Menntaráð

6. fundur 21. mars 2017 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Sóley Ragnarsdóttir varamaður
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1512172 - Skemmtilegri skólalóðir.

Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum á skólalóðum við grunnskóla bæjarins á árinu.
Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri kynnti framkvæmdir á skólalóðum.

2.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Upplýst verður um stöðu í húsnæðismálum skólans og húsnæði skólans í Fannborg 2 skoðað.
Staða mála kynnt og gengið um skólahúsnæðið á 1. hæð Fannborgar 2.

3.1703064 - Umsókn um starfsleyfi fyrir þróunarskóla

Sótt hefur verið til bæjarins um starfsleyfi fyrir sjálfstætt starfandi sérskóla fyrir nemendur á grunnskólaaldri sem óskar eftir að starfa í húsnæði grunnskóla.
Menntaráð getur því miður ekki orðið við erindinu vegna húsnæðiskorts í grunnskólum bæjarins. Umsókn skólans vakti jákvæðar umræður í ráðinu og framtakinu var fagnað.
Gísli Baldvinsson, fulltrúi Vinstri grænna og félagshyggjufólks lagði fram eftirfarandi bókun: "Telur að stíga eigi hægt til jarðar að framselja þjónustu sveitarfélagsins til einkaaðila miðað við reynslu sögunnar. Meiri umræðu þarf um málefnið."

4.1703834 - Menntasvið-menntun án aðgreiningar

Niðurstöður á úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar lögð fram til umræðu.

Sjá skýrslu og kynningu á eftirfarandi slóðum:
http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/frettir-skolamal/nr/2983
http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/skolathing-og-malstofur/menntun-an-adgreiningar
Máli frestað til næsta fundar.

5.1703835 - Grunnskóladeild-Viðmiðunarstundaskrá í list- og verkgreinum

Könnun á hvort nemendur fá lögbundinn kennslustundafjöld í list og verkgreina kynnt. Sjá nánar frétt á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðuneytis: https://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/rettur-nemenda-til-kennslu-i-list-og-verkgreinum-ekki-naegilega-virtur
Menntaráð felur menntasviði að skoða hvernig skipulagi list- og verkgreinakennslu er háttað í grunnskólum Kópavogs.

6.1509084 - Grunnskóladeild-Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi verður haldin í Salnum 23. mars kl. 16:30. Menntaráð er boðið velkomið.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.