 2017 og vísað þaðan til bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs dags. 8. júní 2017:

"Í ljósi athugana sem gerðar hafa verið leggur starfshópurinn til, að vel athuguðu máli, að bygging Kársnesskóla við Skólagerði verði rifin.

Lagt er til að starfsemi skólans verði í Vallargerði á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir, í húsnæði skólans þar og lausum kennslustofum.

Starfshópurinn leggur til að nýr starfshópur verði skipaður til að vinna forsögn að hönnun nýrrar byggingar skólans."

Önnur mál

7.1110178 - Kostnaður foreldra við grunnskólagöngu barna sinna

Menntaráð fagnar frumkvæði grunnskóla í Kópavogi að lækka ritfangakostnað fjölskyldna vegna skólagöngu barna. Það er velferðarmál að dregið sé úr kostnaði við skólagöngu barna eins og unnt er og vel sé hlúð að börnum og fjölskyldum þeirra.

Menntaráð áréttar bókun skólanefndar á fundi dags. 3. október 2016 varðandi lækkun ritfangakostnaðar og mælir með að bæjarstjórn samþykki tillögu þess efnis að grunnskólarnir fari í aðgerðir við að lækka ritfangakostnað. Í þeim tilgangi verði hvatt til þess að grunnskólarnir skipuleggi m.a. sameiginleg innkaup í samstarfi við foreldra. Miðað verði við að kostnaður vegna hvers nemanda verði ekki hærri en 4000 kr. á næsta skólaári 2017 -2018.

Önnur mál

8.1701515 - Menntasvið-starfshópur um starfsumhverfi kennara í grunnskólum

Máli frestað til næsta fundar.
Næsti fundur Menntaráðs verður 15. ágúst 2017.

Arnar Björnsson fulltrúi foreldra í menntaráði og Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra í menntaráði láta af störfum í ráðinu. Menntaráð þakkar þeim gott samstaf.

Fundi slitið - kl. 10:25.